
Jafnréttisvæðum borgina!
Það er kveðið á um jafnréttismenntun á öll skólastigi í landslögum og í námskrám, þar sem einn af grunnþáttum menntunar er jafnrétti. Það má leiða að því líkum að stærsta einstaka aðgerðin í jafnréttismálum, væri að innleiða markvissa jafnréttismenntun á öll skólastig. Þannig væru allir kennarar leiðtogar í jafnréttismenntun, og myndu vinna með jafnrétti í vali á námsgögnum, í samskiptum við nemendur og í aðferðum við kennslu. Vitaskuld eru margir kennarar að gera einmitt þetta, en til að árangurinn verði sem mestur, þurfa allir kennarar að hafa forsendur til þess arna. Að bjóða starfsfólki, kennurum og stjórnedum uppá ráðgjöf og menntun í jafnréttisfræðum þannig að skólar vinni að eflingu jafnréttisvitundar í öllu sínu starfi, innan og utan kennslustofunnar.
Reykjavíkurborg ætti að vera leiðandi afl í innleiðingu jafnréttismenntunar í leik- og grunnskólum borgarinnar með Jafnréttisskóla Reykjavíkur í broddi fylkingar. Kvennahreyfingin vill ráða 10-15 sérfræðinga til Jafnréttisskólans til að vinna að innleiðingu jafnréttis í skólum borgarinnar í samvinnu við kennara og stjórnendur. Þessir sérfræðingar þurfa að vera núverandi kennurum og skólastjórnendum til halds og trausts, hanna fræðslu og námsefni fyrir öll skólastig og taka þátt í henni eftir þörfum.
Börn þurfa fræðslu um skaðleg áhrif staðalmynda og hvernig hægt er að verjast þeim. Þau þurfa að fá miklu ítarlegri fræðslu um mörk og virðingu í nánum samskiptum og þau þurfa þjálfun í að greina og gagnrýna þau skilaboð sem samfélagið sendir þeim stöðugt um tilhlýðilega hegðun. Með góðri jafnréttisfræðslu getum við stuðlað að hamingjusamari og sterkari börnum og fjölbreyttari viðhorfum í samfélaginu. Fjárfestum í framtíðinni með jafnréttisvæðingu grunn- og leikskóla – nemendum og samfélaginu öllu til heilla.
Höfundur skipar 4. sæti Kvennahreyfingar.
Skoðun

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar

Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra?
Ævar Harðarson skrifar

Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar?
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi
Jón Páll Haraldsson skrifar

Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið
Sandra B. Franks skrifar

Auðbeldi SFS
Örn Bárður Jónsson skrifar

Skjárinn og börnin
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

„Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“
Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar

Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast?
Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar

Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Opið hús fyrir útvalda
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Af hverju hræðist fólk kynjafræði?
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið
Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar

Hópnauðganir/svartheimar!
Davíð Bergmann skrifar

Valdið og samvinnuhugsjónin
Kjartan Helgi Ólafsson skrifar

NPA breytti lífinu mínu
Sveinbjörn Eggertsson skrifar

Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni?
Alfa Jóhannsdóttir skrifar

Gildi kærleika og mannúðar
Toshiki Toma skrifar

Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar?
Jón Skafti Gestsson skrifar

Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru
Árni Stefán Árnason skrifar

Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Grafarvogsgremjan
Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hugleiðingar á páskum
Ámundi Loftsson skrifar

Gremjan í Grafarvogi
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence
Skúli Ólafsson skrifar

Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar