Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2018 10:05 Grenell var áður talsmaður sendinefndar Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar og er enn samningsbundinn Fox-sjónvarpsstöðinni sem álitsgjafi. Vísir/EPA Kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta hefur reynst vatn á myllu hægrisinnaðra andófshreyfinga í Evrópu. Sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hefur vakið athygli fyrir að segjast vilja efla slíkar hreyfingar í viðtali við bandaríska hægriöfgavefsíðu. Andúð á innflytjendum ásamt orðræðu gegn ríkjandi öflum var rauði þráðurinn í þeirri pólitísku sýn sem Trump boðaði í kosningabaráttu sinni og eftir að hann varð forseti. Evrópskum flokkum með svipaðar áherslu hefur vaxið ásmegin víða í Evópu undanfarið. Þannig kusu til dæmis Slóvenar popúlístaflokkinn SDS sem er andsnúinn innflytjendum til valda í kosningum í gær. Á Ítalíu hefur verið mynduð ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna. „Það er fjöldi íhaldsmanna um alla Evrópu sem hefur haft samband við mig til að segja að þeim finnist endurnýjun í gangi,“ sagði Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, við Breitbart, bandaríska öfgahægrivefsíðu.Óvenjuleg ummæli sendiherra Í viðtalinu lýsti Grenell hvernig hann vildi efla þessar popúlísku og íhaldssömu hreyfingar í álfunni. Lofaði hann meðal annars Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, sem sendiherrann lýsti sem „rokkstjörnu“. Íhaldsmaðurinn Kurz er í ríkisstjórnarsamstarfi við öfgahægriflokkinn Frelsisflokkinn. Ummæli Grenell þykja afar óvenjuleg fyrir sendiherra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður demókrata sem á sæti í utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings, segir viðtal Grenell „hræðilegt“. Grenell hefði lofað honum að hann myndi halda sig utan við stjórnmál þegar hann tæki við sem sendiherra. Murphy segir að sendiherrar eigi ekki að „efla“ neina erlenda stjórnmálaflokka. Grenell tók við sendiherrastöðinni í byrjun maí en hann var skipaður af Trump forseta. Hans fyrsta verk var að virðast hóta gestgjöfum sínum með viðskiptaþvingunum í tengslum við kjarnorkusamninginn við Íran. „Eins og Donald Trump sagði, refsiaðgerðir Bandaríkjanna munu beinast að mikilvægum hlutum hagkerfis Írans. Þýsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum í Íran ættu að hætta þeim aðgerðum nú þegar,“ tísti Grenell á fyrsta degi sínum í embættinu. Tístið féll í grýttan jarðveg hjá þýskum yfirvöldum og almenningi. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta hefur reynst vatn á myllu hægrisinnaðra andófshreyfinga í Evrópu. Sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hefur vakið athygli fyrir að segjast vilja efla slíkar hreyfingar í viðtali við bandaríska hægriöfgavefsíðu. Andúð á innflytjendum ásamt orðræðu gegn ríkjandi öflum var rauði þráðurinn í þeirri pólitísku sýn sem Trump boðaði í kosningabaráttu sinni og eftir að hann varð forseti. Evrópskum flokkum með svipaðar áherslu hefur vaxið ásmegin víða í Evópu undanfarið. Þannig kusu til dæmis Slóvenar popúlístaflokkinn SDS sem er andsnúinn innflytjendum til valda í kosningum í gær. Á Ítalíu hefur verið mynduð ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna. „Það er fjöldi íhaldsmanna um alla Evrópu sem hefur haft samband við mig til að segja að þeim finnist endurnýjun í gangi,“ sagði Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, við Breitbart, bandaríska öfgahægrivefsíðu.Óvenjuleg ummæli sendiherra Í viðtalinu lýsti Grenell hvernig hann vildi efla þessar popúlísku og íhaldssömu hreyfingar í álfunni. Lofaði hann meðal annars Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, sem sendiherrann lýsti sem „rokkstjörnu“. Íhaldsmaðurinn Kurz er í ríkisstjórnarsamstarfi við öfgahægriflokkinn Frelsisflokkinn. Ummæli Grenell þykja afar óvenjuleg fyrir sendiherra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður demókrata sem á sæti í utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings, segir viðtal Grenell „hræðilegt“. Grenell hefði lofað honum að hann myndi halda sig utan við stjórnmál þegar hann tæki við sem sendiherra. Murphy segir að sendiherrar eigi ekki að „efla“ neina erlenda stjórnmálaflokka. Grenell tók við sendiherrastöðinni í byrjun maí en hann var skipaður af Trump forseta. Hans fyrsta verk var að virðast hóta gestgjöfum sínum með viðskiptaþvingunum í tengslum við kjarnorkusamninginn við Íran. „Eins og Donald Trump sagði, refsiaðgerðir Bandaríkjanna munu beinast að mikilvægum hlutum hagkerfis Írans. Þýsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum í Íran ættu að hætta þeim aðgerðum nú þegar,“ tísti Grenell á fyrsta degi sínum í embættinu. Tístið féll í grýttan jarðveg hjá þýskum yfirvöldum og almenningi.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira