Rússneskur blaðamaður deyr eftir dularfullt fall Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2018 17:18 Enn einn blaðamaður deyr í Rússlandi. nordicphotos/AFP Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. BBC greinir frá því að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést síðar. Stjórnvöld í borginni segja ekkert sjálfsmorðsbréf hafa fundist á Borodin og að ólíklegt sé að dauðsfallið hafi borið að með saknæmum hætti. Hurðin að íbúðinni hafi verið læst, sem bendi til þess að enginn hafi farið inn eða út úr henni. Polina Rumyantseva, aðalritstjóri fjölmiðilsins Novy Den, sem Borodin vann hjá, sagðist ekki geta útilokað að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti og að hann hafi ekki haft neina ástæðu til að fremja sjálfsmorð. Harlem Désir, hjá Öryggis - og samvinnustofnun Evrópu (OSCE), sagði dauðsfallið vekja upp alvarlegar áhyggjur og það yrði að rannsaka það til hlítar. Borodin hafði nýlega fjallað um rússneska málaliða, kallaða „Wagner Group“. Þeir eru sagðir hafa farið til Sýrlands að berjast með sveitum hliðhollum stjórnvöldum þar í landi og fallið í átökum við herafla Bandaríkjanna í Deir al-Zour héraði, þann 7. febrúar síðastliðinn. Borodin hafði fjallað um þrjá menn úr þessari sveit málaliða sem komu frá Sverdlovsk héraði í Úralfjöllunum, en Yekaterinburg er aðal borg héraðsins.Hættulegt starf í þessum hluta heimsins Það hefur lengi verið hættulegt að starfa sem blaðamaður í Rússlandi. Flestum fjölmiðlum í Rússlandi er stjórnað af stjórnvöldum í Moskvu. Samkvæmt Freedom House, alþjóðlegum samtökum sem berjast fyrir frelsi og lýðræði í heiminum, er Rússland í 83. sæti af 100 yfir frelsi fjölmiðla í heiminum. Margir rússneskir blaðamenn hafa dáið síðustu ár vegna starfs síns. Einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Rússlands, Anna Politkovskaya, var skotin til bana í lyftu í blokkinni sem hún bjó í árið 2006. Hún hafði verið að fjalla um mannréttindabrot í Téténíu. Blaðamaðurinn Mikhail Beketov hlaut heilaskaða tveimur árum síðar. Hann hafði fjallað um spillingu í Rússlandi og barist gegn áformum stjórnvalda um að leggja veg í gegnum skóg nærri Moskvu. Hann dó árið 2013. Erlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Maxim Borodin fannst alvarlega slasaður eftir fall úr íbúð sinni á fimmtu hæð fjölbýlishúss í Yekaterinburg í Rússlandi. BBC greinir frá því að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést síðar. Stjórnvöld í borginni segja ekkert sjálfsmorðsbréf hafa fundist á Borodin og að ólíklegt sé að dauðsfallið hafi borið að með saknæmum hætti. Hurðin að íbúðinni hafi verið læst, sem bendi til þess að enginn hafi farið inn eða út úr henni. Polina Rumyantseva, aðalritstjóri fjölmiðilsins Novy Den, sem Borodin vann hjá, sagðist ekki geta útilokað að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti og að hann hafi ekki haft neina ástæðu til að fremja sjálfsmorð. Harlem Désir, hjá Öryggis - og samvinnustofnun Evrópu (OSCE), sagði dauðsfallið vekja upp alvarlegar áhyggjur og það yrði að rannsaka það til hlítar. Borodin hafði nýlega fjallað um rússneska málaliða, kallaða „Wagner Group“. Þeir eru sagðir hafa farið til Sýrlands að berjast með sveitum hliðhollum stjórnvöldum þar í landi og fallið í átökum við herafla Bandaríkjanna í Deir al-Zour héraði, þann 7. febrúar síðastliðinn. Borodin hafði fjallað um þrjá menn úr þessari sveit málaliða sem komu frá Sverdlovsk héraði í Úralfjöllunum, en Yekaterinburg er aðal borg héraðsins.Hættulegt starf í þessum hluta heimsins Það hefur lengi verið hættulegt að starfa sem blaðamaður í Rússlandi. Flestum fjölmiðlum í Rússlandi er stjórnað af stjórnvöldum í Moskvu. Samkvæmt Freedom House, alþjóðlegum samtökum sem berjast fyrir frelsi og lýðræði í heiminum, er Rússland í 83. sæti af 100 yfir frelsi fjölmiðla í heiminum. Margir rússneskir blaðamenn hafa dáið síðustu ár vegna starfs síns. Einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Rússlands, Anna Politkovskaya, var skotin til bana í lyftu í blokkinni sem hún bjó í árið 2006. Hún hafði verið að fjalla um mannréttindabrot í Téténíu. Blaðamaðurinn Mikhail Beketov hlaut heilaskaða tveimur árum síðar. Hann hafði fjallað um spillingu í Rússlandi og barist gegn áformum stjórnvalda um að leggja veg í gegnum skóg nærri Moskvu. Hann dó árið 2013.
Erlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira