Ísland fellur um þrjú sæti á lista um fjölmiðlafrelsi Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 12:52 Samskipti íslenskra fjölmiðla og stjórnmálamanna eru sögð hafa súrnað. Vísir/Getty Versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla er ástæða þess að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað frá árinu 2012 að mati samtakanna Blaðamanna án landamæra. Ísland vermir þrettánda sæti lista samtakanna um fjölmiðlafrelsi í heiminum og fellur um þrjú sæti á milli ára. Þrátt fyrir að Ísland sé neðst Norðurlandanna á listanum er landið engu að síður í hópi þeirra ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi er mest í heiminum. Í umfjöllun um Ísland er vísað til þingsályktunar frá árinu 2010 þar sem þingheimur stefndi að því að hlúa að vernd heimildarmanna og uppljóstrara, gegnsæi, fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði og verjast svonefndu „meiðyrðamálaflakki“. Í stjórnarskrá Íslands sé kveðið á um „algert“ tjáningarfrelsi en engu að síður telja Blaðamenn án landamæra að aðstæður blaðamanna hafi versnað hér á landi frá 2012. Ástæðan sé „súrnandi“ samskipti þeirra við stjórnmálamenn. Skammt er síðan greint var frá því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu kvartað undan hlutdrægni íslenskra fjölmiðla við eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fyrir þingkosningarnar í fyrra. Á toppi lista Blaðamanna án landamæra tróna Norðmenn en fast á hæla þeirra fylgja Svíar. Finnar eru í fjórða sætinu og Danir í því níunda. Alls eru 179 lönd á listanum.Blaðamenn myrtir án refsingar í Rússlandi Athygli vekur að Bandaríkin eru aðeins í 45. sæti listans og falla um tvö sæti á milli ára. Samtökin vísa meðal annars til sífelldra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. Hann hefur meðal annars lýst fjölmiðlum sem „óvini bandarísku þjóðarinnar“. Rússland er rúmum hundrað sætum neðar í 148. sæti listans. Þar segja samtökin andrúmsloftið þrúgandi fyrir sjálfstæða blaðamenn. Lög séu hörð og lokað sé á vefsíður í landinu. Þá séu sjálfstæðir fjölmiðlar undir æ meiri þrýstingi eftir að Vladímír Pútín settist aftur á forsetastól árið 2012. Þeim hafi annað hvort verið bolað í burtu eða felldir undir stjórn yfirvalda. Rússneskar sjónvarpsstöðvar eru sagðar demba ríkisáróðri yfir áhorfendur sína. Að minnsta kosti fimm blaðamenn séu í haldi yfirvalda vegna umfjöllunar og sífellt fleiri bloggarar séu handteknir í landinu. Þá séu fjölmiðlamenn myrtir og beittir líkamlegu ofbeldi án refsingar. Téténía og Krímskagi eru sögð orðin að „svartholum“ þaðan sem engar fréttir eða upplýsingar berast. Fjölmiðlar Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Sjá meira
Versnandi samband stjórnmálamanna og fjölmiðla er ástæða þess að aðstaða blaðamanna á Íslandi er talin hafa versnað frá árinu 2012 að mati samtakanna Blaðamanna án landamæra. Ísland vermir þrettánda sæti lista samtakanna um fjölmiðlafrelsi í heiminum og fellur um þrjú sæti á milli ára. Þrátt fyrir að Ísland sé neðst Norðurlandanna á listanum er landið engu að síður í hópi þeirra ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi er mest í heiminum. Í umfjöllun um Ísland er vísað til þingsályktunar frá árinu 2010 þar sem þingheimur stefndi að því að hlúa að vernd heimildarmanna og uppljóstrara, gegnsæi, fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði og verjast svonefndu „meiðyrðamálaflakki“. Í stjórnarskrá Íslands sé kveðið á um „algert“ tjáningarfrelsi en engu að síður telja Blaðamenn án landamæra að aðstæður blaðamanna hafi versnað hér á landi frá 2012. Ástæðan sé „súrnandi“ samskipti þeirra við stjórnmálamenn. Skammt er síðan greint var frá því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu kvartað undan hlutdrægni íslenskra fjölmiðla við eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fyrir þingkosningarnar í fyrra. Á toppi lista Blaðamanna án landamæra tróna Norðmenn en fast á hæla þeirra fylgja Svíar. Finnar eru í fjórða sætinu og Danir í því níunda. Alls eru 179 lönd á listanum.Blaðamenn myrtir án refsingar í Rússlandi Athygli vekur að Bandaríkin eru aðeins í 45. sæti listans og falla um tvö sæti á milli ára. Samtökin vísa meðal annars til sífelldra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. Hann hefur meðal annars lýst fjölmiðlum sem „óvini bandarísku þjóðarinnar“. Rússland er rúmum hundrað sætum neðar í 148. sæti listans. Þar segja samtökin andrúmsloftið þrúgandi fyrir sjálfstæða blaðamenn. Lög séu hörð og lokað sé á vefsíður í landinu. Þá séu sjálfstæðir fjölmiðlar undir æ meiri þrýstingi eftir að Vladímír Pútín settist aftur á forsetastól árið 2012. Þeim hafi annað hvort verið bolað í burtu eða felldir undir stjórn yfirvalda. Rússneskar sjónvarpsstöðvar eru sagðar demba ríkisáróðri yfir áhorfendur sína. Að minnsta kosti fimm blaðamenn séu í haldi yfirvalda vegna umfjöllunar og sífellt fleiri bloggarar séu handteknir í landinu. Þá séu fjölmiðlamenn myrtir og beittir líkamlegu ofbeldi án refsingar. Téténía og Krímskagi eru sögð orðin að „svartholum“ þaðan sem engar fréttir eða upplýsingar berast.
Fjölmiðlar Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Sjá meira