Ósvífinn og óþekktur saurdólgur gengur laus Jakob Bjarnar skrifar 28. maí 2018 14:11 Hér getur að líta mynd af skitugemsanum sem leysti niður um sig og lét vaða á glugga verslunar í hjarta borgarinnar, þegar sjálf lýðræðishátíðin stóð sem hæst. Af instagramsíðu Ernu Margrétar „Já, þetta var heldur betur óskemmtilegt,“ segir Erna Margrét Oddsdóttir í veipbúðinni Gryfjunni sem stendur við Veltusund 1 – í hjarta borgarinnar. Hún birti myndir á Instagramsíðu sinni, heldur ókræsilegar, þar sem getur að líta óþekktan mann sem hefur lagt rasskinnar sínar utan í rúðu verslunarinnar og lætur smúlinn úr afturendanum vaða. Brún spýjan gusast á gluggann. Manninum virðist hafa orðið allverulega brátt í brók – og hefur látið eitthvað í sig það sem þoldi enga bið í iðrum þessa óþekkta saurdólgs.Atvikið náðist á öryggismyndavél Mynd Ernu Margrétar hefur vakið mikla athygli og hafa fjölmiðlar á borð við DV og Nútímann stokkið til og sagt af þessu miður kræsilega uppátæki mannsins. En, hann er ófundinn enn og óþekktur. Nei andskotinn... #miðbæjarlífið A post shared by ernamagga (@ernamagga) on May 27, 2018 at 7:08am PDTErna Margrét segir að það hafi orðið uppi fótur og fit þegar þetta uppgötvaðist en sæmilegar myndir náðust af atvikinu í öryggismyndavél Gryfjunnar. Starfsmaður hennar sem kom að ósköpunum var í miklu uppnámi og sendi henni Snapchat-skilaboð:Hjálp! Hvað á ég að gera? Ég segi upp! Háþrýstidælu strax! „Þetta var algjör viðbjóður,“ segir Erna Margrét og horfir meðal annars til þess að þau voru nýbúin að þrífa allt vandlega í kringum búðina með háþrýstidælu og voru nýlega búin að skila henni.Kamar skammt undan Þau hjá Gryfjunni horfðu svo sér til mikillar furðu á myndbandsupptökur af manninum þar sem hann tekur sér sæmilega góðan tíma, um mínútu, í að horfa í kringum sig, leysa niðrum sig og láta þá vaða. Atvikið gerðist snemma að morgni kosninganætur.Erna Margrét kannast ekki við kauða en segir að þau hafi sæmilega mynd af andliti mannsins. Hún ætlar ekki að kæra til lögreglu en vonar að skitugemsinn sjái þetta og skammist sín.„Engin smá buna sem stendur út úr afturendanum á manninum. Hann kíkir í kringum sig. Það er fólk á ferli, bjart … þetta hefur líkast til verið morguninn. Okkur grunar að hann hafi verið ölvaður því ekki sá hann kamar sem er þarna þremur metrum frá.“ Erna Margrét segist ekki hafa kært manninn, hún vonast bara til þess að hann sjái þetta og skammist sín. „Við erum með hliðarmynd af andlitinu á honum en ég myndi aldrei gera honum það að birta prófílmynd. Nei, ég kannast ekki við kauða. Þetta er maður milli þrítugs og fertugs.“ Systurfélag Gryfjunnar er Gyllti kötturinn, verslun sem er á svipuðum slóðum og þar hafa þau aldrei lent í neinu í líkingu við þetta. Hins vegar háttar svo til með Gryfjuna að hún er að nokkru niðurgrafin og fólk virðist líta svo á að þar sjái enginn til þeirra þegar þau eru komin niður tröppurnar. Þarna hefur fólk kastað af sér þvagi, ælt en þetta er fyrsta skipti sem þau í Gryfjunni fá yfir sig skitugemsa af þessari gráðu. Neytendur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Já, þetta var heldur betur óskemmtilegt,“ segir Erna Margrét Oddsdóttir í veipbúðinni Gryfjunni sem stendur við Veltusund 1 – í hjarta borgarinnar. Hún birti myndir á Instagramsíðu sinni, heldur ókræsilegar, þar sem getur að líta óþekktan mann sem hefur lagt rasskinnar sínar utan í rúðu verslunarinnar og lætur smúlinn úr afturendanum vaða. Brún spýjan gusast á gluggann. Manninum virðist hafa orðið allverulega brátt í brók – og hefur látið eitthvað í sig það sem þoldi enga bið í iðrum þessa óþekkta saurdólgs.Atvikið náðist á öryggismyndavél Mynd Ernu Margrétar hefur vakið mikla athygli og hafa fjölmiðlar á borð við DV og Nútímann stokkið til og sagt af þessu miður kræsilega uppátæki mannsins. En, hann er ófundinn enn og óþekktur. Nei andskotinn... #miðbæjarlífið A post shared by ernamagga (@ernamagga) on May 27, 2018 at 7:08am PDTErna Margrét segir að það hafi orðið uppi fótur og fit þegar þetta uppgötvaðist en sæmilegar myndir náðust af atvikinu í öryggismyndavél Gryfjunnar. Starfsmaður hennar sem kom að ósköpunum var í miklu uppnámi og sendi henni Snapchat-skilaboð:Hjálp! Hvað á ég að gera? Ég segi upp! Háþrýstidælu strax! „Þetta var algjör viðbjóður,“ segir Erna Margrét og horfir meðal annars til þess að þau voru nýbúin að þrífa allt vandlega í kringum búðina með háþrýstidælu og voru nýlega búin að skila henni.Kamar skammt undan Þau hjá Gryfjunni horfðu svo sér til mikillar furðu á myndbandsupptökur af manninum þar sem hann tekur sér sæmilega góðan tíma, um mínútu, í að horfa í kringum sig, leysa niðrum sig og láta þá vaða. Atvikið gerðist snemma að morgni kosninganætur.Erna Margrét kannast ekki við kauða en segir að þau hafi sæmilega mynd af andliti mannsins. Hún ætlar ekki að kæra til lögreglu en vonar að skitugemsinn sjái þetta og skammist sín.„Engin smá buna sem stendur út úr afturendanum á manninum. Hann kíkir í kringum sig. Það er fólk á ferli, bjart … þetta hefur líkast til verið morguninn. Okkur grunar að hann hafi verið ölvaður því ekki sá hann kamar sem er þarna þremur metrum frá.“ Erna Margrét segist ekki hafa kært manninn, hún vonast bara til þess að hann sjái þetta og skammist sín. „Við erum með hliðarmynd af andlitinu á honum en ég myndi aldrei gera honum það að birta prófílmynd. Nei, ég kannast ekki við kauða. Þetta er maður milli þrítugs og fertugs.“ Systurfélag Gryfjunnar er Gyllti kötturinn, verslun sem er á svipuðum slóðum og þar hafa þau aldrei lent í neinu í líkingu við þetta. Hins vegar háttar svo til með Gryfjuna að hún er að nokkru niðurgrafin og fólk virðist líta svo á að þar sjái enginn til þeirra þegar þau eru komin niður tröppurnar. Þarna hefur fólk kastað af sér þvagi, ælt en þetta er fyrsta skipti sem þau í Gryfjunni fá yfir sig skitugemsa af þessari gráðu.
Neytendur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira