Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Grétar Þór Sigurðsson skrifar 29. maí 2018 06:00 Viðreisn er með pálmann í höndunum. Vísir Oddvitar flokkanna sem sæti eiga í borgarstjórn héldu áfram að heyra hverjir í öðrum í gær og kanna möguleika á meirihlutasamstarfi. Ljóst er að fulltrúar Viðreisnar eru í ákveðinni oddastöðu og mun niðurstaðan líklegast velta á þeim. „Þessi dagur er bara búinn að fara í að heyra í fólki og hitta fólk. Bæði til hægri og vinstri,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, um atburði dagsins. „Við höfum alveg verið opin með það að báðar leiðir eru færar, það eru málefnin sem tala,“ segir hún aðspurð um hvort líklegra sé að flokkurinn lendi vinstra eða hægra megin í nýjum meirihluta.Sjá einnig: Tvær fylkingar funda „Maður hefur ekki fengið neinar upplýsingar sem gefa til kynna hvað verður. Manni virðist samt vera að mörgu leyti meiri samhljómur milli Viðreisnar og þess sem síðasti meirihluti hefur verið að setja framarlega,“ segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna og nefnir hann samgöngumál og þéttingu byggðar sem dæmi um þau mál sem flokkarnir virðast sammála um og gætu ráðið úrslitum við myndun meirihlutans. Grétar Þór telur að ráðning borgarstjóra gæti verið lausn á myndun meirihluta þrátt fyrir að lítil hefð sé fyrir því í borgarstjórn. „Ef menn ætla virkilega að koma stefnumálum sínum áfram gæti verið að það verði fundin lausn á því þannig að það verði ráðinn borgarstjóri,“ segir Grétar sem telur ólíklegt að persónur setji sig ofar málefnunum. „Ég held að bæði Dagur og Eyþór muni auðvitað á endanum verða opnir fyrir slíkum lausnum ef til kemur,“ segir Grétar Þór að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Eyþór Arnalds kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. 28. maí 2018 14:49 Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins.“ 28. maí 2018 19:23 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Oddvitar flokkanna sem sæti eiga í borgarstjórn héldu áfram að heyra hverjir í öðrum í gær og kanna möguleika á meirihlutasamstarfi. Ljóst er að fulltrúar Viðreisnar eru í ákveðinni oddastöðu og mun niðurstaðan líklegast velta á þeim. „Þessi dagur er bara búinn að fara í að heyra í fólki og hitta fólk. Bæði til hægri og vinstri,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, um atburði dagsins. „Við höfum alveg verið opin með það að báðar leiðir eru færar, það eru málefnin sem tala,“ segir hún aðspurð um hvort líklegra sé að flokkurinn lendi vinstra eða hægra megin í nýjum meirihluta.Sjá einnig: Tvær fylkingar funda „Maður hefur ekki fengið neinar upplýsingar sem gefa til kynna hvað verður. Manni virðist samt vera að mörgu leyti meiri samhljómur milli Viðreisnar og þess sem síðasti meirihluti hefur verið að setja framarlega,“ segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna og nefnir hann samgöngumál og þéttingu byggðar sem dæmi um þau mál sem flokkarnir virðast sammála um og gætu ráðið úrslitum við myndun meirihlutans. Grétar Þór telur að ráðning borgarstjóra gæti verið lausn á myndun meirihluta þrátt fyrir að lítil hefð sé fyrir því í borgarstjórn. „Ef menn ætla virkilega að koma stefnumálum sínum áfram gæti verið að það verði fundin lausn á því þannig að það verði ráðinn borgarstjóri,“ segir Grétar sem telur ólíklegt að persónur setji sig ofar málefnunum. „Ég held að bæði Dagur og Eyþór muni auðvitað á endanum verða opnir fyrir slíkum lausnum ef til kemur,“ segir Grétar Þór að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Eyþór Arnalds kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. 28. maí 2018 14:49 Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins.“ 28. maí 2018 19:23 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30
Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Eyþór Arnalds kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. 28. maí 2018 14:49
Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins.“ 28. maí 2018 19:23