ESB bannar algengasta skordýraeitur í heimi Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2018 12:15 Býflugur er sérlega mikilvægar vistkerfinu. Þeim er talin stafa ógn af neónikótínoíðefnum. Vísir/AFP Bannað verður að nota algengasta skordýraeitur í heimi utandyra innan ríkja Evrópusambandsins frá árslokum. Ástæðan er alvarlegur skaði sem eitrið veldur býflugum sem eru nauðsynlegar til að fræva plöntur. Eitrið hefur aðeins verið flutt inn í litlu magni á Íslandi. Neónikótínoíð, sem er taugaeitur, hefur verið tengt við ýmis konar kvilla í býflugum, þar á meðal minnistap og fækkun drottninga. Á sumum svæðum hefur býflugnastofninn hrunið og hafa sérfræðingar varað við vistfræðilegum hamförum af þeim sökum. Aðildarríki ESB samþykktu í dag að banna þrjár tegundir neónikótínoíða utandyra. Aðeins verður leyfilegt að nota efnin í gróðurhúsum þegar bannið tekur gildi við árslok, að sögn The Guardian. Áður hafði notkun efnanna verið bönnuð innan ESB á plöntur sem laða að sér býflugur eins og repju árið 2013. Samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar hefur skordýraeyðir sem inniheldur virka efnið imídaklópríð verið fluttur inn og notaður hér á landi en þó ekki í miklu magni. Árið 2016 hafi þannig 1,7 kíló virka efninu verið sett á markað hér á landi. Sá skordýraeyðir sé bundinn þeim skilyrðum að varan sé eingöngu til notkunar í gróðurhúsum.Hefur fundist í hunangi Bann ESB nú byggir meðal annars á vísindaskýrslu sambandsins frá því í febrúar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að eitrið mengaði jarðveg og vatn þegar það er notað utandyra. Þannig berist það í villt blóm og nytjaplöntur. Neónikótínoíð hafa meðal annars fundist í hunangi. Býflugur fræva þrjár af hverjum fjórum nytjaplöntum og leika þannig lykilhlutverk í matvælaframleiðslu heimsins. Hrun í býflugnastofninum hefur verið skýrt með sjúkdómum, taps búsvæða og víðtækrar notkunar á skordýraeitri sem inniheldur neónikótínoíðefni.Uppfært 14:24 Upplýsingum Umhverfisstofnunar um notkun neónikótínoíðs á Ísland var bætt við fréttina. Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir ESB ætlar að banna eitt algengasta skordýraeitur heims til að vernda býflugur Niðurstaða vísindaskýrslu ESB er að notkun eitursins hafi alltaf einhver mjög hættuleg áhrif á býflugurnar. 2. mars 2018 10:52 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Bannað verður að nota algengasta skordýraeitur í heimi utandyra innan ríkja Evrópusambandsins frá árslokum. Ástæðan er alvarlegur skaði sem eitrið veldur býflugum sem eru nauðsynlegar til að fræva plöntur. Eitrið hefur aðeins verið flutt inn í litlu magni á Íslandi. Neónikótínoíð, sem er taugaeitur, hefur verið tengt við ýmis konar kvilla í býflugum, þar á meðal minnistap og fækkun drottninga. Á sumum svæðum hefur býflugnastofninn hrunið og hafa sérfræðingar varað við vistfræðilegum hamförum af þeim sökum. Aðildarríki ESB samþykktu í dag að banna þrjár tegundir neónikótínoíða utandyra. Aðeins verður leyfilegt að nota efnin í gróðurhúsum þegar bannið tekur gildi við árslok, að sögn The Guardian. Áður hafði notkun efnanna verið bönnuð innan ESB á plöntur sem laða að sér býflugur eins og repju árið 2013. Samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar hefur skordýraeyðir sem inniheldur virka efnið imídaklópríð verið fluttur inn og notaður hér á landi en þó ekki í miklu magni. Árið 2016 hafi þannig 1,7 kíló virka efninu verið sett á markað hér á landi. Sá skordýraeyðir sé bundinn þeim skilyrðum að varan sé eingöngu til notkunar í gróðurhúsum.Hefur fundist í hunangi Bann ESB nú byggir meðal annars á vísindaskýrslu sambandsins frá því í febrúar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að eitrið mengaði jarðveg og vatn þegar það er notað utandyra. Þannig berist það í villt blóm og nytjaplöntur. Neónikótínoíð hafa meðal annars fundist í hunangi. Býflugur fræva þrjár af hverjum fjórum nytjaplöntum og leika þannig lykilhlutverk í matvælaframleiðslu heimsins. Hrun í býflugnastofninum hefur verið skýrt með sjúkdómum, taps búsvæða og víðtækrar notkunar á skordýraeitri sem inniheldur neónikótínoíðefni.Uppfært 14:24 Upplýsingum Umhverfisstofnunar um notkun neónikótínoíðs á Ísland var bætt við fréttina.
Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir ESB ætlar að banna eitt algengasta skordýraeitur heims til að vernda býflugur Niðurstaða vísindaskýrslu ESB er að notkun eitursins hafi alltaf einhver mjög hættuleg áhrif á býflugurnar. 2. mars 2018 10:52 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
ESB ætlar að banna eitt algengasta skordýraeitur heims til að vernda býflugur Niðurstaða vísindaskýrslu ESB er að notkun eitursins hafi alltaf einhver mjög hættuleg áhrif á býflugurnar. 2. mars 2018 10:52