Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2018 20:00 Rúmlega þrjú þúsund manns hafa nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, töluvert fleiri en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag.Bergþóra Sigmundsdóttir.Mynd/Stöð 2Fjölmargir nýta sér að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi. Víða munar kannski örfáum atkvæðum á því hvaða framboð nær inn manni eða ekki. Utankjörfundaratkvæðin eru yfirleitt talin síðast og geta skipt miklu máli. Bergþóra Sigmundsdóttir sviðsstjóri þinglýsinga og leyfasviðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir töluvert fleiri hafa greitt atkvæði utankjörfundar hjá embættinu nú en í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014. „Það er svona rúmlega þrjú þúsund manns sem hafa komið núna. Ef við miðum við 2014 þá er þetta einum þriðja meira,“ segir Bergþóra. Það þurfi ekki að þýða meiri áhuga á kosningunum nú þar sem kjósendum hafi líka fjölgað síðast liðin fjögur ár. Eldra fólk kýs frekar utankjörfundar en yngra fólkið. En fólk með kosningarétt víðs vegar á landinu kýs í Smáralind. „Á þriðjudagsmorguninn förum við með það sem komið hefur nú um helgina og sendum það í sérstökum pósti til viðkomandi sveitarfélags eða yfirkjörstjórna. Ég held að það sé dálítið erfitt eftir það að taka einhverja ábyrgð á að senda atkvæði eftir þann tíma,“ segir Bergþóra. Þannig að eftir mánudaginn og fram á kjördag þurfa kjósendur sjálfir að bera ábyrgð á að koma atkvæði sínu á réttan stað. „Það eru líka margir sem hafa aðstöðu til þess því fólk þarf ekki að koma sjálft með atkvæðið. Það getur einhver tekið það fyrir það. þannig að það er alveg möguleiki. Við erum með opið fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins til klukkan fimm á kjördag,“ segir Bergþóra.Hallgrímur Helgason, rithöfundur.Mynd/Stöð 2Hallgrímur Helgason rithöfundur var einn af þeim sem kaus utankjörfundar í dag.Verður þú ekki heima á kjördag?„Nei ég er að fara til útlanda á morgun. Til Ameríku.“Þægilegt að geta gert þetta?„Já en það er bara verst að ég treysti ekki þessum sýslumanni sem sér um þessa kosningu. Ég hef aldrei upplifað áður svona vantraust á kosningakerfinu á Íslandi og mér finnst það hræðilegt,“ segir Hallgrímur. María Hrönn Gunnarsdóttir verður heldur ekki heima á kjördag. „Ég ætla að bregða mér af bæ á kjördag.“Ertu með atkvæðarétt í Reykjavík eða úti á landi?„Ég er í Reykjavík og ætla að vera að hjóla í Portúgal á kjördag,“ segir María Hrönn sem greinilega hlakkaði til að komast úr rigningunni á Íslandi í sólina í Portúgal. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Rúmlega þrjú þúsund manns hafa nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, töluvert fleiri en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag.Bergþóra Sigmundsdóttir.Mynd/Stöð 2Fjölmargir nýta sér að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi. Víða munar kannski örfáum atkvæðum á því hvaða framboð nær inn manni eða ekki. Utankjörfundaratkvæðin eru yfirleitt talin síðast og geta skipt miklu máli. Bergþóra Sigmundsdóttir sviðsstjóri þinglýsinga og leyfasviðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir töluvert fleiri hafa greitt atkvæði utankjörfundar hjá embættinu nú en í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014. „Það er svona rúmlega þrjú þúsund manns sem hafa komið núna. Ef við miðum við 2014 þá er þetta einum þriðja meira,“ segir Bergþóra. Það þurfi ekki að þýða meiri áhuga á kosningunum nú þar sem kjósendum hafi líka fjölgað síðast liðin fjögur ár. Eldra fólk kýs frekar utankjörfundar en yngra fólkið. En fólk með kosningarétt víðs vegar á landinu kýs í Smáralind. „Á þriðjudagsmorguninn förum við með það sem komið hefur nú um helgina og sendum það í sérstökum pósti til viðkomandi sveitarfélags eða yfirkjörstjórna. Ég held að það sé dálítið erfitt eftir það að taka einhverja ábyrgð á að senda atkvæði eftir þann tíma,“ segir Bergþóra. Þannig að eftir mánudaginn og fram á kjördag þurfa kjósendur sjálfir að bera ábyrgð á að koma atkvæði sínu á réttan stað. „Það eru líka margir sem hafa aðstöðu til þess því fólk þarf ekki að koma sjálft með atkvæðið. Það getur einhver tekið það fyrir það. þannig að það er alveg möguleiki. Við erum með opið fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins til klukkan fimm á kjördag,“ segir Bergþóra.Hallgrímur Helgason, rithöfundur.Mynd/Stöð 2Hallgrímur Helgason rithöfundur var einn af þeim sem kaus utankjörfundar í dag.Verður þú ekki heima á kjördag?„Nei ég er að fara til útlanda á morgun. Til Ameríku.“Þægilegt að geta gert þetta?„Já en það er bara verst að ég treysti ekki þessum sýslumanni sem sér um þessa kosningu. Ég hef aldrei upplifað áður svona vantraust á kosningakerfinu á Íslandi og mér finnst það hræðilegt,“ segir Hallgrímur. María Hrönn Gunnarsdóttir verður heldur ekki heima á kjördag. „Ég ætla að bregða mér af bæ á kjördag.“Ertu með atkvæðarétt í Reykjavík eða úti á landi?„Ég er í Reykjavík og ætla að vera að hjóla í Portúgal á kjördag,“ segir María Hrönn sem greinilega hlakkaði til að komast úr rigningunni á Íslandi í sólina í Portúgal.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29
Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45
Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00