Hryðjuverk í skjóli mannréttinda Ívar Halldórsson skrifar 16. apríl 2018 13:04 Ég las nýlega yfirlýsingu frá íslensku félagi sem kennir sig við mannréttindabaráttu, sem að mínu mati einkenndist af hálfgerðu meðvitundarleysi um öll þau mannréttindabrot sem hryðjuverkastjórn Palestínu fremur gegn eigin saklausu íbúum og ísraelskum borgurum. Það kemur mér sífellt á óvart hversu einhliða og takmarkaða gagnrýni almenningur fær frá bæði fjölmiðlum og hinum ýmsu vörðum mannréttinda. Einhliða fordómar Fólk dregur í dilka þegar það fordæmir eina þjóð fyrir brot á mannréttindum, en snýr blindu auga að annarri sem er sek um hræðilega glæpi og mannréttindabrot. Palestínska stjórnin þarf sjálf að svara til saka fyrir stórfelld mannréttindabrot - en þó er sífellt verið að reyna að sannfæra okkur um að palestínskir vígamenn séu bara að berjast fyrir rétti sínum með mannskæðum morðárásum sínum. Þetta séu allt fórnarlömb landráns og við þurfum því bara að setja okkur í þeirra spor til að skilja af hverju það þarf að beita ísraelska borgara ofbeldi. Fólk er grunsamlega fljótt að sakfella Ísraelsmenn og tilreikna þeim allt hið versta. Það fordæmir Ísraelsmenn fyrir að verja sig gegn herskáum hryðjuverkamönnum á meðan það með ærandi þögn sinni fordæmir ekki hryðjuverkastjórn Hamas fyrir skipulagðar morðtilraunir og hörmulega mannréttindaglæpi. „Friðsamleg“ mótmæli Því miður eru fáir sem gagnrýna með hvaða hætti hin svokölluðu “friðsælu mótmæli” undanfarið hafa farið fram - sem er ákaflega slæmt fyrir trúverðugleika þeirra sem vilja berjast fyrir mannréttindum. Palestínumenn hafa nú ógnað lífum venjulegra ísraelskra borgara með því að kasta bensínsprengjum og grjóti yfir landamærin. Að mati margra virðist ekki vera eins glæpsamlegt að ógna lífi fólksins sem býr „röngu megin við landamærin“. Hins vegar ef Ísraelar myndu mótmæla með sama hætti; með því að henda bensínsprengjum yfir landamærin til Palestínu, myndum við líklega drukkna í yfirlýsingum frá mannréttindafrömuðum. Ísraelskum konum og börnum er kannski að þeirra mati bara nær að hafa fæðst þarna. Eitraður reykur Ekki finnur maður mikið fyrir því að Palestínumenn séu ávítaðir fyrir að eitra andrúmsloftið með mökksvörtum reyk af gríðarlegum hjólbarðabrennum, sem ógna íbúum, andrúmslofti og reyndar umhverfinu öllu, til að byrgja sýn ísraelska varnarliðsins. Vegna reyksins frá hjólbörðunum á ísraelska varnarliðið mun erfiðara með að greina hryðjuverkamenn frá saklausum borgurum. Með þessum hætti settu palestínskir vígamenn á vegum Hamas um leið saklausa palestínska borgara í lífshættu. Hryðjuverkamennirnir sem létust Ekki er minnst á að flestir þeirra sem féllu af höndum Ísraelska varnarliðsins um daginn voru einmitt þegar uppi var staðið hryðjuverkamenn á vegum Hamas. Það er núna opinber vitneskja að þessi svokölluðu mótmæli voru skipulögð af þessari ofbeldisglöðu hryðjuverkastjórn sem Palestínumenn kusu reyndar sjálfir yfir sig. Búið er að birta nöfn hryðjuverkamanna sem stóðu fyrir árásinni í fjölmiðlum. Hér nefni ég 10 hryðjuverkamenn sem ísraelska hervarnarliðið skaut til bana, en þeir voru hugsanlega fleiri: Masab Salul, 23 ára gamall íbúi Zuwayda, meðlimur herdeildar Hamas, Sari Abu 'Odeh, 28 ára gamall íbúi Beit Hanun, baráttusinni á vegum herdeildar Hamas, Jihad Farina, 35 ára gamall íbúi Sheikh Radwan, liðsstjóri deildar í herliði Hamas, Ahmad 'Odeh, 19 ára gamall íbúi Gaza City, baráttusinni úr Shati Brigade sem er deild innan hers Hamas, Hamdan Abu 'Amseh, 25 ára gamall íbúi Beit Hanoun, útsendari Hamas, Mahmoud Rahmi, 33 ára íbúi Saja'iya Turkman, baráttusinni á vegum Hamas, Muhammad Abu 'Amru, 27 ára íbúi Saja'iya Turkman, útsendari Hamas hers sem sérhæfður var í að grafa svokölluð hryðjuverkagöng, A' Fatah 'Nabi, 20 ára gamall íbúi Beit Lahiya, virkur í herdeild Hamas, Ibrahim Abu Sha'er, 29 ára gamall íbúi Rafah, þjálfaður “jihad” hryðjuverkamaður sem skipulagði hryðjuverk víða um veröld, Jihad Zuhair Salman Abu Gammus - 30 ára gamall íbúi Bani Suheila, baráttusinni á vegum hryðjuverkahópsins “al-Aqsa Martyrs' Brigades”.Hafa rétt á að verja sig Á maður að trúa því að allur þessi fjöldi fólks sem státar sig af því að vita allt um átök Palestínumanna og Ísraelsmanna, hafi ekki vitað að þeir sem létust af völdum varnarliðs Ísraels voru flestir hryðjuverkamenn?! Að hugsa sér að þeir sem þekkja til ástandsins hafi kannski búið yfir þessum upplýsingum en kosið að halda þeim leyndum til að vekja innistæðulausa andúð okkar á Ísraelsmönnum. Ef þannig er í pottinn búið er ástæða til að efast um ágæti upplýsingaveita okkar. Ísraelsmenn hafa sama rétt og aðrir til að verja sig í miðri hryðjuverkaárás. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að vernda borgara sína gegn aðsteðjandi ógn hryðjuverkamanna sem nota í þessu tilfelli “saklaus” mótmæli til að dylja árás sína á ísraelska borgara. Það segir sig sjálft að ef þú hendir bensínsprengjum og grjóti að hermönnum máttu búast við að þeir svari fyrir sig.„Hamas-brellan“ Ekki er þess getið að þessir hryðjuverkamenn Hamas tóku af “gömlum sið” með sér konur og börn í þessa skipulögðu og mannskæðu mótmælaárás; bæði til að draga hugsanlega úr gagnárás ísraelska herliðsins og þá til að kenna ísraelskum hermönnum um dauða þeirra saklausu palestínsku borgara sem kynnu að falla í sjálfsvörn ísraelska hersins. Þetta er gömul og þekkt Hamas-brella sem enn virðist blekkja marga - enda njóta hryðjuverkamenn Hamas enn vafans með hjálp ýmissa fjölmiðla og félagasamtaka sem óviljandi eða vísvitandi færa falsfréttir af framgöngu mála í Mið-Austurlöndum. Af hverju er hryðjuverkastjórn Hamas ekki gagnrýnd fyrir mannréttindabrot sem felast í því að stofna lífi saklausra palestínskra kvenna og barna í hættu? Þetta hlýtur hugsandi fólki að þykja heldur grunsamlegt.Spillt mannréttindaráð Athyglisvert er að fólk þreytist seint á að vitna í Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindaráð þeirra til að undirstrika hvað mannréttindi snúist um - en innan Sameinuðu þjóðanna eru þjóðir eins eru eins og Sádí-Arabía, Pakistan, Íran og Kúba miklir áhrifavaldar. Það er vitað að þessar þjóðir fylgja á engan hátt eigin reglum og opinberum kröfum um mannréttindi: Í Sádí-Arabíu hafa konur mun minni réttindi en karlmenn; mega t.d. ekki keyra án fylgdar karlmanns og þekkist meira að segja að þær séu afhöfðaðar, Íranir grýta konur og aflífa sömuleiðis samkynhneigða opinberlega á torgum sínum, Pakistanar myrða kristna fyrir trú sína og Kúba er nú ekki beint þekkt fyrir mannréttindi eins og við njótum í hinum vestræna heimi. Sádí-Arabía er höfuð mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Í þessari “fyrirmyndarþjóð” eru engir kristnir ríkisborgarar enda sjá stjórnvöld landsins til þess að allir kristnir séu teknir af lífi, og sömuleiðis þeir sem yfirgefa trú Íslam.Hræsni Sameinuðu þjóðanna Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hikar þó ekki við að dæma lýðræðisríkið Ísrael fyrir mannréttindabrot; ríki þar sem konur njóta jafnra réttinda og karlmenn og samkynhneigðir geta borið höfuðið hátt eins og hér heima. Hvílík hræsni! Þessar upplýsingar ættu ekki að dyljast neinum þar sem upplýsingar um persónufrelsi og mannréttindi í þessum löndum eru öllum aðgengilegar. En engu að síður virðist fólk og ýmsir fjölmiðlar vilja reyna að fullvissa okkur um að í Ísrael ríki aðskilnaðarstefna. Ekkert er þó fjarri sannleikanum. Það vita allir sem hafa dvalið í Ísrael.Vafasamir varðhundar mannréttinda Þjóðir sem eru hliðhollar Sharia-lögum múslima hafa því miður verið kosnar varðhundar mannréttinda hjá Sameinuðu þjóðunum. Í raun ættu vestrænar þjóðir eins og Bandaríkin, Ástralía og Bretland að hætta fjárstuðningi sínum við þessi samtök sem eru greinilega tvöföld í roðinu, döpur ímynd manngæsku og baneitraðir boðberar sannra mannréttinda. Þessar þjóðir sem eru opinberlega andvígar vestrænum gildum misnota aðstöðu sína innan Sameinuðu þjóðanna til að koma með undirförlum hætti, sínum and-vestrænu og and-ísraelsku gildum á framfæri.Vekja andúð á Ísrael Fólk virðist hafa smitast af forkastanlegum fordómum hins spillta mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem virðist hafa eitt markmið umfram önnur: Að vekja andúð á lýðræðisríkinu Ísrael. Ef við berðumst í raun fyrir mannréttindum myndum við ekki gefa hryðjuverkasamtökum Hamas eins konar uppreist æru í kjölfar allra þeirra skelfilegu mannréttindabrota sem þeir hafa iðkað áður og nú í heitri trú sinni; brotum sem þeir einir eru ábyrgir fyrir. En ekki verður maður var við að hérlendis sé vakin athygli á stórfelldum mannréttindabrotum hryðjuverkastjórnar Hamas.Blint eða illa upplýst Ég veit ekki með aðra en mér finnst baráttan fyrir mannréttindum hafa misst mikinn trúverðugleika þegar fólk fordæmir eina þjóð fyrir mannréttindabrot um leið og það hylmir yfir gróf mannréttindabrot og hryðjuverk annarrar. Það er eitthvað bogið við það þegar sannleikurinn er afskræmdur til að ala á hatri gagnvart eina lýðræðisríki Mið-Austurlanda; ríki sem stendur vörð um mannréttindi íbúa sinna og upphefur vestræn gildi eins og við hér á Íslandi. Maður tekur ósjálfrátt meira mark á þeim sem loka ekki alltaf augunum þegar Palestínumenn gerast sekir um stórfelld mannréttindabrot og stofna saklausum borgurum sínum og annarra í hættu. Annað hvort er fólk sem berst fyrir jöfnum mannréttindum orðið blint á undirförlar aðgerðir Hamas sem svo augljóslega ekki virða mannréttindi, eða þá að það er einfaldlega illa upplýst.RÚV sniðgangi Eurovision Að draga okkar indæla Eurovision-fara inn í þessi mál og krefjast þess að RÚV sniðgangi Ísrael er að mínu mati of langt gengið. Ef það á að sniðganga eitthvað þá ætti að sniðganga allar þær opinberu raddir sem leggja eina þjóð í einelti á meðan öðrum eru veittar endalausar undanþágur. Ganga slíkar raddir hættulega nálægt því að ala á hatri gegn gyðingum. Nú er ísraelska #Metoo-laginu “Toy” spáð sigri í Eurovision og ef sú spá gengur eftir munu einhverjir líklega krefjast þess að RÚV tilkynni fyrir okkar hönd að við munum ekki taka þátt í söngvakeppninni á næsta ári í þágu mannréttinda. Athyglisvert væri að vita hvort fólki finndist þá í lagi að senda Eurovision-fulltrúa okkar til Gaza í Palestínu ef svo bæri undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Ég las nýlega yfirlýsingu frá íslensku félagi sem kennir sig við mannréttindabaráttu, sem að mínu mati einkenndist af hálfgerðu meðvitundarleysi um öll þau mannréttindabrot sem hryðjuverkastjórn Palestínu fremur gegn eigin saklausu íbúum og ísraelskum borgurum. Það kemur mér sífellt á óvart hversu einhliða og takmarkaða gagnrýni almenningur fær frá bæði fjölmiðlum og hinum ýmsu vörðum mannréttinda. Einhliða fordómar Fólk dregur í dilka þegar það fordæmir eina þjóð fyrir brot á mannréttindum, en snýr blindu auga að annarri sem er sek um hræðilega glæpi og mannréttindabrot. Palestínska stjórnin þarf sjálf að svara til saka fyrir stórfelld mannréttindabrot - en þó er sífellt verið að reyna að sannfæra okkur um að palestínskir vígamenn séu bara að berjast fyrir rétti sínum með mannskæðum morðárásum sínum. Þetta séu allt fórnarlömb landráns og við þurfum því bara að setja okkur í þeirra spor til að skilja af hverju það þarf að beita ísraelska borgara ofbeldi. Fólk er grunsamlega fljótt að sakfella Ísraelsmenn og tilreikna þeim allt hið versta. Það fordæmir Ísraelsmenn fyrir að verja sig gegn herskáum hryðjuverkamönnum á meðan það með ærandi þögn sinni fordæmir ekki hryðjuverkastjórn Hamas fyrir skipulagðar morðtilraunir og hörmulega mannréttindaglæpi. „Friðsamleg“ mótmæli Því miður eru fáir sem gagnrýna með hvaða hætti hin svokölluðu “friðsælu mótmæli” undanfarið hafa farið fram - sem er ákaflega slæmt fyrir trúverðugleika þeirra sem vilja berjast fyrir mannréttindum. Palestínumenn hafa nú ógnað lífum venjulegra ísraelskra borgara með því að kasta bensínsprengjum og grjóti yfir landamærin. Að mati margra virðist ekki vera eins glæpsamlegt að ógna lífi fólksins sem býr „röngu megin við landamærin“. Hins vegar ef Ísraelar myndu mótmæla með sama hætti; með því að henda bensínsprengjum yfir landamærin til Palestínu, myndum við líklega drukkna í yfirlýsingum frá mannréttindafrömuðum. Ísraelskum konum og börnum er kannski að þeirra mati bara nær að hafa fæðst þarna. Eitraður reykur Ekki finnur maður mikið fyrir því að Palestínumenn séu ávítaðir fyrir að eitra andrúmsloftið með mökksvörtum reyk af gríðarlegum hjólbarðabrennum, sem ógna íbúum, andrúmslofti og reyndar umhverfinu öllu, til að byrgja sýn ísraelska varnarliðsins. Vegna reyksins frá hjólbörðunum á ísraelska varnarliðið mun erfiðara með að greina hryðjuverkamenn frá saklausum borgurum. Með þessum hætti settu palestínskir vígamenn á vegum Hamas um leið saklausa palestínska borgara í lífshættu. Hryðjuverkamennirnir sem létust Ekki er minnst á að flestir þeirra sem féllu af höndum Ísraelska varnarliðsins um daginn voru einmitt þegar uppi var staðið hryðjuverkamenn á vegum Hamas. Það er núna opinber vitneskja að þessi svokölluðu mótmæli voru skipulögð af þessari ofbeldisglöðu hryðjuverkastjórn sem Palestínumenn kusu reyndar sjálfir yfir sig. Búið er að birta nöfn hryðjuverkamanna sem stóðu fyrir árásinni í fjölmiðlum. Hér nefni ég 10 hryðjuverkamenn sem ísraelska hervarnarliðið skaut til bana, en þeir voru hugsanlega fleiri: Masab Salul, 23 ára gamall íbúi Zuwayda, meðlimur herdeildar Hamas, Sari Abu 'Odeh, 28 ára gamall íbúi Beit Hanun, baráttusinni á vegum herdeildar Hamas, Jihad Farina, 35 ára gamall íbúi Sheikh Radwan, liðsstjóri deildar í herliði Hamas, Ahmad 'Odeh, 19 ára gamall íbúi Gaza City, baráttusinni úr Shati Brigade sem er deild innan hers Hamas, Hamdan Abu 'Amseh, 25 ára gamall íbúi Beit Hanoun, útsendari Hamas, Mahmoud Rahmi, 33 ára íbúi Saja'iya Turkman, baráttusinni á vegum Hamas, Muhammad Abu 'Amru, 27 ára íbúi Saja'iya Turkman, útsendari Hamas hers sem sérhæfður var í að grafa svokölluð hryðjuverkagöng, A' Fatah 'Nabi, 20 ára gamall íbúi Beit Lahiya, virkur í herdeild Hamas, Ibrahim Abu Sha'er, 29 ára gamall íbúi Rafah, þjálfaður “jihad” hryðjuverkamaður sem skipulagði hryðjuverk víða um veröld, Jihad Zuhair Salman Abu Gammus - 30 ára gamall íbúi Bani Suheila, baráttusinni á vegum hryðjuverkahópsins “al-Aqsa Martyrs' Brigades”.Hafa rétt á að verja sig Á maður að trúa því að allur þessi fjöldi fólks sem státar sig af því að vita allt um átök Palestínumanna og Ísraelsmanna, hafi ekki vitað að þeir sem létust af völdum varnarliðs Ísraels voru flestir hryðjuverkamenn?! Að hugsa sér að þeir sem þekkja til ástandsins hafi kannski búið yfir þessum upplýsingum en kosið að halda þeim leyndum til að vekja innistæðulausa andúð okkar á Ísraelsmönnum. Ef þannig er í pottinn búið er ástæða til að efast um ágæti upplýsingaveita okkar. Ísraelsmenn hafa sama rétt og aðrir til að verja sig í miðri hryðjuverkaárás. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að vernda borgara sína gegn aðsteðjandi ógn hryðjuverkamanna sem nota í þessu tilfelli “saklaus” mótmæli til að dylja árás sína á ísraelska borgara. Það segir sig sjálft að ef þú hendir bensínsprengjum og grjóti að hermönnum máttu búast við að þeir svari fyrir sig.„Hamas-brellan“ Ekki er þess getið að þessir hryðjuverkamenn Hamas tóku af “gömlum sið” með sér konur og börn í þessa skipulögðu og mannskæðu mótmælaárás; bæði til að draga hugsanlega úr gagnárás ísraelska herliðsins og þá til að kenna ísraelskum hermönnum um dauða þeirra saklausu palestínsku borgara sem kynnu að falla í sjálfsvörn ísraelska hersins. Þetta er gömul og þekkt Hamas-brella sem enn virðist blekkja marga - enda njóta hryðjuverkamenn Hamas enn vafans með hjálp ýmissa fjölmiðla og félagasamtaka sem óviljandi eða vísvitandi færa falsfréttir af framgöngu mála í Mið-Austurlöndum. Af hverju er hryðjuverkastjórn Hamas ekki gagnrýnd fyrir mannréttindabrot sem felast í því að stofna lífi saklausra palestínskra kvenna og barna í hættu? Þetta hlýtur hugsandi fólki að þykja heldur grunsamlegt.Spillt mannréttindaráð Athyglisvert er að fólk þreytist seint á að vitna í Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindaráð þeirra til að undirstrika hvað mannréttindi snúist um - en innan Sameinuðu þjóðanna eru þjóðir eins eru eins og Sádí-Arabía, Pakistan, Íran og Kúba miklir áhrifavaldar. Það er vitað að þessar þjóðir fylgja á engan hátt eigin reglum og opinberum kröfum um mannréttindi: Í Sádí-Arabíu hafa konur mun minni réttindi en karlmenn; mega t.d. ekki keyra án fylgdar karlmanns og þekkist meira að segja að þær séu afhöfðaðar, Íranir grýta konur og aflífa sömuleiðis samkynhneigða opinberlega á torgum sínum, Pakistanar myrða kristna fyrir trú sína og Kúba er nú ekki beint þekkt fyrir mannréttindi eins og við njótum í hinum vestræna heimi. Sádí-Arabía er höfuð mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Í þessari “fyrirmyndarþjóð” eru engir kristnir ríkisborgarar enda sjá stjórnvöld landsins til þess að allir kristnir séu teknir af lífi, og sömuleiðis þeir sem yfirgefa trú Íslam.Hræsni Sameinuðu þjóðanna Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hikar þó ekki við að dæma lýðræðisríkið Ísrael fyrir mannréttindabrot; ríki þar sem konur njóta jafnra réttinda og karlmenn og samkynhneigðir geta borið höfuðið hátt eins og hér heima. Hvílík hræsni! Þessar upplýsingar ættu ekki að dyljast neinum þar sem upplýsingar um persónufrelsi og mannréttindi í þessum löndum eru öllum aðgengilegar. En engu að síður virðist fólk og ýmsir fjölmiðlar vilja reyna að fullvissa okkur um að í Ísrael ríki aðskilnaðarstefna. Ekkert er þó fjarri sannleikanum. Það vita allir sem hafa dvalið í Ísrael.Vafasamir varðhundar mannréttinda Þjóðir sem eru hliðhollar Sharia-lögum múslima hafa því miður verið kosnar varðhundar mannréttinda hjá Sameinuðu þjóðunum. Í raun ættu vestrænar þjóðir eins og Bandaríkin, Ástralía og Bretland að hætta fjárstuðningi sínum við þessi samtök sem eru greinilega tvöföld í roðinu, döpur ímynd manngæsku og baneitraðir boðberar sannra mannréttinda. Þessar þjóðir sem eru opinberlega andvígar vestrænum gildum misnota aðstöðu sína innan Sameinuðu þjóðanna til að koma með undirförlum hætti, sínum and-vestrænu og and-ísraelsku gildum á framfæri.Vekja andúð á Ísrael Fólk virðist hafa smitast af forkastanlegum fordómum hins spillta mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem virðist hafa eitt markmið umfram önnur: Að vekja andúð á lýðræðisríkinu Ísrael. Ef við berðumst í raun fyrir mannréttindum myndum við ekki gefa hryðjuverkasamtökum Hamas eins konar uppreist æru í kjölfar allra þeirra skelfilegu mannréttindabrota sem þeir hafa iðkað áður og nú í heitri trú sinni; brotum sem þeir einir eru ábyrgir fyrir. En ekki verður maður var við að hérlendis sé vakin athygli á stórfelldum mannréttindabrotum hryðjuverkastjórnar Hamas.Blint eða illa upplýst Ég veit ekki með aðra en mér finnst baráttan fyrir mannréttindum hafa misst mikinn trúverðugleika þegar fólk fordæmir eina þjóð fyrir mannréttindabrot um leið og það hylmir yfir gróf mannréttindabrot og hryðjuverk annarrar. Það er eitthvað bogið við það þegar sannleikurinn er afskræmdur til að ala á hatri gagnvart eina lýðræðisríki Mið-Austurlanda; ríki sem stendur vörð um mannréttindi íbúa sinna og upphefur vestræn gildi eins og við hér á Íslandi. Maður tekur ósjálfrátt meira mark á þeim sem loka ekki alltaf augunum þegar Palestínumenn gerast sekir um stórfelld mannréttindabrot og stofna saklausum borgurum sínum og annarra í hættu. Annað hvort er fólk sem berst fyrir jöfnum mannréttindum orðið blint á undirförlar aðgerðir Hamas sem svo augljóslega ekki virða mannréttindi, eða þá að það er einfaldlega illa upplýst.RÚV sniðgangi Eurovision Að draga okkar indæla Eurovision-fara inn í þessi mál og krefjast þess að RÚV sniðgangi Ísrael er að mínu mati of langt gengið. Ef það á að sniðganga eitthvað þá ætti að sniðganga allar þær opinberu raddir sem leggja eina þjóð í einelti á meðan öðrum eru veittar endalausar undanþágur. Ganga slíkar raddir hættulega nálægt því að ala á hatri gegn gyðingum. Nú er ísraelska #Metoo-laginu “Toy” spáð sigri í Eurovision og ef sú spá gengur eftir munu einhverjir líklega krefjast þess að RÚV tilkynni fyrir okkar hönd að við munum ekki taka þátt í söngvakeppninni á næsta ári í þágu mannréttinda. Athyglisvert væri að vita hvort fólki finndist þá í lagi að senda Eurovision-fulltrúa okkar til Gaza í Palestínu ef svo bæri undir.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun