Skilvirkara Ísland Sigurður Hannesson skrifar 1. júní 2018 07:00 Það er virðingarvert að bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa fyrir samfélagið. Nýkjörnum sveitarstjórnarmönnum er óskað til hamingju með kjörið og með fylgja óskir um velfarnað í störfum. Mikilvæg verkefni bíða, ekki síst á sviði húsnæðis- og samgöngumála. Stjórnsýsla þarf að vera skilvirkari, afgreiðsla mála skjót og málefnaleg til að draga úr óþarfa kostnaði við nauðsynlega uppbyggingu. Breyta þarf skipulagi þannig að fjöldi íbúða verði í takt við vænta fólksfjölgun og leita þarf leiða, ekki síst snjallra lausna svo umferð gangi greiðlega. Það kemur ekki á óvart að húsnæðis- og samgöngumál hafi verið kjósendum í sveitarstjórnarkosningum hugleikin. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu mun fjölga um 70 þúsund ef marka má spá sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Því fylgir umtalsverð uppbygging íbúðarhúsnæðis en skipulag gerir enn ekki ráð fyrir öllum þessum fjölda íbúða. Hljóð og mynd fara því ekki saman. Skortur á húsnæði hefur þrýst verði upp þannig að erfiðara er að komast inn á markaðinn og leiguverð hefur hækkað skarpt. Aukin umferð hefur leitt til þess að ferðatími á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um allt að 40% á fimm árum. Valið stendur þannig á milli dýrrar íbúðar miðsvæðis eða umferðartafa. Stjórnsýsla sveitarfélaga í þessum málum er ekki eins og best verður á kosið og er frægt þegar Mathöllin á Hlemmi var opnuð ári of seint þar sem Reykjavíkurborg átti erfitt með að fá tilskilin leyfi hjá sjálfri sér. Það bætir svo gráu ofan á svart að öryggisventillinn virkar ekki. Afgreiðsla úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála tefst langt umfram lögboðin mörk. Hefur ESA séð ástæðu til að setja ofan í við stjórnvöld vegna þessa og krafist úrbóta. Ríkið þarf að einfalda stjórnsýsluna. Flutningur húsnæðismála og byggingarmála yfir í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið þannig að úr verði öflugt innviðaráðuneyti væri gott fyrsta skref. Einföldun, aukin skilvirkni og breytt skipulag eru fyrstu skref í átt að þeirri nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Sigurður Hannesson Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er virðingarvert að bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa fyrir samfélagið. Nýkjörnum sveitarstjórnarmönnum er óskað til hamingju með kjörið og með fylgja óskir um velfarnað í störfum. Mikilvæg verkefni bíða, ekki síst á sviði húsnæðis- og samgöngumála. Stjórnsýsla þarf að vera skilvirkari, afgreiðsla mála skjót og málefnaleg til að draga úr óþarfa kostnaði við nauðsynlega uppbyggingu. Breyta þarf skipulagi þannig að fjöldi íbúða verði í takt við vænta fólksfjölgun og leita þarf leiða, ekki síst snjallra lausna svo umferð gangi greiðlega. Það kemur ekki á óvart að húsnæðis- og samgöngumál hafi verið kjósendum í sveitarstjórnarkosningum hugleikin. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu mun fjölga um 70 þúsund ef marka má spá sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Því fylgir umtalsverð uppbygging íbúðarhúsnæðis en skipulag gerir enn ekki ráð fyrir öllum þessum fjölda íbúða. Hljóð og mynd fara því ekki saman. Skortur á húsnæði hefur þrýst verði upp þannig að erfiðara er að komast inn á markaðinn og leiguverð hefur hækkað skarpt. Aukin umferð hefur leitt til þess að ferðatími á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um allt að 40% á fimm árum. Valið stendur þannig á milli dýrrar íbúðar miðsvæðis eða umferðartafa. Stjórnsýsla sveitarfélaga í þessum málum er ekki eins og best verður á kosið og er frægt þegar Mathöllin á Hlemmi var opnuð ári of seint þar sem Reykjavíkurborg átti erfitt með að fá tilskilin leyfi hjá sjálfri sér. Það bætir svo gráu ofan á svart að öryggisventillinn virkar ekki. Afgreiðsla úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála tefst langt umfram lögboðin mörk. Hefur ESA séð ástæðu til að setja ofan í við stjórnvöld vegna þessa og krafist úrbóta. Ríkið þarf að einfalda stjórnsýsluna. Flutningur húsnæðismála og byggingarmála yfir í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið þannig að úr verði öflugt innviðaráðuneyti væri gott fyrsta skref. Einföldun, aukin skilvirkni og breytt skipulag eru fyrstu skref í átt að þeirri nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun