Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 13. apríl 2018 10:57 Stóru málin Eitt af stærstu áherslumálum Garðabæjarlistans eru velferðarmál. Velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg grunnstoð í hverju samfélagi. Það skiptir máli að okkar innsti kjarni sé styrkur, að við séum hvert og eitt okkar við góða líðan og heilsu líkamlega sem og andlega.Bjóðum upp á faglega þjónustu Þess vegna skiptir það okkur sem komum að Garðabæjarlistanum mjög miklu máli að í Garðabæ sé sérstaklega vandað til verka þegar kemur að viðkæmum málaflokki eins og velferðarmálum. Þegar einstaklingur þarf á aðstoð að halda frá samfélaginu þá skiptir máli að slík aðstoð fáist sem faglegustu og um leið að hún sé miðuð að þörfum hvers og eins. Líðan og velferð okkar alla skiptir máli og felur í sér gríðarleg lífsgæði. Þegar einstaklingur þarf á einhvers konar aðstoð eða stuðningi að halda þá þarf bæjarfélagið að vanda til verka og hafa ígrundað vel þá þjónustu sem í aðstoðinni felst.Stefnumótun með skýrri og metnaðarfullri framtíðarsýn Við í Garðabæjarlistanum viljum vandaða og metnaðarfulla stefnumótun í velferðarmálum. Við tökum einfaldlega ekki annað í mál en að bæjarfélag eins og Garðabær, sem stendur vel fjárhagslega, standi undir þeim kröfum sem við gerum sem samfélag. Við viljum að allir einstaklingar fái notið sín í samfélaginu sem þeir tilheyra og geri það með reisn. Til þess að svo megi vera þarf að hafa skýra sýn og fyrir fram mótaða stefnu um hvernig þjónustu er boðið upp á og hvernig hún er veitt til einstaklinga.Þjónustumiðuð stjórnsýsla er lykill Stjórnsýslan verður að þjóna tilgangi sínum sem er að vera fyrst og fremst í hlutverki þjónustu við íbúa. Við þurfum að byggja upp faglega þjónustu sem leiðir það af sér að hver einasti Garðbæingur upplifi sig heima. Félagsleg úrræði eru einn liður í heildstæðri velferðarþjónustu. Það skiptir máli að Garðabær geri ráð fyrir því að meðal Garðbæinga eru, eins og alls staðar annar staðar, einstaklingar sem munu þurfa á slíkum úrræðum að halda eða þurfa það nú þegar. Við þessari þörf verður að bregðast með faglegum hætti og af ábyrgð.Á tímamótum Við stöndum á ákveðnum tímamótum í kjölfar löggildingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann felur m.a. í sér ákveðnar breytingar á viðmóti í velferðarþjónustu almennt sem gengur einfaldlega út á það að gera betur og bera virðingu fyrir rétti einstaklingsins til sjálfstæðs lífs óháð aðstöðu eða atgervi. Við erum einfaldlega komin á þann stað að við viðurkennum réttindi allra til sjálfstæðs lífs. Í því felst m.a. sjálfstæð búseta, aðgengi að samfélaginu í sinni fjölbreyttustu mynd og stuðningur til athafna. Stuðningur bæjarfélagsins verður að taka tillit til misjafnra þarfa einstaklinga, því velferðarþjónusta snýst nefnilega um einstaklinga en ekki kerfi.Gerum betur Garðabær á að okkar mati að vera í fararbroddi í velferðarmálum. Við Garðbæingar eigum að geta verið stolt af því að standa vel að málum þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu okkar. Garðabæjarlistinn vill hafa mennsku og samkennd í fyrirrúmi. Við munum beita okkur af öllum krafti í þágu velferðar og vellíðanar allra íbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Stóru málin Eitt af stærstu áherslumálum Garðabæjarlistans eru velferðarmál. Velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg grunnstoð í hverju samfélagi. Það skiptir máli að okkar innsti kjarni sé styrkur, að við séum hvert og eitt okkar við góða líðan og heilsu líkamlega sem og andlega.Bjóðum upp á faglega þjónustu Þess vegna skiptir það okkur sem komum að Garðabæjarlistanum mjög miklu máli að í Garðabæ sé sérstaklega vandað til verka þegar kemur að viðkæmum málaflokki eins og velferðarmálum. Þegar einstaklingur þarf á aðstoð að halda frá samfélaginu þá skiptir máli að slík aðstoð fáist sem faglegustu og um leið að hún sé miðuð að þörfum hvers og eins. Líðan og velferð okkar alla skiptir máli og felur í sér gríðarleg lífsgæði. Þegar einstaklingur þarf á einhvers konar aðstoð eða stuðningi að halda þá þarf bæjarfélagið að vanda til verka og hafa ígrundað vel þá þjónustu sem í aðstoðinni felst.Stefnumótun með skýrri og metnaðarfullri framtíðarsýn Við í Garðabæjarlistanum viljum vandaða og metnaðarfulla stefnumótun í velferðarmálum. Við tökum einfaldlega ekki annað í mál en að bæjarfélag eins og Garðabær, sem stendur vel fjárhagslega, standi undir þeim kröfum sem við gerum sem samfélag. Við viljum að allir einstaklingar fái notið sín í samfélaginu sem þeir tilheyra og geri það með reisn. Til þess að svo megi vera þarf að hafa skýra sýn og fyrir fram mótaða stefnu um hvernig þjónustu er boðið upp á og hvernig hún er veitt til einstaklinga.Þjónustumiðuð stjórnsýsla er lykill Stjórnsýslan verður að þjóna tilgangi sínum sem er að vera fyrst og fremst í hlutverki þjónustu við íbúa. Við þurfum að byggja upp faglega þjónustu sem leiðir það af sér að hver einasti Garðbæingur upplifi sig heima. Félagsleg úrræði eru einn liður í heildstæðri velferðarþjónustu. Það skiptir máli að Garðabær geri ráð fyrir því að meðal Garðbæinga eru, eins og alls staðar annar staðar, einstaklingar sem munu þurfa á slíkum úrræðum að halda eða þurfa það nú þegar. Við þessari þörf verður að bregðast með faglegum hætti og af ábyrgð.Á tímamótum Við stöndum á ákveðnum tímamótum í kjölfar löggildingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann felur m.a. í sér ákveðnar breytingar á viðmóti í velferðarþjónustu almennt sem gengur einfaldlega út á það að gera betur og bera virðingu fyrir rétti einstaklingsins til sjálfstæðs lífs óháð aðstöðu eða atgervi. Við erum einfaldlega komin á þann stað að við viðurkennum réttindi allra til sjálfstæðs lífs. Í því felst m.a. sjálfstæð búseta, aðgengi að samfélaginu í sinni fjölbreyttustu mynd og stuðningur til athafna. Stuðningur bæjarfélagsins verður að taka tillit til misjafnra þarfa einstaklinga, því velferðarþjónusta snýst nefnilega um einstaklinga en ekki kerfi.Gerum betur Garðabær á að okkar mati að vera í fararbroddi í velferðarmálum. Við Garðbæingar eigum að geta verið stolt af því að standa vel að málum þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu okkar. Garðabæjarlistinn vill hafa mennsku og samkennd í fyrirrúmi. Við munum beita okkur af öllum krafti í þágu velferðar og vellíðanar allra íbúa.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun