Íbúðafjárfesting er farin að taka við sér Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2018 07:00 Samtök iðnaðarins segja það ljóst að íbúðafjárfesting sé loks að taka kröftuglega við sér eftir mikla ládeyðu, sem sé afar jákvætt. Fréttablaðið/Ernir Byggingariðnaður og mannvirkjagerð er sú grein hagkerfisins sem vex hraðast um þessar mundir. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Er þar bæði horft til fárfestingar í hagkerfinu og fjölgunar starfa. Samkvæmt tölum sem Hagstofan birti 12. júní voru að meðaltali í hagkerfinu öllu 7.200 fleiri nýir launþegar á vinnumarkaði á fyrsta fjórðungi ársins en á sama ársfjórðungi í fyrra. Tæplega 1.600 þessara nýju starfa voru í byggingariðnaði og mannvirkjagerð. Merkir þetta að um 22 prósent allra nýrra starfa sem sköpuðust í hagkerfinu á tímabilinu eru í þessari grein. Í heild fjölgaði launþegum í hagkerfinu um 4 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Á sama tíma fjölgaði launþegum í byggingariðnaði og mannvirkjagerð um tæplega 14 prósent. Þá sýna tölur Hagstofunnar líka að fjárfesting jókst í hagkerfinu um 11,6 prósent á fyrsta fjórðungi þessa árs frá sama ársfjórðungi í fyrra. Vöxtinn má að mestu rekja til íbúðafjárfestinga sem jukust um 38 prósent sem er mikill vöxtur. Á sama tíma jókst fjárfesting atvinnuvega um 7,1 prósent og fjárfesting hins opinbera um einungis 2,2 prósent.Ingólfur BenderSamtök iðnaðarins segja það ljóst að íbúðafjárfesting sé loks að taka kröftuglega við sér eftir mikla ládeyðu, sem sé afar jákvætt. „Í fjölda íbúða er fjölgunin mest í Reykjavík en í könnun sem við gerðum fyrir skömmu kemur fram að prósentulega er vöxturinn mestur í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hann er svolítið að færast út í jaðarinn og það kann að vera vegna þess að framboð á íbúðum hefur verið takmarkað hér og hefur verið að aukast þar og verðþróunin hefur verið með þeim hætti að munurinn á verði í 101 og á jaðarsvæðum hefur verið mikill,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Ingólfur segist telja að vel flestar þessara íbúða séu ætlaðar fyrir almennan markað. „Langmest er þetta fjölbýli og afskaplega lítið byggt af einbýli,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Byggja fjölbýlishús á sjö mánuðum Modulbyggingar ehf., Moelven ByggModul AS og þróunarfélagið Klasi ehf., hafa undirritað samning um byggingu fyrsta fjölbýlishússins á Íslandi sem byggt er með einingahúsaaðferðum Moelven í Noregi. 14. júní 2018 08:08 Fasteignamat hækkar um 12,8 prósent Hækkar mest í Reykjanesbæ. 1. júní 2018 12:15 Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. 5. júní 2018 07:54 Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Byggingariðnaður og mannvirkjagerð er sú grein hagkerfisins sem vex hraðast um þessar mundir. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Er þar bæði horft til fárfestingar í hagkerfinu og fjölgunar starfa. Samkvæmt tölum sem Hagstofan birti 12. júní voru að meðaltali í hagkerfinu öllu 7.200 fleiri nýir launþegar á vinnumarkaði á fyrsta fjórðungi ársins en á sama ársfjórðungi í fyrra. Tæplega 1.600 þessara nýju starfa voru í byggingariðnaði og mannvirkjagerð. Merkir þetta að um 22 prósent allra nýrra starfa sem sköpuðust í hagkerfinu á tímabilinu eru í þessari grein. Í heild fjölgaði launþegum í hagkerfinu um 4 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Á sama tíma fjölgaði launþegum í byggingariðnaði og mannvirkjagerð um tæplega 14 prósent. Þá sýna tölur Hagstofunnar líka að fjárfesting jókst í hagkerfinu um 11,6 prósent á fyrsta fjórðungi þessa árs frá sama ársfjórðungi í fyrra. Vöxtinn má að mestu rekja til íbúðafjárfestinga sem jukust um 38 prósent sem er mikill vöxtur. Á sama tíma jókst fjárfesting atvinnuvega um 7,1 prósent og fjárfesting hins opinbera um einungis 2,2 prósent.Ingólfur BenderSamtök iðnaðarins segja það ljóst að íbúðafjárfesting sé loks að taka kröftuglega við sér eftir mikla ládeyðu, sem sé afar jákvætt. „Í fjölda íbúða er fjölgunin mest í Reykjavík en í könnun sem við gerðum fyrir skömmu kemur fram að prósentulega er vöxturinn mestur í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hann er svolítið að færast út í jaðarinn og það kann að vera vegna þess að framboð á íbúðum hefur verið takmarkað hér og hefur verið að aukast þar og verðþróunin hefur verið með þeim hætti að munurinn á verði í 101 og á jaðarsvæðum hefur verið mikill,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Ingólfur segist telja að vel flestar þessara íbúða séu ætlaðar fyrir almennan markað. „Langmest er þetta fjölbýli og afskaplega lítið byggt af einbýli,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Byggja fjölbýlishús á sjö mánuðum Modulbyggingar ehf., Moelven ByggModul AS og þróunarfélagið Klasi ehf., hafa undirritað samning um byggingu fyrsta fjölbýlishússins á Íslandi sem byggt er með einingahúsaaðferðum Moelven í Noregi. 14. júní 2018 08:08 Fasteignamat hækkar um 12,8 prósent Hækkar mest í Reykjanesbæ. 1. júní 2018 12:15 Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. 5. júní 2018 07:54 Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Byggja fjölbýlishús á sjö mánuðum Modulbyggingar ehf., Moelven ByggModul AS og þróunarfélagið Klasi ehf., hafa undirritað samning um byggingu fyrsta fjölbýlishússins á Íslandi sem byggt er með einingahúsaaðferðum Moelven í Noregi. 14. júní 2018 08:08
Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. 5. júní 2018 07:54