Vilja móta risavaxna andlitsmynd af Trump í bráðnandi jökul Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2018 10:57 Um það bil svona sér hópurinn fyrir sér að verkið muni líta út. Vísir/ProjectTrumpmore Hópur Finna sem berst gegn loftslagsbreytingum hyggst safna fé til þess að móta risavaxna andlitsmynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í einn af jöklum norðurslóða sem stendur frammi fyrir bráðnum af völdum hlýnun jarðar. Ef marka má mynd á vefsíðu samtakanna er Ísland möguleg staðsetning andslitsmyndarinnar. Markmið hópsins er að safna hálfri milljón dollara, um fimmtíu milljón króna, svo að andslitsmyndin geti orðið að veruleika. Er markmiðið að safna fénu með svokallaðri hópfjármögnun. Verkefnið hefur fengið nafnið „Project Trumpmore“ í anda Mount Rushmore minnismerkisins í Bandaríkjunum þar sem finna má fjórar risavaxnar andlitsmyndir af forsetum Bandaríkjanna sem skornar voru út í Rushmore-fjallið í Suður-Dakóta á síðustu öld.Mögulegar staðsetningar fyrir minnismerkið að mati hópsins.Mynd/ProjectTrumpmoreÍ tilkynningu þar sem verkefnið var kynnt var haft eftir Nicolas Prieto, formanni finnska hópsins sem stendur fyrir verkefninu, að loftslagsbreytingar séu eitt af alvarlegustu málum dagsins í dag. Með því að skera andslitsmynd af Trump í bráðnandi ísjaka eða jökul verði hægt að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga. „Við viljum reisa minnismerkið fyrir okkur öll, svo að við getum séð hversu lengi andlitsmyndin endist áður en hún bráðnar. Fólk trúir oft ekki hlutum fyrr en það sér þá með eigin augum,“ segir Prieto en Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum sínum um alvarleika áhrifa hlýnun jarðar. Takist söfnunin mun hópurinn streyma gerð andlitsmyndarinnar beint á netinu en ráðgert er að andlitsmyndin af Trump verði risavaxinn, 35 metra há og tuttugu metra breið, eða áþekk andlitsmyndunum á Rushmore-fjalli að stærð. Á vefsíðu samtakanna segir að endanleg staðsetning liggi ekki fyrir utan þess að andlitsmyndin verður mótuð á einn af jöklum norðurslóða. Á mynd á vefsíðu má samtakanna er búið að merkja inn mögulegar staðsetningar í Kanada, Grænlandi og á Íslandi. Donald Trump Loftslagsmál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hópur Finna sem berst gegn loftslagsbreytingum hyggst safna fé til þess að móta risavaxna andlitsmynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í einn af jöklum norðurslóða sem stendur frammi fyrir bráðnum af völdum hlýnun jarðar. Ef marka má mynd á vefsíðu samtakanna er Ísland möguleg staðsetning andslitsmyndarinnar. Markmið hópsins er að safna hálfri milljón dollara, um fimmtíu milljón króna, svo að andslitsmyndin geti orðið að veruleika. Er markmiðið að safna fénu með svokallaðri hópfjármögnun. Verkefnið hefur fengið nafnið „Project Trumpmore“ í anda Mount Rushmore minnismerkisins í Bandaríkjunum þar sem finna má fjórar risavaxnar andlitsmyndir af forsetum Bandaríkjanna sem skornar voru út í Rushmore-fjallið í Suður-Dakóta á síðustu öld.Mögulegar staðsetningar fyrir minnismerkið að mati hópsins.Mynd/ProjectTrumpmoreÍ tilkynningu þar sem verkefnið var kynnt var haft eftir Nicolas Prieto, formanni finnska hópsins sem stendur fyrir verkefninu, að loftslagsbreytingar séu eitt af alvarlegustu málum dagsins í dag. Með því að skera andslitsmynd af Trump í bráðnandi ísjaka eða jökul verði hægt að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga. „Við viljum reisa minnismerkið fyrir okkur öll, svo að við getum séð hversu lengi andlitsmyndin endist áður en hún bráðnar. Fólk trúir oft ekki hlutum fyrr en það sér þá með eigin augum,“ segir Prieto en Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum sínum um alvarleika áhrifa hlýnun jarðar. Takist söfnunin mun hópurinn streyma gerð andlitsmyndarinnar beint á netinu en ráðgert er að andlitsmyndin af Trump verði risavaxinn, 35 metra há og tuttugu metra breið, eða áþekk andlitsmyndunum á Rushmore-fjalli að stærð. Á vefsíðu samtakanna segir að endanleg staðsetning liggi ekki fyrir utan þess að andlitsmyndin verður mótuð á einn af jöklum norðurslóða. Á mynd á vefsíðu má samtakanna er búið að merkja inn mögulegar staðsetningar í Kanada, Grænlandi og á Íslandi.
Donald Trump Loftslagsmál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira