Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2018 06:22 John Bolton hefur talaði opinskátt um áhuga sinn á því að ráðast inn í Íran. Vísir/Getty Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að stunda viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. Helstu ráðgjafar Bandaríkjaforseta hafa gefið í skyn að stjórnvöld í Washington muni halda áfram að þrýsta á bandamenn sína um að fylgja sér úr samningnum. Öll fastaríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópusambandið, komu að samkomulaginu um kjarnorkuáætlun Írans sem var undirritað fyrir þremur árum. Samkvæmt því átti að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því að Íranir sýndu og sönnuðu að þeir hygðust ekki þróa kjarnavopn.Fjölmörg evrópsk stórfyrirtæki hafa gert samninga fyrir tugmilljarða bandaríkjadala í Íran frá því að viðskiptaþvingununum var aflétt árið 2015. Má þar meðal annars nefna flugvélaframleiðandann Airbus, olíurisann Total og bílaframleiðendurna Renault, Peugeot og Volkswagen. John Bolton, helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í öryggismálum, áætlaði í samtali við bandaríska fjölmiðla í gærkvöld að Evrópumenn muni „fljótlega átta sig á því að það er þeim fyrir bestu að fylgja okkur.“Sjá einnig: Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við ÍranAðspurður hvort að orð hans þýddu að ríkisstjórn Trump íhugaði að setja viðskiptaþvinganir á þessi evrópsku fyrirtæki svaraði Bolton: „Það er mögulegt. Það ræðst af framgöngu annarra stjórnvalda.“ Viðskiptaþvinganirnar sem Bandaríkin settu á Íran eftir að þau sögðu sig úr kjarnorkusamningnum í síðustu viku eru víðtækar. Til að mynda geta bandarísk fyrirtæki ekki lengur stundað viðskipti í Íran og þá hefur þarlendum fyrirtækjum verið meinaður aðgangur að gjörvöllu fjármálakerfi Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrann Mike Pompeo sagði að sama skapi í samtali við fjölmiðla í gær að kjarnorkusamningurinn hafi gert Írönum kleift að fjármagna „hættulega starfsemi“ sína á undanförnum árum. Það er sama orðalag og Steve Mnuchin fjármálaráðherra notaði þegar hann kynnti nýju viðskiptaþvinganirnar á föstudag. Pompeo, rétt eins og Bolton, neitaði að útiloka viðskiptaþvinganir gegn evrópskum fyrirtækjum. Leiðtogar í Evrópu hafa gagnrýnt útgöngu Bandaríkjanna úr samningnum harðlega á síðustu dögum og hafa jafnframt heitið því að standa við skuldbindingar sínar. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að stunda viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. Helstu ráðgjafar Bandaríkjaforseta hafa gefið í skyn að stjórnvöld í Washington muni halda áfram að þrýsta á bandamenn sína um að fylgja sér úr samningnum. Öll fastaríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópusambandið, komu að samkomulaginu um kjarnorkuáætlun Írans sem var undirritað fyrir þremur árum. Samkvæmt því átti að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því að Íranir sýndu og sönnuðu að þeir hygðust ekki þróa kjarnavopn.Fjölmörg evrópsk stórfyrirtæki hafa gert samninga fyrir tugmilljarða bandaríkjadala í Íran frá því að viðskiptaþvingununum var aflétt árið 2015. Má þar meðal annars nefna flugvélaframleiðandann Airbus, olíurisann Total og bílaframleiðendurna Renault, Peugeot og Volkswagen. John Bolton, helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í öryggismálum, áætlaði í samtali við bandaríska fjölmiðla í gærkvöld að Evrópumenn muni „fljótlega átta sig á því að það er þeim fyrir bestu að fylgja okkur.“Sjá einnig: Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við ÍranAðspurður hvort að orð hans þýddu að ríkisstjórn Trump íhugaði að setja viðskiptaþvinganir á þessi evrópsku fyrirtæki svaraði Bolton: „Það er mögulegt. Það ræðst af framgöngu annarra stjórnvalda.“ Viðskiptaþvinganirnar sem Bandaríkin settu á Íran eftir að þau sögðu sig úr kjarnorkusamningnum í síðustu viku eru víðtækar. Til að mynda geta bandarísk fyrirtæki ekki lengur stundað viðskipti í Íran og þá hefur þarlendum fyrirtækjum verið meinaður aðgangur að gjörvöllu fjármálakerfi Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrann Mike Pompeo sagði að sama skapi í samtali við fjölmiðla í gær að kjarnorkusamningurinn hafi gert Írönum kleift að fjármagna „hættulega starfsemi“ sína á undanförnum árum. Það er sama orðalag og Steve Mnuchin fjármálaráðherra notaði þegar hann kynnti nýju viðskiptaþvinganirnar á föstudag. Pompeo, rétt eins og Bolton, neitaði að útiloka viðskiptaþvinganir gegn evrópskum fyrirtækjum. Leiðtogar í Evrópu hafa gagnrýnt útgöngu Bandaríkjanna úr samningnum harðlega á síðustu dögum og hafa jafnframt heitið því að standa við skuldbindingar sínar.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29
Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06
Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54