„Hér Dalvíkurbyggð eru það atvinnumálin sem eru kjósendum ofarlega í huga fyrir komandi kosningar og þá helst hvernig megi skapa fjölbreyttari störf.“
„Við vildum sjá störf fyrir menntað fólki til þess að unga fólkið okkar gæti flutt aftur í bæinn. Það er það sem við erum helst að leita eftir til að auka fjölbreytnina.“
Bjarni Th Bjarnason sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar segir að þróunin hafi verið mjög jákvæð.
„Við erum að sjá aukningu á íbúafjöldi um 3,3 prósent frá 1. janúar 2017 og nú eru horfur á mikilli uppbyggingu á Dalvík. Þar sem Samherji ætlar að byggja fiskvinnslu nýja á 8 þúsund fermetra grunni.“

„Það sem hefur kannski verið vandamál hefur verið að fá húsnæði og þá helst leiguhúsnæði til þess að byggja upp atvinnulíf og fá nýtt fólk í bæinn. En við sjáum breytingu þar núna. Við höfum verið að úthluta lóðum og fólk hefur verið að byggja sem er mjög jákvætt. Næstu verkefni sveitarstjórnar verður að skipuleggja nýjar lóðir.“
Bjarni segir að sveitarfélagið hafi smám saman verið að bæta þjónustu við barnafjölskyldur.
„Við höfum reynt að miða við að börn komist inn í leikskóla við 9 mánaða aldur. Við erum nokkurn veginn að ná því en ekki alveg. Að öðru leyti hefur grunnþjónustan gengið mjög vel og við höfum verið að ná góðum tökum á fjármálum. Við höfum verið að lækka skuldir. Við höfum farið úr 90 prósent skuldahlutfalli niður undir 50 núna á síðustu fjórum árum.“