Ungt fólk, fyrstu kaupendur og nýjar stúdentaíbúðir Ragna Sigurðardóttir og Sonja Björg Jóhannsdóttir skrifar 22. maí 2018 22:03 Borgin hefur í samstarfi við Félagsstofnun stúdenta farið í umfangsmikla uppbyggingu á stúdentaíbúðum. Þær íbúðir rísa nú í stórum stíl. Af þeim verkefnum sem teljast ný eru Oddagarðar við Sæmundargötu og Skjólgarðar við Brautarholt sem opnuðu árið 2016. Nú eru stærstu stúdentagarðar landsins að rísa sem telja 244 íbúðareiningar á reit Vísindagarða í Vatnsmýrinni. Það mun skipta stúdenta miklu máli að uppbygging stúdentagarða haldi áfram af enn meiri krafti. Næsta stúdentagarðaverkefni er á reitnum við Gamla garð sem kallað hefur verið eftir víðtæku samráði um og við viljum að fari af stað sem allra fyrst. HR og Byggingafélag námsmanna Fram undan eru svo fleiri reitir á háskólasvæðinu sem eru fráteknir fyrir stúdentaíbúðir og gætu farið í uppbyggingu á næstu misserum. Á næstunni munu fyrstu áfangar 400 íbúða uppbyggingu fyrir stúdenta Háskólans í Reykjavík fara af stað við rætur Öskjuhlíðar. Eins er Byggingafélag námsmanna að fara að reisa 100 íbúðir á reit Kennaraháskólans við Stakkahlíð. Byggingafélagið hefur einnig fengið vilyrði fyrir frekari uppbyggingu á Stýrimannaskólareit. Enn frekari uppbygging er til skoðunar þannig að heildarfjöldi nýrra íbúða Byggingafélags námsmanna verður 250-300 á næstu árum. Hvernig komum við ungu fólki inn á húsnæðismarkaðinn? Með því að taka frá lóðir sem eru í eigu borgarinnar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur getum við fjölgað íbúðum sérstaklega fyrir þann hóp sem markaðurinn nær ekki að sinna. Alls er á áætlun að þúsund íbúðir rísi fyrir þennan hóp ungs fólks á næstu árum. Lóðirnar sem borgin hefur þegar tekið frá í sérstakt verkefni þess efnis eru í Gufunesi, Skerjafirði, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi III, á Veðurstofuhæð og lóð Stýrimannaskólans. Með því að beita því afli sem borgin hefur til að auðvelda ungu fólki og fyrstu kaupendum að eignast sína fyrstu íbúð getum við haft mikil og góð áhrif á húsnæðismarkaðinn í borginni. Allar þessar lóðir verða afhentar með því skilyrði að byggðar verði á þeim íbúðir sem eru á færi ungs fólks og fyrstu kaupenda. Höfundar eru Ragna Sigurðardóttir 9. sæti og Sonja Björg Jóhannsdóttir 22. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Borgin hefur í samstarfi við Félagsstofnun stúdenta farið í umfangsmikla uppbyggingu á stúdentaíbúðum. Þær íbúðir rísa nú í stórum stíl. Af þeim verkefnum sem teljast ný eru Oddagarðar við Sæmundargötu og Skjólgarðar við Brautarholt sem opnuðu árið 2016. Nú eru stærstu stúdentagarðar landsins að rísa sem telja 244 íbúðareiningar á reit Vísindagarða í Vatnsmýrinni. Það mun skipta stúdenta miklu máli að uppbygging stúdentagarða haldi áfram af enn meiri krafti. Næsta stúdentagarðaverkefni er á reitnum við Gamla garð sem kallað hefur verið eftir víðtæku samráði um og við viljum að fari af stað sem allra fyrst. HR og Byggingafélag námsmanna Fram undan eru svo fleiri reitir á háskólasvæðinu sem eru fráteknir fyrir stúdentaíbúðir og gætu farið í uppbyggingu á næstu misserum. Á næstunni munu fyrstu áfangar 400 íbúða uppbyggingu fyrir stúdenta Háskólans í Reykjavík fara af stað við rætur Öskjuhlíðar. Eins er Byggingafélag námsmanna að fara að reisa 100 íbúðir á reit Kennaraháskólans við Stakkahlíð. Byggingafélagið hefur einnig fengið vilyrði fyrir frekari uppbyggingu á Stýrimannaskólareit. Enn frekari uppbygging er til skoðunar þannig að heildarfjöldi nýrra íbúða Byggingafélags námsmanna verður 250-300 á næstu árum. Hvernig komum við ungu fólki inn á húsnæðismarkaðinn? Með því að taka frá lóðir sem eru í eigu borgarinnar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur getum við fjölgað íbúðum sérstaklega fyrir þann hóp sem markaðurinn nær ekki að sinna. Alls er á áætlun að þúsund íbúðir rísi fyrir þennan hóp ungs fólks á næstu árum. Lóðirnar sem borgin hefur þegar tekið frá í sérstakt verkefni þess efnis eru í Gufunesi, Skerjafirði, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi III, á Veðurstofuhæð og lóð Stýrimannaskólans. Með því að beita því afli sem borgin hefur til að auðvelda ungu fólki og fyrstu kaupendum að eignast sína fyrstu íbúð getum við haft mikil og góð áhrif á húsnæðismarkaðinn í borginni. Allar þessar lóðir verða afhentar með því skilyrði að byggðar verði á þeim íbúðir sem eru á færi ungs fólks og fyrstu kaupenda. Höfundar eru Ragna Sigurðardóttir 9. sæti og Sonja Björg Jóhannsdóttir 22. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun