Eldfim mál í tímaþröng í Víglínunni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júní 2018 10:12 Það er óhætt að segja að þingstörf séu í algeru uppnámi en þar sauð vel upp úr pottunum á fimmtudag þegar stjórnarmeirihlutinn freistaði þess að fá frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda upp á tæpa þrjá milljarða til umræðu með afbrigðum. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Hanna Katrín Friðrikasson þingflokksformaður Viðreisnar mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál og ef til vill fleiri. Stjórnarandstaðan gagnrýnir vinnubrögð í málinu harðlega og kom í veg fyrir að málið yrði tekið á dagskrá. Í frumvarpinu felst að gjaldið verði lækkað á allar útgerðir en aðalástæðan fyrir lækkuninni er sögð vera lakari afkoma lítilla og meðalstórra útgerða. En það er fleira sem veldur uppnámi í þinginu. Fyrir liggur að afgreiða umdeilda fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. En á síðustu metrunum fyrir þinghlé lagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra fram viðamikið frumvarp um persónuvernd og vörslu persónuupplýsinga sem stjórnarandstaðan segir allt og stórt mál og mikilvægt til að afgreiða með hraði í gegnum þingið. Smári McCarthy þingmaður Pírata og fleiri hafa kallað eftir þessu frumvarpi mánuðum saman. Hann mætir í Víglínuna til að ræða þessi mál með Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Víglínan Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Það er óhætt að segja að þingstörf séu í algeru uppnámi en þar sauð vel upp úr pottunum á fimmtudag þegar stjórnarmeirihlutinn freistaði þess að fá frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda upp á tæpa þrjá milljarða til umræðu með afbrigðum. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Hanna Katrín Friðrikasson þingflokksformaður Viðreisnar mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál og ef til vill fleiri. Stjórnarandstaðan gagnrýnir vinnubrögð í málinu harðlega og kom í veg fyrir að málið yrði tekið á dagskrá. Í frumvarpinu felst að gjaldið verði lækkað á allar útgerðir en aðalástæðan fyrir lækkuninni er sögð vera lakari afkoma lítilla og meðalstórra útgerða. En það er fleira sem veldur uppnámi í þinginu. Fyrir liggur að afgreiða umdeilda fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. En á síðustu metrunum fyrir þinghlé lagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra fram viðamikið frumvarp um persónuvernd og vörslu persónuupplýsinga sem stjórnarandstaðan segir allt og stórt mál og mikilvægt til að afgreiða með hraði í gegnum þingið. Smári McCarthy þingmaður Pírata og fleiri hafa kallað eftir þessu frumvarpi mánuðum saman. Hann mætir í Víglínuna til að ræða þessi mál með Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Víglínan Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira