Landsliðið beint í faðm fjölskyldu eftir heimkomu í kvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2018 15:00 Engin opin rútuferð verður að þessu sinni. Vísir/Hanna Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun halda beint í höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum eftir heimkomu til Íslands í kvöld þar sem haldin verður móttaka fyrir liðið með fjölskyldumeðlimum landsliðsmanna- og starfsmanna. Ekki er stefnt að formlegri móttöku beint eftir heimkomuna líkt og eftir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Þetta staðfestir Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, í samtali við Vísi en liðið er nú statt á flugvellinum í Kaliningrad í Rússlandi þar sem beðið er eftir fluginu heim til Íslands. Áætluð heimkoma var upphaflega klukkan sex í kvöld en ljóst er að einhverjar tafir verða á fluginu og er áætluð heimkoma nú rétt rúmlega sjö í kvöld. Íslenska landsliðið lauk sem kunnugt er leik á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær eftir frækna frammistöðu í riðlakeppninni þar sem liðið var í séns á að komast upp úr riðli sínum fram á lokamínútur leiksins gegn Króatíu í gær. Ljóst er því að heimkoma Strákanna okkar verður mun lágstemmdari en eftir þátttöku liðsins á EM í Frakklandi. Þá var liðinu ekið beint niður í miðbær Reykjavíkur eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Var liðinu ekið um miðbæinn í tveggja hæða rútu áður en staðnæmst var á Arnarhóli. Þar var hver og einn einasti leikmaður hylltur auk þess að landsliðsþjálfararnir, forsætisráðherra og formaður KSÍ héldu þar tölu. Þúsundir, eflaust hátt í tuttugu þúsund, voru mætt á Arnarhól til þess að fagna landsliðinu og var víkingaklappið fræga tekið á eftirminnilegan hátt, svo að eftir var tekið víða um heim. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir í opinni rútu frá Skólavörðuholti Tekið verður á móti karlalandsliðinu í knattspyrnu í miðborg Reykjavíkur klukkan 19 í kvöld. 4. júlí 2016 11:55 Allur Arnarhóllinn í tilfinningarússíbana í gær | Myndband Veraldarvefurinn hefur verið uppfullur af stórskemmtilegum myndböndum af viðbrögðum Íslendinga eftir sigurinn sögulega á Englendingum í Nice í gær. 28. júní 2016 16:15 „Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun halda beint í höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum eftir heimkomu til Íslands í kvöld þar sem haldin verður móttaka fyrir liðið með fjölskyldumeðlimum landsliðsmanna- og starfsmanna. Ekki er stefnt að formlegri móttöku beint eftir heimkomuna líkt og eftir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Þetta staðfestir Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, í samtali við Vísi en liðið er nú statt á flugvellinum í Kaliningrad í Rússlandi þar sem beðið er eftir fluginu heim til Íslands. Áætluð heimkoma var upphaflega klukkan sex í kvöld en ljóst er að einhverjar tafir verða á fluginu og er áætluð heimkoma nú rétt rúmlega sjö í kvöld. Íslenska landsliðið lauk sem kunnugt er leik á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær eftir frækna frammistöðu í riðlakeppninni þar sem liðið var í séns á að komast upp úr riðli sínum fram á lokamínútur leiksins gegn Króatíu í gær. Ljóst er því að heimkoma Strákanna okkar verður mun lágstemmdari en eftir þátttöku liðsins á EM í Frakklandi. Þá var liðinu ekið beint niður í miðbær Reykjavíkur eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Var liðinu ekið um miðbæinn í tveggja hæða rútu áður en staðnæmst var á Arnarhóli. Þar var hver og einn einasti leikmaður hylltur auk þess að landsliðsþjálfararnir, forsætisráðherra og formaður KSÍ héldu þar tölu. Þúsundir, eflaust hátt í tuttugu þúsund, voru mætt á Arnarhól til þess að fagna landsliðinu og var víkingaklappið fræga tekið á eftirminnilegan hátt, svo að eftir var tekið víða um heim.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir í opinni rútu frá Skólavörðuholti Tekið verður á móti karlalandsliðinu í knattspyrnu í miðborg Reykjavíkur klukkan 19 í kvöld. 4. júlí 2016 11:55 Allur Arnarhóllinn í tilfinningarússíbana í gær | Myndband Veraldarvefurinn hefur verið uppfullur af stórskemmtilegum myndböndum af viðbrögðum Íslendinga eftir sigurinn sögulega á Englendingum í Nice í gær. 28. júní 2016 16:15 „Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
Strákarnir í opinni rútu frá Skólavörðuholti Tekið verður á móti karlalandsliðinu í knattspyrnu í miðborg Reykjavíkur klukkan 19 í kvöld. 4. júlí 2016 11:55
Allur Arnarhóllinn í tilfinningarússíbana í gær | Myndband Veraldarvefurinn hefur verið uppfullur af stórskemmtilegum myndböndum af viðbrögðum Íslendinga eftir sigurinn sögulega á Englendingum í Nice í gær. 28. júní 2016 16:15
„Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27