Þéttari borg Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. maí 2018 07:00 Spurn eftir litlum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík hefur farið hratt vaxandi og er langtum meiri en framboðið eins og birst hefur í síhækkandi íbúðaverði á undanförnum árum. Allt bendir til þess að svo verði áfram raunin, enda vill hátt í níutíu prósent ungs fólks búa í póstnúmerum 101, 105 eða 107, ef marka má kannanir, og hægt hefur gengið að auka þar framboð íbúða. Með því að halda áfram að þenja borgina út og byggja enn eitt úthverfið austan við núverandi byggð eru reykvískir stjórnmálamenn ekki að mæta þessari miklu eftirspurn. Það vantar ekki fleiri sérbýli austast í Reykjavík, eins og stundum mætti halda af umræðunni, heldur litlar og hagkvæmar íbúðir miðsvæðis. Fasteignasalar lýsa því svo að slegist sé um góðar eignir á miðlægum svæðum, einkum í miðborginni og Vesturbænum. Með því að þétta byggðina eru stjórnmálamenn að koma til móts við óskir markaðarins. Þrátt fyrir góðvilja hefur borgaryfirvöldum ekki tekist að mæta þessum óskum og tryggja að miðsvæði borgarinnar vaxi eins og kallað er eftir. Litlum íbúðum þar hefur ekki fjölgað í takt við eftirspurn. Reykjavík fór ekki úr því að vera þröngbýlasta borg Norðurlanda í það að vera sú dreifbýlasta af sjálfu sér. Það var pólitísk ákvörðun að skipuleggja borgina með þarfir einkabílsins í huga og gera borgarbúa þannig háða bílnum. Á sama hátt þarf pólitískan kjark til þess að snúa af þeirri leið og skipuleggja þéttari borg með sjálfbærum hverfum. Gangi spár eftir mun Reykvíkingum fjölga um 25 þúsund á næstu 20 árum. Hvar á allt þetta fólk að búa? Þeirri spurningu þurfa reykvískir stjórnmálamenn að svara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Skipulag Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Spurn eftir litlum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík hefur farið hratt vaxandi og er langtum meiri en framboðið eins og birst hefur í síhækkandi íbúðaverði á undanförnum árum. Allt bendir til þess að svo verði áfram raunin, enda vill hátt í níutíu prósent ungs fólks búa í póstnúmerum 101, 105 eða 107, ef marka má kannanir, og hægt hefur gengið að auka þar framboð íbúða. Með því að halda áfram að þenja borgina út og byggja enn eitt úthverfið austan við núverandi byggð eru reykvískir stjórnmálamenn ekki að mæta þessari miklu eftirspurn. Það vantar ekki fleiri sérbýli austast í Reykjavík, eins og stundum mætti halda af umræðunni, heldur litlar og hagkvæmar íbúðir miðsvæðis. Fasteignasalar lýsa því svo að slegist sé um góðar eignir á miðlægum svæðum, einkum í miðborginni og Vesturbænum. Með því að þétta byggðina eru stjórnmálamenn að koma til móts við óskir markaðarins. Þrátt fyrir góðvilja hefur borgaryfirvöldum ekki tekist að mæta þessum óskum og tryggja að miðsvæði borgarinnar vaxi eins og kallað er eftir. Litlum íbúðum þar hefur ekki fjölgað í takt við eftirspurn. Reykjavík fór ekki úr því að vera þröngbýlasta borg Norðurlanda í það að vera sú dreifbýlasta af sjálfu sér. Það var pólitísk ákvörðun að skipuleggja borgina með þarfir einkabílsins í huga og gera borgarbúa þannig háða bílnum. Á sama hátt þarf pólitískan kjark til þess að snúa af þeirri leið og skipuleggja þéttari borg með sjálfbærum hverfum. Gangi spár eftir mun Reykvíkingum fjölga um 25 þúsund á næstu 20 árum. Hvar á allt þetta fólk að búa? Þeirri spurningu þurfa reykvískir stjórnmálamenn að svara.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun