Hvítir fílar alls staðar Björn Berg Gunnarsson skrifar 16. maí 2018 07:00 Eru innviðaframkvæmdir sem krafist er vegna stórmóta í íþróttum betri en aðrar? Það hlýtur að vekja athygli að þegar gríðarhár kostnaður við Ólympíuleika og heimsmeistaramót í fótbolta er gagnrýndur séu svörin nær alltaf þau sömu. Að stóru leyti sé um að ræða fjárfestingu í samgöngukerfi og leikvöngum og skattgreiðendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af slíku, enda borgi slíkt sig á endanum. Ef svo er hljótum við að spyrja okkur hvers vegna það þurfi stórmót til að ráðist sé í svo arðbærar framkvæmdir. Eru hagfræðingar FIFA og Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar betri en aðrir eða er flugvöllur sem byggður er vegna íþróttamóts betri en aðrir flugvellir? Hvort er líklegra, að þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að uppfylla skilyrði alþjóðlegra íþróttasambanda séu arðbærari en gengur og gerist eða að gripið sé til þessa málflutnings til að réttlæta háan kostnað og ítrekaðar framúrkeyrslur? Nýlega var þó látið reyna á nýja nálgun. Formaður skipulagsnefndar HM í Rússlandi sagði ljóst að þegar mótið verður flautað af verði engir svokallaðir hvítir fílar í landinu, en með því er átt við leikvanga sem engin þörf er á. Hann hélt áfram og sagði að ráðist hefði verið í allar þær framkvæmdir sem nauðsynlegar væru vegna mótsins, hvort sem Rússland hefði fengið að hýsa það eða ekki. Ekki er vitað hvort honum hafi verið bent á að um 13.000 áhorfendur sæki leiki í rússnesku úrvalsdeildinni að meðaltali en leikvangarnir nýju geti tekið við 44.700 áhorfendum, þrátt fyrir að þrír þeirra verði minnkaðir að loknu móti. Þá sé ekki leikið nema á helmingi þeirra í úrvalsdeild. Auðvitað verða hvítir fílar í Rússlandi að loknu móti, rétt eins og í Brasilíu, Suður-Afríku, Ástralíu, Grikklandi og fleiri löndum sem sitja í dag uppi með innviðauppbyggingu sem réttlætt var á sínum tíma með þeirri fullyrðingu að slíkt borgaði sig alltaf.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Eru innviðaframkvæmdir sem krafist er vegna stórmóta í íþróttum betri en aðrar? Það hlýtur að vekja athygli að þegar gríðarhár kostnaður við Ólympíuleika og heimsmeistaramót í fótbolta er gagnrýndur séu svörin nær alltaf þau sömu. Að stóru leyti sé um að ræða fjárfestingu í samgöngukerfi og leikvöngum og skattgreiðendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af slíku, enda borgi slíkt sig á endanum. Ef svo er hljótum við að spyrja okkur hvers vegna það þurfi stórmót til að ráðist sé í svo arðbærar framkvæmdir. Eru hagfræðingar FIFA og Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar betri en aðrir eða er flugvöllur sem byggður er vegna íþróttamóts betri en aðrir flugvellir? Hvort er líklegra, að þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að uppfylla skilyrði alþjóðlegra íþróttasambanda séu arðbærari en gengur og gerist eða að gripið sé til þessa málflutnings til að réttlæta háan kostnað og ítrekaðar framúrkeyrslur? Nýlega var þó látið reyna á nýja nálgun. Formaður skipulagsnefndar HM í Rússlandi sagði ljóst að þegar mótið verður flautað af verði engir svokallaðir hvítir fílar í landinu, en með því er átt við leikvanga sem engin þörf er á. Hann hélt áfram og sagði að ráðist hefði verið í allar þær framkvæmdir sem nauðsynlegar væru vegna mótsins, hvort sem Rússland hefði fengið að hýsa það eða ekki. Ekki er vitað hvort honum hafi verið bent á að um 13.000 áhorfendur sæki leiki í rússnesku úrvalsdeildinni að meðaltali en leikvangarnir nýju geti tekið við 44.700 áhorfendum, þrátt fyrir að þrír þeirra verði minnkaðir að loknu móti. Þá sé ekki leikið nema á helmingi þeirra í úrvalsdeild. Auðvitað verða hvítir fílar í Rússlandi að loknu móti, rétt eins og í Brasilíu, Suður-Afríku, Ástralíu, Grikklandi og fleiri löndum sem sitja í dag uppi með innviðauppbyggingu sem réttlætt var á sínum tíma með þeirri fullyrðingu að slíkt borgaði sig alltaf.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun