Kúabændur segja greiðslur til Eyþórs út úr kú Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2018 11:56 Gramir bændur telja fráleitt að MS og KS styrki framboð Eyþórs Arnalds. en framboðsstyrkir MS til Eyþórs Arnalds voru ekki samþykktir á stjórnarfundi og verður málið tekið upp á næsta fundi. Á Facebooksíðunni Kúabændur og spekúlantar eru menn gramir. Þar er vitnað til fréttar Vísis um kostnað vegna framboðs Eyþórs Arnalds þar sem fram kemur meðal annars að MS eða Mjólkursamsalan hafi stutt framboð Eyþórs Arnalds um 200 þúsund krónur og KS, Kaupfélag Skagfirðinga, um aðrar 200 þúsund krónur. „MS er í eigu kúabænda og þar er ég einn eigenda, sá sem lagði þessa peninga inn á framboð Eyþórs var ekki að gera það í mínu umboði,“ segir málshefjandi í hópi kúabænda, sem er Ragnhildur Sævarsdóttir. Og hún spyr: „Hvað næst? Á að styðja fleiri framboð?“ Óhætt er að segja að þessar upplýsingar fari ekki vel í kúabændur. Ester Guðjónsdóttir tekur undir með Ragnhildi, segir að þó Eyþór sé eflaust ágætismaður þá eigi MS ekki að skipta sér af pólitík. Og fleiri segja að þetta sé ekki í sínu umboði. María Úlfarsdóttir segist sammála Ragnhildi: „Algjörlega ólíðandi!“ Og Katrín Andrésdóttir segir:Til háborinnar skammar! Þetta verður að skýra opinberlega og sjálfsögð krafa að þau sem stóðu fyrir þessu greiði þetta úr eigin vasa.“ Birna Þorsteinsdóttir leggur orð í belg og segir að fljótlega eftir að hún kom í stjórn MS þá hafi verið tekin ákvörðun um að styðja engin framboð, „það hefur þá orðið breyting á“. Kallað er eftir viðbrögðum Ara Edwald, forstjóra MS og Egils Sigurðssonar, sem er stjórnarmaður í Auðhumlu, sem á 90 prósenta hlut í MS og hann upplýsir að þessi styrkveiting hafi ekki verið samþykkt í stjórn og slíkir styrkir hafa ekki tíðkast hjá MS um langt árabil. „Hér hafa orðið einhver mistök eða misskilningur sem við förum yfir á næsta stjórnarfundi.“ Kosningar 2018 Landbúnaður Tengdar fréttir Framboð Eyþórs kostaði 4,9 milljónir Framlög til framboðsins voru rúmar 3,3 milljónir króna, þar af ein milljón sem Eyþór lagði sjálfur til. 3. maí 2018 15:21 Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Sjá meira
Á Facebooksíðunni Kúabændur og spekúlantar eru menn gramir. Þar er vitnað til fréttar Vísis um kostnað vegna framboðs Eyþórs Arnalds þar sem fram kemur meðal annars að MS eða Mjólkursamsalan hafi stutt framboð Eyþórs Arnalds um 200 þúsund krónur og KS, Kaupfélag Skagfirðinga, um aðrar 200 þúsund krónur. „MS er í eigu kúabænda og þar er ég einn eigenda, sá sem lagði þessa peninga inn á framboð Eyþórs var ekki að gera það í mínu umboði,“ segir málshefjandi í hópi kúabænda, sem er Ragnhildur Sævarsdóttir. Og hún spyr: „Hvað næst? Á að styðja fleiri framboð?“ Óhætt er að segja að þessar upplýsingar fari ekki vel í kúabændur. Ester Guðjónsdóttir tekur undir með Ragnhildi, segir að þó Eyþór sé eflaust ágætismaður þá eigi MS ekki að skipta sér af pólitík. Og fleiri segja að þetta sé ekki í sínu umboði. María Úlfarsdóttir segist sammála Ragnhildi: „Algjörlega ólíðandi!“ Og Katrín Andrésdóttir segir:Til háborinnar skammar! Þetta verður að skýra opinberlega og sjálfsögð krafa að þau sem stóðu fyrir þessu greiði þetta úr eigin vasa.“ Birna Þorsteinsdóttir leggur orð í belg og segir að fljótlega eftir að hún kom í stjórn MS þá hafi verið tekin ákvörðun um að styðja engin framboð, „það hefur þá orðið breyting á“. Kallað er eftir viðbrögðum Ara Edwald, forstjóra MS og Egils Sigurðssonar, sem er stjórnarmaður í Auðhumlu, sem á 90 prósenta hlut í MS og hann upplýsir að þessi styrkveiting hafi ekki verið samþykkt í stjórn og slíkir styrkir hafa ekki tíðkast hjá MS um langt árabil. „Hér hafa orðið einhver mistök eða misskilningur sem við förum yfir á næsta stjórnarfundi.“
Kosningar 2018 Landbúnaður Tengdar fréttir Framboð Eyþórs kostaði 4,9 milljónir Framlög til framboðsins voru rúmar 3,3 milljónir króna, þar af ein milljón sem Eyþór lagði sjálfur til. 3. maí 2018 15:21 Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Sjá meira
Framboð Eyþórs kostaði 4,9 milljónir Framlög til framboðsins voru rúmar 3,3 milljónir króna, þar af ein milljón sem Eyþór lagði sjálfur til. 3. maí 2018 15:21