Í kapphlaupi við að gera völlinn leikhæfan Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. apríl 2018 06:00 Stórtækar vinnuvélar fylla nú Ólafsvíkurvöll þar sem leggja á gervigras fyrir komandi leiktíð. Veður hefur tafið framkvæmdir við völlinn. „Snjóþungi og veðurfar hefur ekki verið að vinna með okkur eftir áramótin,“ segir Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvík, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd standa nú yfir miklar framkvæmdir á Ólafsvíkurvelli. Stórtækar vinnuvélar eru þar að störfum við að undirbúa nýjan gervigrasvöll félagsins. Verkið er kapphlaup við tímann áður en leiktíðin í Inkasso-deildinni í knattspyrnu hefst í næsta mánuði, en fyrsti heimaleikur Víkings er settur 12. maí næstkomandi. Þrátt fyrir að útlitið gefi til kynna að langur vegur sé frá því að völlurinn sé leikhæfur eru Þorsteinn Haukur og Víkingar hans bjartsýnir á að það takist að ljúka verkinu fljótt og örugglega. Ef það klikkar hefur hann gert ráðstafanir til að bregðast við því.Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvík.„Þeir eru á fullu núna og reikna ég fastlega með að það verði hægt að fara að leggja grasið eftir kannski tíu daga. En til að hafa vaðið fyrir neðan okkur hef ég haft samband við forsvarsmenn HK, sem við eigum fyrsta heimaleik við, um að víxla heimaleikjum. Formaður HK tók vel í það að skipta og bíð ég bara staðfestingar á því.“ Gangi það eftir myndi félagið kaupa sér tíma til að ljúka framkvæmdum og yrði þá fyrsti leikur gegn Selfossi í byrjun júní, um sjómannadagshelgi. „Við eigum bara þennan eina heimaleik í maí samkvæmt skipulaginu. Við byrjum þá bara á fjórum útileikjum og tökum svo á móti Selfyssingum, vonandi á fullum velli.“ Víkingar ákváðu í fyrra að skipta yfir í gervigrasvöll, en sem fyrr segir hafa vetrarhörkurnar tafið framkvæmdir. Þorsteinn Haukur segir Víkinga spennta fyrir gervigrasinu og að það geti reynst mikil bót fyrir félagið. „Við búum við það að liðið hefur mátt æfa á parketti frá september og fram í apríl yfir vetrartímann en við bindum vonir við að gervigrasið muni kannski lengja það tímabil sem við getum æft og spilað úti.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira
„Snjóþungi og veðurfar hefur ekki verið að vinna með okkur eftir áramótin,“ segir Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvík, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd standa nú yfir miklar framkvæmdir á Ólafsvíkurvelli. Stórtækar vinnuvélar eru þar að störfum við að undirbúa nýjan gervigrasvöll félagsins. Verkið er kapphlaup við tímann áður en leiktíðin í Inkasso-deildinni í knattspyrnu hefst í næsta mánuði, en fyrsti heimaleikur Víkings er settur 12. maí næstkomandi. Þrátt fyrir að útlitið gefi til kynna að langur vegur sé frá því að völlurinn sé leikhæfur eru Þorsteinn Haukur og Víkingar hans bjartsýnir á að það takist að ljúka verkinu fljótt og örugglega. Ef það klikkar hefur hann gert ráðstafanir til að bregðast við því.Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Víkings Ólafsvík.„Þeir eru á fullu núna og reikna ég fastlega með að það verði hægt að fara að leggja grasið eftir kannski tíu daga. En til að hafa vaðið fyrir neðan okkur hef ég haft samband við forsvarsmenn HK, sem við eigum fyrsta heimaleik við, um að víxla heimaleikjum. Formaður HK tók vel í það að skipta og bíð ég bara staðfestingar á því.“ Gangi það eftir myndi félagið kaupa sér tíma til að ljúka framkvæmdum og yrði þá fyrsti leikur gegn Selfossi í byrjun júní, um sjómannadagshelgi. „Við eigum bara þennan eina heimaleik í maí samkvæmt skipulaginu. Við byrjum þá bara á fjórum útileikjum og tökum svo á móti Selfyssingum, vonandi á fullum velli.“ Víkingar ákváðu í fyrra að skipta yfir í gervigrasvöll, en sem fyrr segir hafa vetrarhörkurnar tafið framkvæmdir. Þorsteinn Haukur segir Víkinga spennta fyrir gervigrasinu og að það geti reynst mikil bót fyrir félagið. „Við búum við það að liðið hefur mátt æfa á parketti frá september og fram í apríl yfir vetrartímann en við bindum vonir við að gervigrasið muni kannski lengja það tímabil sem við getum æft og spilað úti.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira