Samkeppniseftirlitið aðhefst ekkert vegna kaupa Almenna leigufélagsins, sem er í eigu fagfjárfestasjóðs í rekstri GAMMA, á fjórum gistiheimilum í 101 og rekstrarfélaginu Reykjavík Apartments sem rekur gistiþjónustu í húsunum.
Almenna leigufélagið er fyrirtæki sem hefur með höndum eignarhald og útleigu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu til langs tíma á almennum markaði en að nokkru útleigu íbúðarhúsnæðis til skamms tíma til ferðamanna.
