Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og verðandi bæjarstjóri í meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra, fékk langflestar útstrikanir í sveitarstjórnarkosningunum um síðustu helgi.
Efstu tveir frambjóðendur allra lista sem buðu fram fengu samanlagt 201 útstrikun. Efstu tveir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fengu flestar þessara útstrikana.
Rósa var strikuð út á 121 kjörseðli og annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins, Kristinn Andersen, var strikaður út af 18 kjósendum flokksins. Aðrir frambjóðendur fengu allir undir tíu útstrikunum frá sínum kjósendum.
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut yfirburðakosningu í Hafnarfirði og fimm menn kjörna. Samfylkingin fékk tvo menn og missti einn frá því á síðasta kjörtímabili. Framsókn, Miðflokkurinn, Bæjarlistinn og Viðreisn hlutu allir einn mann kjörinn.
Rósa fékk meira en helming útstrikana

Tengdar fréttir

Grafarþögn í Kópavogi
Algjör þögn ríkir um myndun meirihluta í Kópavogi og óljóst hvort Sjálfstæðismenn ætli að halda áfram núverandi meirihlutasamstarfi. Nýir bæjarstjórar taka við störfum í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og nýr meirihluti á Akureyri hyggst ráða bæjarstjóra.

Úrslitin óbreytt í Hafnarfirði: „Þetta var grátlega tæpt“
Samfylkingin og VG óskuðu eftir endurtalningunni vegna þess hversu litlu munaði að annar flokkurinn næði manni inn.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn mynda meirihluta í Hafnarfirði
Rósa Guðbjartsdóttir verður bæjarstjóri nýja meirihlutans.