Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2018 10:43 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við að þurfa að fara á leiðtogafund G7 ríkjanna í Kanada um helgina. Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. Innan Hvíta hússins er til skoðunar að senda Mike Pence, varaforseta í hans stað. Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins. Þeir segja Trump hafa orðið reiður yfir gagnrýni Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í kjölfar þess að Trump beitti tollum gegn Kanada, Mexíkó og öðrum G7 ríkjum.Trudeau hefur gagnrýnt Trump opinberlega á síðustu dögum og sagt einangrunarstefnu hans vera ranga. Hin sex ríkin hafa sömuleiðis fordæmt tolla Trump. Auk þess að hafa orðið reiður yfir gagnrýni Trudeau, er Trump einnig ósáttur við að yfirvöld Kanada hafi beitt tollum gegn Bandaríkjunum og hefur hann leitað leiða til að „refsa“ nágrönnum Bandaríkjanna frekar. Trump hefur einnig gagnrýnt þær Angelu Merkel og Theresu May, kanslara Þýskalands og forsætisráðherra Bretlands. Merkel og Trump eru ósammála um mörg málefni og Trump segir May hugsa og mikið eftir pólitískum rétttrúnaði.Sjá einnig: Merkel býst við deilum á G7 fundiHeimildarmenn Washington Post segja að þó Trump sé langt frá því að vera spenntur fyrir fundinum telja hann mikilvægt að mæta á hann. Starfsmenn hans óttast þó að hann muni ekki vilja skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna, eins og gert er á hverjum G7 fundi. Larry Kudlow, formaður efnahagsráðs Bandaríkjanna, var þó borubrattur þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. „Forsetann langar að fara í þessa ferð. Hann er með þessi erfiðu mál á hreinu. Hann hefur sannað að hann er leiðtogi á alþjóðasviðinu og hann hefur náð frábærum árangri í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Ég held að þetta verði ekkert mál.“ Þá sagði hann að deilur Trump og hinna leiðtoganna væru eins og fjölskylduerjur og sagðist hann fullviss um að hægt væri að leysa úr þeim.Vináttan hefur reynst kostnaðarsöm Þjóðarleiðtogar sem hafa smjaðrað fyrir Trump og hyllt hann sem mikinn leiðtoga, hafa að mestu leyti fengið lítið út úr því. Sem dæmi má nefna Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, sem Trump hefur lýst sem „góðum vini“, Emmanuel Macron, forseta Frakklands, sem var „frábær vinur“ og sömuleiðis Justin Trudeau. Allir hafa lagt sig fram við að reyna að heilla Trump upp úr skónum með, að virtist, góðum árangri. Abe hefur lýst yfir áhyggjum vegna fundar Trump og Kim en það hefur engan árangur boðið og nú hefur Trump hótað að beita tollum gegn Japan. Macron og Trump virtust bestu mátar þegar Trump fór til Frakklands og þegar Macron sótti Trump heim í apríl, lýsti Trump forsetanum franska sem „fullkomnum“. Þrátt fyrir það hefur Macron ekki tekist að sannfæra Trump um að skrifa aftur undir Parísarsáttmálann eða halda Bandaríkjunum í kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Samkvæmt umfjöllun Politico þurftu allir þessir leiðtogar að gjalda fyrir smjaðrið við Trump heima fyrir og hafa þeir lítið sem ekkert grætt á viðleitninni.„Trump er mjög eigingjarn og ég held að hann sjái smjaður sem einstefnu þar sem honum er hrósað og það fer ekkert hina leiðina. Ef þú ert þjóðarleiðtogi verður þú að átta þig á því að það skiptir ekki máli að hæla Trump, þetta er einstefna,“ sagði einn fyrrverandi starfmaður Hvíta hússins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við að þurfa að fara á leiðtogafund G7 ríkjanna í Kanada um helgina. Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. Innan Hvíta hússins er til skoðunar að senda Mike Pence, varaforseta í hans stað. Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins. Þeir segja Trump hafa orðið reiður yfir gagnrýni Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í kjölfar þess að Trump beitti tollum gegn Kanada, Mexíkó og öðrum G7 ríkjum.Trudeau hefur gagnrýnt Trump opinberlega á síðustu dögum og sagt einangrunarstefnu hans vera ranga. Hin sex ríkin hafa sömuleiðis fordæmt tolla Trump. Auk þess að hafa orðið reiður yfir gagnrýni Trudeau, er Trump einnig ósáttur við að yfirvöld Kanada hafi beitt tollum gegn Bandaríkjunum og hefur hann leitað leiða til að „refsa“ nágrönnum Bandaríkjanna frekar. Trump hefur einnig gagnrýnt þær Angelu Merkel og Theresu May, kanslara Þýskalands og forsætisráðherra Bretlands. Merkel og Trump eru ósammála um mörg málefni og Trump segir May hugsa og mikið eftir pólitískum rétttrúnaði.Sjá einnig: Merkel býst við deilum á G7 fundiHeimildarmenn Washington Post segja að þó Trump sé langt frá því að vera spenntur fyrir fundinum telja hann mikilvægt að mæta á hann. Starfsmenn hans óttast þó að hann muni ekki vilja skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna, eins og gert er á hverjum G7 fundi. Larry Kudlow, formaður efnahagsráðs Bandaríkjanna, var þó borubrattur þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. „Forsetann langar að fara í þessa ferð. Hann er með þessi erfiðu mál á hreinu. Hann hefur sannað að hann er leiðtogi á alþjóðasviðinu og hann hefur náð frábærum árangri í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Ég held að þetta verði ekkert mál.“ Þá sagði hann að deilur Trump og hinna leiðtoganna væru eins og fjölskylduerjur og sagðist hann fullviss um að hægt væri að leysa úr þeim.Vináttan hefur reynst kostnaðarsöm Þjóðarleiðtogar sem hafa smjaðrað fyrir Trump og hyllt hann sem mikinn leiðtoga, hafa að mestu leyti fengið lítið út úr því. Sem dæmi má nefna Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, sem Trump hefur lýst sem „góðum vini“, Emmanuel Macron, forseta Frakklands, sem var „frábær vinur“ og sömuleiðis Justin Trudeau. Allir hafa lagt sig fram við að reyna að heilla Trump upp úr skónum með, að virtist, góðum árangri. Abe hefur lýst yfir áhyggjum vegna fundar Trump og Kim en það hefur engan árangur boðið og nú hefur Trump hótað að beita tollum gegn Japan. Macron og Trump virtust bestu mátar þegar Trump fór til Frakklands og þegar Macron sótti Trump heim í apríl, lýsti Trump forsetanum franska sem „fullkomnum“. Þrátt fyrir það hefur Macron ekki tekist að sannfæra Trump um að skrifa aftur undir Parísarsáttmálann eða halda Bandaríkjunum í kjarnorkusamkomulaginu við Íran.Samkvæmt umfjöllun Politico þurftu allir þessir leiðtogar að gjalda fyrir smjaðrið við Trump heima fyrir og hafa þeir lítið sem ekkert grætt á viðleitninni.„Trump er mjög eigingjarn og ég held að hann sjái smjaður sem einstefnu þar sem honum er hrósað og það fer ekkert hina leiðina. Ef þú ert þjóðarleiðtogi verður þú að átta þig á því að það skiptir ekki máli að hæla Trump, þetta er einstefna,“ sagði einn fyrrverandi starfmaður Hvíta hússins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira