Stóð Alþingi á haus í röngu máli? Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. júní 2018 07:00 Í síðustu viku gekk mikið á á Alþingi vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um lækkun veiðigjalda. Snérist málið um 2-3 milljarða, sem létta átti af útgerðinni, einkum til hjálpar minni fyrirtækjum. Þar sem stærri fyrirtæki í sjávarútvegi eru rík og öflug, var þessi hugmynd og tillaga ríkisstjórnar – að lækka veiðigjöld yfir línuna – auðvitað út í hött, og viðbrögð stjórnarandstöðunnar skiljanleg. Þegar þetta deilumál er skoðað, lítur það svona út: Deilt var um 2-3 milljarða, hvort þeir ættu að fara til útgerðarinnar, í formi afsláttar, eða til ríkisins, í formi óbreyttra veiðigjalda. Í báðum tilvikum hefði féð farið til eyðslu eða fjárfestingar – varla sparnaðar – á vegum útgerðar eða ríkis hér innanlands. Á sama tíma hefði spurningin um það, hvort endanlega ætti að leyfa Hval hf að fara í nýjar langreyðaveiðar, átt að vera sterklega á dagskrá, en veiðar skyldu hefjast 10. júni. En þessu - mörgum sinnum stærra og þýðingarmeira máli fyrir land og þjóð, en veiðigjaldamálið - var þó vart gaumur gefinn. Nánast enginn áhugi, hvað þá þingtími fyrir það.En, um hvað snýst langreyðamálið? Ferðamennska er nú langstærsti og þýðingarmesti atvinnuvegur landsins. 43% gjaldeyristekna koma úr ferðaþjónustu og 25-30.000 manns vinna við hana. Tekjur af ferðaþjónustunni í fyrra voru 500 milljarðar. Á sama tíma er mönnum víða um heim orðið ljóst, að við eigum ekki nema þessa einu jörð, og, að við erum búin að ganga heiftarlega á lífríki hennar – dýr, náttúru, jarðveg, loft og lög. Í vaxandi mæli líta menn til þessara staðreynda við val sitt á vörum - ekki sízt matvælum - en þetta gildir líka um val á ákvörðunarstað fyrir sumarleyfi og önnur frí. Ráða vistræn sjónarmið; virðing við dýr, náttúru og lífríkið hjá þeim, sem heimsækja skal? Ef ekki, strika margir yfir slíkan ákvörðunarstað. Langreyðurin er næst stærsta spendýr jarðar, háþróuð dýrategund, sem lifir saman í fjölskyldum - þau kenna hverju öðru, gleðjast og hryggjast saman, rétt eins og við – og verða 90-100 ára. Hún er á lista IUCN yfir dýr í útrýmingarhættu, og eru flest ríki jarðar, um 190, aðilar að CITES-sáttmálanum, sem bannar verzlun með eða flutning á hvalaafurðum í lögsögu þeirra. Sala á hvalaafurðum er því nánast ómöguleg. Þetta vita menn í hinum vestræna heimi. Andúð og mótstaða við hvalaveiðar – ekki sízt veiðar á langreyði, sem engin önnur þjóð stundar – er því mikil og skilningur á veiðum enginn. Þetta fólk gerir ekkert með það, þó Hafró segi mönnum hér, að það sé nóg af langreyði hér á sumrin, heldur ekki með það, að langreyðurin eigi að vera „íslenzk auðlind“, enda veit það, að hvalir fæðast flestir við Vestur-Afríku, flakka svo um heimshöfin og eru því ekki „auðlind“ eins eða neins. Og, hvað með veiðiaðferðina? Hvað myndum við segja, ef Afríkubúar eltu uppi fíla, gíraffa og sebrahesta á skutultrukkum, skytu dýrin með kaðalskutli og drægju þau svo um holt og hæðir, hálf dauð og hálf lifandi, öskrandi af kvölum með stálkló skutuls tætandi innyfli, líffæri, vöðva og hold dýranna, og murkandi úr þeim lífið? Margur maðurinn, báðum megin Atlantshafs, lítur nákvæmalega svona á hvalveiðarnar, enda eru þær eins, nema framkvæmdar á sjávarspendýrum, í stað landspendýra. Fyrirhugaðar nýjar veiðar á langreyði væru því eitur í beinum margs ferðamannsins, og það með réttu. Þúsundir manna myndu setja rauðan kross á Ísland í sínum ferðaplönum. Þó samdráttur í ferðaþjónustu yrði ekki nema 5% vegna fyrirhugaðra langreyðaveiða, jafngilti það tekjutapi upp á 25 milljarða fyrir þjóðina á ári. Þessar tekjur væru innflæði inn í þjóðarbúið, ekki velta innan þess. 10 sinnum meira fé, en það sem veiðigjaldadeilan snérist um. Er þá skaði á ímynd og æru Íslendinga erlendis ótalinn.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku gekk mikið á á Alþingi vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um lækkun veiðigjalda. Snérist málið um 2-3 milljarða, sem létta átti af útgerðinni, einkum til hjálpar minni fyrirtækjum. Þar sem stærri fyrirtæki í sjávarútvegi eru rík og öflug, var þessi hugmynd og tillaga ríkisstjórnar – að lækka veiðigjöld yfir línuna – auðvitað út í hött, og viðbrögð stjórnarandstöðunnar skiljanleg. Þegar þetta deilumál er skoðað, lítur það svona út: Deilt var um 2-3 milljarða, hvort þeir ættu að fara til útgerðarinnar, í formi afsláttar, eða til ríkisins, í formi óbreyttra veiðigjalda. Í báðum tilvikum hefði féð farið til eyðslu eða fjárfestingar – varla sparnaðar – á vegum útgerðar eða ríkis hér innanlands. Á sama tíma hefði spurningin um það, hvort endanlega ætti að leyfa Hval hf að fara í nýjar langreyðaveiðar, átt að vera sterklega á dagskrá, en veiðar skyldu hefjast 10. júni. En þessu - mörgum sinnum stærra og þýðingarmeira máli fyrir land og þjóð, en veiðigjaldamálið - var þó vart gaumur gefinn. Nánast enginn áhugi, hvað þá þingtími fyrir það.En, um hvað snýst langreyðamálið? Ferðamennska er nú langstærsti og þýðingarmesti atvinnuvegur landsins. 43% gjaldeyristekna koma úr ferðaþjónustu og 25-30.000 manns vinna við hana. Tekjur af ferðaþjónustunni í fyrra voru 500 milljarðar. Á sama tíma er mönnum víða um heim orðið ljóst, að við eigum ekki nema þessa einu jörð, og, að við erum búin að ganga heiftarlega á lífríki hennar – dýr, náttúru, jarðveg, loft og lög. Í vaxandi mæli líta menn til þessara staðreynda við val sitt á vörum - ekki sízt matvælum - en þetta gildir líka um val á ákvörðunarstað fyrir sumarleyfi og önnur frí. Ráða vistræn sjónarmið; virðing við dýr, náttúru og lífríkið hjá þeim, sem heimsækja skal? Ef ekki, strika margir yfir slíkan ákvörðunarstað. Langreyðurin er næst stærsta spendýr jarðar, háþróuð dýrategund, sem lifir saman í fjölskyldum - þau kenna hverju öðru, gleðjast og hryggjast saman, rétt eins og við – og verða 90-100 ára. Hún er á lista IUCN yfir dýr í útrýmingarhættu, og eru flest ríki jarðar, um 190, aðilar að CITES-sáttmálanum, sem bannar verzlun með eða flutning á hvalaafurðum í lögsögu þeirra. Sala á hvalaafurðum er því nánast ómöguleg. Þetta vita menn í hinum vestræna heimi. Andúð og mótstaða við hvalaveiðar – ekki sízt veiðar á langreyði, sem engin önnur þjóð stundar – er því mikil og skilningur á veiðum enginn. Þetta fólk gerir ekkert með það, þó Hafró segi mönnum hér, að það sé nóg af langreyði hér á sumrin, heldur ekki með það, að langreyðurin eigi að vera „íslenzk auðlind“, enda veit það, að hvalir fæðast flestir við Vestur-Afríku, flakka svo um heimshöfin og eru því ekki „auðlind“ eins eða neins. Og, hvað með veiðiaðferðina? Hvað myndum við segja, ef Afríkubúar eltu uppi fíla, gíraffa og sebrahesta á skutultrukkum, skytu dýrin með kaðalskutli og drægju þau svo um holt og hæðir, hálf dauð og hálf lifandi, öskrandi af kvölum með stálkló skutuls tætandi innyfli, líffæri, vöðva og hold dýranna, og murkandi úr þeim lífið? Margur maðurinn, báðum megin Atlantshafs, lítur nákvæmalega svona á hvalveiðarnar, enda eru þær eins, nema framkvæmdar á sjávarspendýrum, í stað landspendýra. Fyrirhugaðar nýjar veiðar á langreyði væru því eitur í beinum margs ferðamannsins, og það með réttu. Þúsundir manna myndu setja rauðan kross á Ísland í sínum ferðaplönum. Þó samdráttur í ferðaþjónustu yrði ekki nema 5% vegna fyrirhugaðra langreyðaveiða, jafngilti það tekjutapi upp á 25 milljarða fyrir þjóðina á ári. Þessar tekjur væru innflæði inn í þjóðarbúið, ekki velta innan þess. 10 sinnum meira fé, en það sem veiðigjaldadeilan snérist um. Er þá skaði á ímynd og æru Íslendinga erlendis ótalinn.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun