Sundlaugin í Ásgarði opnar á ný Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2018 14:01 Endurbætur á sundlauginni í Ásgarði og rýmum innandyra er ein stærsta framkvæmdin sem hefur verið í gangi hjá Garðabæ á þessu og síðasta ári. Vísir Ásgarðslaug í Garðabæ opnar á ný sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl. Dagskráin í Ásgarði hefst kl. 09:45 um morguninn þegar skrifað verður undir samstarfssamning við Embætti landlæknis þess efnis að Garðabær verði ,,Heilsueflandi samfélag“. Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritar samninginn fyrir hönd Garðabæjar og Alma Möller nýr landlæknir fyrir hönd Embætti landlæknis. Við opnun Ásgarðlaugar verður boðið upp á tónlistaratriði og ungir sundiðkendur Stjörnunnar synda fyrstu ferðirnar í nýju lauginni. Dagana 19.-22. apríl nk. er ókeypis aðgangur fyrir alla í Ásgarðslaug í tilefni af enduropnun laugarinnar. Endurbætur á sundlauginni í Ásgarði og rýmum innandyra er ein stærsta framkvæmdin sem hefur verið í gangi hjá Garðabæ á þessu og síðasta ári. Öll yfirborðsefni á á baðklefum og sundlaug hafa verið endurnýjuð. Nýir heitir pottar hafa verið byggðir með nuddstútum undir yfirborðinu, nýr kaldavatnspottur var byggður sem og vað- og setlaug með barnarennibraut. Gufubaðið hefur verið endurnýjað og nýjar útisturtur settar upp fyrir utan. Allar sturtur hafa verið endurnýjaðar. Útiklefar hafa verið endurnýjaðir og í inniklefum karla og kvenna eru nýir klefar fyrir fatlað fólk. Von er á nýrri lyftu ofan í sundlauginni fyrir fatlað fólk í byrjun maí sem bætir verulega aðgengi fyrir fatlaða að lauginni. Ný girðing kemur utan um allt sundlaugarsvæðið og í nýju vaktherbergi verður fullkomið eftirlits- og myndavélakerfi sem eykur mjög öryggi sundlaugargesta. Innandyra var gólf í danssal lagað og rými opnað við hlið salarins þar sem þrekaðstaða almennings flyst upp úr kjallara. Kjallari var jafnframt stækkaður til að koma hreinsibúnaði fyrir. Verkefnið ,,Heilsueflandi samfélag“ inniheldur helstu áhersluþætti landlæknis og er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu og stuðla að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum. Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Áhersla verður lögð á að bæta umhverfi íbúa, draga úr tíðni langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi. Í upphafi verkefnisins í Garðabæ hefur verið ákveðið að börn yngri en 18 ára fá ókeypis aðgang í sundlaugar bæjarins og að Ásgarðslaug verði opin til kl. 22 á kvöldin í sumar í tilraunaskyni. Garðabær Sundlaugar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ásgarðslaug í Garðabæ opnar á ný sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl. Dagskráin í Ásgarði hefst kl. 09:45 um morguninn þegar skrifað verður undir samstarfssamning við Embætti landlæknis þess efnis að Garðabær verði ,,Heilsueflandi samfélag“. Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritar samninginn fyrir hönd Garðabæjar og Alma Möller nýr landlæknir fyrir hönd Embætti landlæknis. Við opnun Ásgarðlaugar verður boðið upp á tónlistaratriði og ungir sundiðkendur Stjörnunnar synda fyrstu ferðirnar í nýju lauginni. Dagana 19.-22. apríl nk. er ókeypis aðgangur fyrir alla í Ásgarðslaug í tilefni af enduropnun laugarinnar. Endurbætur á sundlauginni í Ásgarði og rýmum innandyra er ein stærsta framkvæmdin sem hefur verið í gangi hjá Garðabæ á þessu og síðasta ári. Öll yfirborðsefni á á baðklefum og sundlaug hafa verið endurnýjuð. Nýir heitir pottar hafa verið byggðir með nuddstútum undir yfirborðinu, nýr kaldavatnspottur var byggður sem og vað- og setlaug með barnarennibraut. Gufubaðið hefur verið endurnýjað og nýjar útisturtur settar upp fyrir utan. Allar sturtur hafa verið endurnýjaðar. Útiklefar hafa verið endurnýjaðir og í inniklefum karla og kvenna eru nýir klefar fyrir fatlað fólk. Von er á nýrri lyftu ofan í sundlauginni fyrir fatlað fólk í byrjun maí sem bætir verulega aðgengi fyrir fatlaða að lauginni. Ný girðing kemur utan um allt sundlaugarsvæðið og í nýju vaktherbergi verður fullkomið eftirlits- og myndavélakerfi sem eykur mjög öryggi sundlaugargesta. Innandyra var gólf í danssal lagað og rými opnað við hlið salarins þar sem þrekaðstaða almennings flyst upp úr kjallara. Kjallari var jafnframt stækkaður til að koma hreinsibúnaði fyrir. Verkefnið ,,Heilsueflandi samfélag“ inniheldur helstu áhersluþætti landlæknis og er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu og stuðla að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum. Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Áhersla verður lögð á að bæta umhverfi íbúa, draga úr tíðni langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi. Í upphafi verkefnisins í Garðabæ hefur verið ákveðið að börn yngri en 18 ára fá ókeypis aðgang í sundlaugar bæjarins og að Ásgarðslaug verði opin til kl. 22 á kvöldin í sumar í tilraunaskyni.
Garðabær Sundlaugar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira