Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er eini þingmaðurinn sem hefur nokkru sinni spurt út í starfskostnað þingmanna. Fyrirspurnir hans hafa vakið verulega athygli, meðal annars í því sem snýr að aksturskostnaði.
Björn Leví segir frá því á Facebooksíðu sinni að hann spyrji ekki einungis ráðherra fyrirspurna. Upplýsingaskrifstofa Alþingis „er líka æðisleg. Nýlega spurði ég hana um hverjir hafa spurt um starfskostnað þingmanna og hvenær,“ segir Björn Leví.
Þingmaðurinn birtir svör þeirrar skrifstofu en þar kemur einnig fram að árlega spyrji fjölmiðlar útí þetta atriði en fá alltaf sama svarið: Að ekki séu gefnar upp upplýsingar um starfskostnaðinn.
Björn Leví virðist þannig hafa brotið þögult samkomulag; einhvers konar omerta, samtryggingarkerfi pólitíkusa; hvernig er andinn á kaffistofunni?
„Hann er ágætur,“ segir Björn Leví.
Björn Leví eini þingmaðurinn sem hefur spurt út í starfskostnað

Tengdar fréttir

Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram
Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði.

„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“
Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum.