Telja sýslumenn mismuna kjósendum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2018 17:55 Frá Þórshöfn. Vísir/Pjetur Sveitarstjórn Langanesbyggðar telur að ákvörðun sýslumanna að bjóða eingöngu upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum sínum feli í sér mismunum fyrir kjósendur í dreifbýli. Afar erfitt geti reynst að kjósa utan kjörfundar vegna mikilla fjarlægða. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Langanesbyggðar sem samþykkt var á fundi hennar í dag. „Sveitarstjórn Langanesbyggðar mótmælir harðlega þeirri mismunun sem kjósendur dreifðari byggða búa við vegna takmarkaðra möguleika á að greiða atkvæði utan kjörfundar,“ segir í bókuninni. Er þar gagnrýnt að ekki sé boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum sveitarfélaga, líkt og tíðkast hefur í fyrir alþingis- og forsetakosningar. Telur sveitarstjórnin að þetta geri það að verkum að mörgum íbúum stórra svæða á landsbyggðinni sé gert ókleift að kjósa utan kjörfundar. „Bakkfirðingar og aðrir íbúar Langanesbyggðar þurfa t.d. að aka um 300-400 km ef þeir vilja kjósa á skrifstofu sýslumanns á Húsavík eða á Reyðarfirði,“ segir í bókuninni. „Skrifstofur sýslumanna eru eingöngu opnar á vinnutíma almennra starfsmanna og síðan getur tekið 5-6 daga að koma bréfi á áfangastað, úti á landi a.m.k., eins og reynslan sýnir. Það er því ekki raunhæft fyrir kjósendur sem búa í dreifbýli að kjósa utan kjörfundar eins og fyrirkomulaginu er fyrir komið við þessar kosningar,“ segir í bókuninni. Þá telur sveitarstjórnin það vera „mikla þversögn“ að sveitarstjórnum sé falið skipan yfirkjörstjórnar, samningu og staðfestingu kjörskrár en svo sé heimafólki ekki treyst fyrir því að sjá um um utankjörfundaratkvæðagreiðslu. „Það er álit sveitarstjórnar að ráðuneyti sem og sýslumenn þurfi að skýra þessa þversögn og af henni leidda mismunun kjósenda. Sveitarstjórn átelur hið algjöra skilningsleysi stjórnvalda á aðstöðu og rétti kjósenda í dreifðum byggðum landsins og skorar á stjórnvöld að bregðast við hið snarasta.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00 „Það eru aðrir sem mega gráta hærra en við“ Jósef Ó. Kjartansson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa á Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. 15. maí 2018 18:24 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sveitarstjórn Langanesbyggðar telur að ákvörðun sýslumanna að bjóða eingöngu upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum sínum feli í sér mismunum fyrir kjósendur í dreifbýli. Afar erfitt geti reynst að kjósa utan kjörfundar vegna mikilla fjarlægða. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Langanesbyggðar sem samþykkt var á fundi hennar í dag. „Sveitarstjórn Langanesbyggðar mótmælir harðlega þeirri mismunun sem kjósendur dreifðari byggða búa við vegna takmarkaðra möguleika á að greiða atkvæði utan kjörfundar,“ segir í bókuninni. Er þar gagnrýnt að ekki sé boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum sveitarfélaga, líkt og tíðkast hefur í fyrir alþingis- og forsetakosningar. Telur sveitarstjórnin að þetta geri það að verkum að mörgum íbúum stórra svæða á landsbyggðinni sé gert ókleift að kjósa utan kjörfundar. „Bakkfirðingar og aðrir íbúar Langanesbyggðar þurfa t.d. að aka um 300-400 km ef þeir vilja kjósa á skrifstofu sýslumanns á Húsavík eða á Reyðarfirði,“ segir í bókuninni. „Skrifstofur sýslumanna eru eingöngu opnar á vinnutíma almennra starfsmanna og síðan getur tekið 5-6 daga að koma bréfi á áfangastað, úti á landi a.m.k., eins og reynslan sýnir. Það er því ekki raunhæft fyrir kjósendur sem búa í dreifbýli að kjósa utan kjörfundar eins og fyrirkomulaginu er fyrir komið við þessar kosningar,“ segir í bókuninni. Þá telur sveitarstjórnin það vera „mikla þversögn“ að sveitarstjórnum sé falið skipan yfirkjörstjórnar, samningu og staðfestingu kjörskrár en svo sé heimafólki ekki treyst fyrir því að sjá um um utankjörfundaratkvæðagreiðslu. „Það er álit sveitarstjórnar að ráðuneyti sem og sýslumenn þurfi að skýra þessa þversögn og af henni leidda mismunun kjósenda. Sveitarstjórn átelur hið algjöra skilningsleysi stjórnvalda á aðstöðu og rétti kjósenda í dreifðum byggðum landsins og skorar á stjórnvöld að bregðast við hið snarasta.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00 „Það eru aðrir sem mega gráta hærra en við“ Jósef Ó. Kjartansson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa á Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. 15. maí 2018 18:24 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00
„Það eru aðrir sem mega gráta hærra en við“ Jósef Ó. Kjartansson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa á Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. 15. maí 2018 18:24