Pompeo boðar aðgerðir gegn Íran Andri Eysteinsson skrifar 21. maí 2018 14:30 Mike Pompeo útlistaði áform Bandaríkjastórnar gegn Íran í ræðu sinni í dag Vísir/EPA Í ávarpi sínu fyrir hugveitunni Heritage foundation, þeirri sömu og utanríkisráðherra Íslands ávarpaði í Washington heimsókn sinni á dögunum, ræddi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna næstu skref ríkisstjórnarinnar gagnvart Íran. Frá þessu greinir BBC. Donald Trump, bandaríkjaforseti tilkynnti í síðustu viku að Bandaríkin myndu draga sig úr kjarnorkusamningnum sem Bandaríkin ásamt fleiri þjóðum gerðu við Íran í stjórnartíð Barack Obama. Samningurinn fól í sér niðurfellingu refsiaðgerða þjóðanna gagnvart Íran gegn takmörkunum á íranskri kjarnorkuframleiðslu. Nú virðist öldin vera önnur, en eftir brotthvarf Bandaríkjanna frá samningnum frá 2015 tilkynnti Pompeo í dag að Bandaríkin myndu beita hörðustu refsiaðgerðum í sögunni gegn Íran. Meðal þeirra tólf krafa sem Pompeo setti fram fyrir hönd Bandaríkjanna var krafa um að stuðningi íranskra stjórnvalda við hryðjuverkahópa í Mið-Austurlöndum skyldi hætt, bandarískum ríkisborgurum í haldi íranskra yfirvalda verði sleppt, framleiðsla á loftskeytum skyldi hætt og einnig kallaði Pompeo eftir banni á notkun þungs vatns sem er ein helsta leið til framleiðslu á kjarnorku. Pompeo lýsti einnig yfir áformum Bandaríkjanna að beita Íran fordæmalausum fjárhagslegum þvingunum, svo miklum að Íran þyrfti að berjast til þess að halda hagkerfi sínu á floti. Ráðherrann sagði einnig að írönsk stjórnvöld skyldu ekki efast um alvöru þessara aðgerða og að Íran skyldi aldrei aftur hafa frjálsar hendur til yfirráða í Mið-Austurlöndum. Slakanir á þessum refsiaðgerðum yrðu eingöngu þegar raunverulegar breytingar hafa sést á stefnum íranskra stjórnvalda. Erlent Tengdar fréttir Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Í ávarpi sínu fyrir hugveitunni Heritage foundation, þeirri sömu og utanríkisráðherra Íslands ávarpaði í Washington heimsókn sinni á dögunum, ræddi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna næstu skref ríkisstjórnarinnar gagnvart Íran. Frá þessu greinir BBC. Donald Trump, bandaríkjaforseti tilkynnti í síðustu viku að Bandaríkin myndu draga sig úr kjarnorkusamningnum sem Bandaríkin ásamt fleiri þjóðum gerðu við Íran í stjórnartíð Barack Obama. Samningurinn fól í sér niðurfellingu refsiaðgerða þjóðanna gagnvart Íran gegn takmörkunum á íranskri kjarnorkuframleiðslu. Nú virðist öldin vera önnur, en eftir brotthvarf Bandaríkjanna frá samningnum frá 2015 tilkynnti Pompeo í dag að Bandaríkin myndu beita hörðustu refsiaðgerðum í sögunni gegn Íran. Meðal þeirra tólf krafa sem Pompeo setti fram fyrir hönd Bandaríkjanna var krafa um að stuðningi íranskra stjórnvalda við hryðjuverkahópa í Mið-Austurlöndum skyldi hætt, bandarískum ríkisborgurum í haldi íranskra yfirvalda verði sleppt, framleiðsla á loftskeytum skyldi hætt og einnig kallaði Pompeo eftir banni á notkun þungs vatns sem er ein helsta leið til framleiðslu á kjarnorku. Pompeo lýsti einnig yfir áformum Bandaríkjanna að beita Íran fordæmalausum fjárhagslegum þvingunum, svo miklum að Íran þyrfti að berjast til þess að halda hagkerfi sínu á floti. Ráðherrann sagði einnig að írönsk stjórnvöld skyldu ekki efast um alvöru þessara aðgerða og að Íran skyldi aldrei aftur hafa frjálsar hendur til yfirráða í Mið-Austurlöndum. Slakanir á þessum refsiaðgerðum yrðu eingöngu þegar raunverulegar breytingar hafa sést á stefnum íranskra stjórnvalda.
Erlent Tengdar fréttir Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02
Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42