Gríðarleg spenna í Eyjum að mati Elliða: Við erum að fara inn í „overtime“ núna Bjarki Ármannsson skrifar 26. maí 2018 22:37 Elliði hefur verið bæjarstjóri í Vestmannaeyjum frá árinu 2006. Vísir/Eyþór Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir það gaman að fylgjast með úrslitum kosninganna. Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokki Elliða, virðist hafa tekið mikið fylgi af Sjálfstæðismönnum miðað við fyrstu tölur. Samkvæmt þeim næði Elliði ekki kjöri, en hann skipar fimmta sæti listans. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 45,6 prósenta fylgi og fjóra bæjarfulltrúa, Fyrir Heimaey með 33,8 prósent og tvo fulltrúa og Eyjalistinn með 20,6 prósent og einn bæjarfulltrúa. „Spennan er gríðarlega mikil núna og gaman að fylgjast með,“ sagði Elliði í beinni útsendingu á RÚV fyrir stuttu og greip til líkingamáls úr heimi íþróttanna. „Við erum að fara inn í „overtime“ og kannski svona fjórar mínútur eftir á klukkunni.“ Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í Vestmannaeyjum í síðustu sveitastjórnarkosningum undir stjórn Elliða, hlaut rúmlega 73 prósent atkvæða og fimm fulltrúa í bæjarstjórn á móti tveimur fulltrúum Eyjalistans. Elliði segir það áhugavert að sjá að samanlagt fylgi Sjálfstæðismanna og H-listans sé mjög svipað og Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þá. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Aðspurður hvort bæjarstjórastóllinn hangi ekki á bláþræði, sagði hann það vissulega vera svo. „En þetta er auðvitað mikið stærra en ég,“ segir hann. „Þessi auma persóna sem gegnir þessari stóru stöðu.“ Elliði sagði flokkinn jafnframt tilbúinn að vinna í minnihluta á næsta kjörtímabili, sé það vilji kjósenda.Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans.„Við erum rosalega þakklát fyrir þessar góðu viðtökur,“ sagði Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, í sama viðtali á RÚV. „Það var klárlega meðbyr fyrir nýju framboði.“ Íris sagðist telja að málefnin hefðu að mestu ráðið góðu gengi hins nýja framboðs, frekar en sú atburðarás sem varð til þess að listinn bauð fram. Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans. Eyjalistinn missir annan af sínum tveimur bæjarfulltrúum miðað við þessar fyrstu tölur. Njáll Ragnarsson, oddviti listans, segir flokkinn halda í vonina um að ná öðrum manni inn en að fyrstu tölur séu vissulega vonbrigði. „Ég get ekki verið sáttur við það,“ segir Njáll. „Það var svo sem á brattan að sækja en þetta eru vonbrigði.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Betri kjörsókn í Vestmannaeyjum en á sama tíma fyrir átta árum Kjörsókn hefur verið misjöfn á milli sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningunum í dag en er heldur lakari en í kosningunum fyrir átta árum. 26. maí 2018 16:53 Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Rut Haraldsdóttir fjármálastjóra hjá Vestmannaeyjabæ líst ekkert á annan bæjarstjóra en Elliða. 17. maí 2018 15:34 Líkur á breytingum vegna klofnings Sjálfstæðismanna í Eyjum Titringur er í bæjarfélaginu fyrir kosningarnar. 15. maí 2018 20:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir það gaman að fylgjast með úrslitum kosninganna. Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokki Elliða, virðist hafa tekið mikið fylgi af Sjálfstæðismönnum miðað við fyrstu tölur. Samkvæmt þeim næði Elliði ekki kjöri, en hann skipar fimmta sæti listans. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 45,6 prósenta fylgi og fjóra bæjarfulltrúa, Fyrir Heimaey með 33,8 prósent og tvo fulltrúa og Eyjalistinn með 20,6 prósent og einn bæjarfulltrúa. „Spennan er gríðarlega mikil núna og gaman að fylgjast með,“ sagði Elliði í beinni útsendingu á RÚV fyrir stuttu og greip til líkingamáls úr heimi íþróttanna. „Við erum að fara inn í „overtime“ og kannski svona fjórar mínútur eftir á klukkunni.“ Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í Vestmannaeyjum í síðustu sveitastjórnarkosningum undir stjórn Elliða, hlaut rúmlega 73 prósent atkvæða og fimm fulltrúa í bæjarstjórn á móti tveimur fulltrúum Eyjalistans. Elliði segir það áhugavert að sjá að samanlagt fylgi Sjálfstæðismanna og H-listans sé mjög svipað og Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þá. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Aðspurður hvort bæjarstjórastóllinn hangi ekki á bláþræði, sagði hann það vissulega vera svo. „En þetta er auðvitað mikið stærra en ég,“ segir hann. „Þessi auma persóna sem gegnir þessari stóru stöðu.“ Elliði sagði flokkinn jafnframt tilbúinn að vinna í minnihluta á næsta kjörtímabili, sé það vilji kjósenda.Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans.„Við erum rosalega þakklát fyrir þessar góðu viðtökur,“ sagði Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, í sama viðtali á RÚV. „Það var klárlega meðbyr fyrir nýju framboði.“ Íris sagðist telja að málefnin hefðu að mestu ráðið góðu gengi hins nýja framboðs, frekar en sú atburðarás sem varð til þess að listinn bauð fram. Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans. Eyjalistinn missir annan af sínum tveimur bæjarfulltrúum miðað við þessar fyrstu tölur. Njáll Ragnarsson, oddviti listans, segir flokkinn halda í vonina um að ná öðrum manni inn en að fyrstu tölur séu vissulega vonbrigði. „Ég get ekki verið sáttur við það,“ segir Njáll. „Það var svo sem á brattan að sækja en þetta eru vonbrigði.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Betri kjörsókn í Vestmannaeyjum en á sama tíma fyrir átta árum Kjörsókn hefur verið misjöfn á milli sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningunum í dag en er heldur lakari en í kosningunum fyrir átta árum. 26. maí 2018 16:53 Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Rut Haraldsdóttir fjármálastjóra hjá Vestmannaeyjabæ líst ekkert á annan bæjarstjóra en Elliða. 17. maí 2018 15:34 Líkur á breytingum vegna klofnings Sjálfstæðismanna í Eyjum Titringur er í bæjarfélaginu fyrir kosningarnar. 15. maí 2018 20:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Betri kjörsókn í Vestmannaeyjum en á sama tíma fyrir átta árum Kjörsókn hefur verið misjöfn á milli sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningunum í dag en er heldur lakari en í kosningunum fyrir átta árum. 26. maí 2018 16:53
Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Rut Haraldsdóttir fjármálastjóra hjá Vestmannaeyjabæ líst ekkert á annan bæjarstjóra en Elliða. 17. maí 2018 15:34
Líkur á breytingum vegna klofnings Sjálfstæðismanna í Eyjum Titringur er í bæjarfélaginu fyrir kosningarnar. 15. maí 2018 20:30