Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2018 12:55 Bashar Al-Assad, forseti Sýrlands. Vísir/AFP Yuval Steinitz, orkumálaráðherra Ísrael, segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, komi hann ekki í veg fyrir að Íranar noti Sýrland til að gera árásir á Ísrael. Fregnir hafa borist af því að Íranar íhugi nú að gera árásir á Ísrael vegna árása sem Ísraelsmenn hafa gert gegn sveitum Íran og Hezbollah í Sýrlandi.Samkvæmt Times of Israel féllu minnst sjö íranskir hermenn í árásum í Sýrlandi sem talið er að Ísraelsmenn hafi gert.„Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm. Við munum fella ríkisstjórn hans,“ sagði Steinitz. „Assad getur ekki setið rólegur í höll sinni, endurbyggt stjórnvöld sín og á sama tíma leyft árásir gegn Ísrael frá Sýrlandi. Það er svo einfalt.“Yuval Steinitz, orkumálaráðherra Ísrael.Vísir/AFPEiga von á árásum Embættismenn í Ísrael segjast hafa heimildir fyrir því að Íran ætli að láta sveitir sínar í Sýrlandi skjóta eldflaugum að Ísrael. Að uppreisnarvörðurinn, Hezbollah og málaliðar Íran í Sýrlandi ætli sér að skjóta eldflaugum að hernaðarlegum skotmörkum í norðurhluta Ísrael. Íbúum svæðisins hefur þó ekki verið gert að grípa til nokkurra aðgerða og er þeim sagt að haga sér eðlilega. Steinitz var spurður hvort það væri réttmætt að ógna lífi Assad í aðdraganda fundar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Vladimir Putin, forseta Rússlands, sem er dyggur stuðningsmaður Assad. „Fólk verður að skilja að við erum með rauðar línur. Ef einhver sér hag í því að verja Assad ætti sá að segja honum að koma í veg fyrir eldflauga- og drónaárásir á Ísrael. Assad getur leyft Íran að flytja eldflaugar, loftvarnarkerfi og dróna til Sýrlands, eða hann getir komið í veg fyrir það. Ef hann leyfi það ætti hann að vita að því fylgir ákveðið gjald.“ Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Yuval Steinitz, orkumálaráðherra Ísrael, segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, komi hann ekki í veg fyrir að Íranar noti Sýrland til að gera árásir á Ísrael. Fregnir hafa borist af því að Íranar íhugi nú að gera árásir á Ísrael vegna árása sem Ísraelsmenn hafa gert gegn sveitum Íran og Hezbollah í Sýrlandi.Samkvæmt Times of Israel féllu minnst sjö íranskir hermenn í árásum í Sýrlandi sem talið er að Ísraelsmenn hafi gert.„Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm. Við munum fella ríkisstjórn hans,“ sagði Steinitz. „Assad getur ekki setið rólegur í höll sinni, endurbyggt stjórnvöld sín og á sama tíma leyft árásir gegn Ísrael frá Sýrlandi. Það er svo einfalt.“Yuval Steinitz, orkumálaráðherra Ísrael.Vísir/AFPEiga von á árásum Embættismenn í Ísrael segjast hafa heimildir fyrir því að Íran ætli að láta sveitir sínar í Sýrlandi skjóta eldflaugum að Ísrael. Að uppreisnarvörðurinn, Hezbollah og málaliðar Íran í Sýrlandi ætli sér að skjóta eldflaugum að hernaðarlegum skotmörkum í norðurhluta Ísrael. Íbúum svæðisins hefur þó ekki verið gert að grípa til nokkurra aðgerða og er þeim sagt að haga sér eðlilega. Steinitz var spurður hvort það væri réttmætt að ógna lífi Assad í aðdraganda fundar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Vladimir Putin, forseta Rússlands, sem er dyggur stuðningsmaður Assad. „Fólk verður að skilja að við erum með rauðar línur. Ef einhver sér hag í því að verja Assad ætti sá að segja honum að koma í veg fyrir eldflauga- og drónaárásir á Ísrael. Assad getur leyft Íran að flytja eldflaugar, loftvarnarkerfi og dróna til Sýrlands, eða hann getir komið í veg fyrir það. Ef hann leyfi það ætti hann að vita að því fylgir ákveðið gjald.“
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira