„Út frá samningi SÞ og réttindum fatlaðs fólks eigum við að hafa jafna möguleika. Það er því eðlilegt að við getum einnig komist milli Reykjavíkur og Keflavíkur eins og aðrir. Rekstraraðilinn verður að sjá til þess. Hann verður að gera ráð fyrir að allir geti notað þetta,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.

Með gildistökunni jukust kröfur til sérleyfishafa og rekstraraðila almenningssamgangna um aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða.
Þessi breyting felur einnig í sér að tryggja skuli aðgengi fatlaðra að stoppistöðvum og þjónustumiðstöðvum fyrir almenningssamgöngur.
„Nauðsynlegt er að gera allar almenningssamgöngur aðgengilegri öllum. Fólk með hreyfihömlun má ekki verða útundan í uppbyggingu góðra almenningssamgangna,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra.

Að mati þessara félaga var afleiðingin sú að aðgengi fólks með fötlun sat á hakanum þar sem um kostnaðarsamt úrræði væri að ræða og hagsmuna þeirra til að nýta sér almenningssamgöngur ekki gætt.
„Flutningsaðilum er gert skylt að taka tillit til þarfa hreyfihamlaðra þar sem því verður við komið. Þegar teknar eru ákvarðanir um búnað í nýjum eða nýlegum ökutækjum,“ bætir Bergur Þorri við.
„Þetta felur hreinlega í sér að frá og með 1. júní í fyrra, þegar lögin tóku gildi, er aðilum sem reka almenningssamgöngur óheimilt að kaupa inn ný ökutæki án þess að þau séu þannig búin að aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða sé tryggt.“