Hæstiréttur staðfestir dóm yfir fréttamönnum vegna Hlíðamálsins Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júní 2018 16:18 Úr hæstarétti. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 Miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. Héraðsdómur dæmdi nokkur ummæli ómerk og blaðamennina til að greiða mönnunum miskabætur. Þeir eru Nadine Guðrún Yaghi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Þórhildur Þorkelsdóttir og Heimir Már Pétursson. Forsaga málsins er sú að Fréttablaðið greindi frá rannsókn lögreglu á nauðgun í íbúð í Hlíðunum. Vakti sérstaklega athygli íbúðin var sögð sérútbúin til nauðgana. Fréttirnar vöktu mikla reiði og leiddu meðal annars til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Öllum kærum á hendur mönnunum tveimur var vísað frá og töldu þeir sig hafa orðið fyrir töluverðum miska vegna umfjöllunar um málið. Þeir kröfðust þess að fréttamönnunum yrði gert að greiða, hvorum um sig, tólf og hálfa milljón í miskabætur. Dómurinn féllst ekki á svo háa upphæð en úrskurðaði að Nadine skyldi greiða þeim samtals 1400 þúsund, Þórhildur greiði öðrum þeirra 100 þúsund en hinum 200 þúsund og Heimir Már og Stefán Rafn greiði mönnunum samtals hundrað þúsund krónur hvor. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn sem fyrr segir.Dóminn má lesa hér í heild sinni á vef Hæstaréttar.Uppfært 6. júlí 2018. Hér fyrir neðan má lesa dómsorð (mál nr. 729/2017): Eftirfarandi ummæli skulu vera dauð og ómerk: Ummæli í kröfuliðum 3 og 19 í stefnu „Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana“. Ummæli í kröfuliðum 5, 9, 14 og 20 í stefnu „Samkvæmt heimildum [Frétta]blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisverka“. Ummæli í kröfuliðum 8, 13, 18 og 25 í stefnu „Þá voru hankar í loftinu sem grunur leikur á að mennirnir hafi notað til að hengja upp aðra konuna á meðan ráðist var á hana“. Ummæli í kröfulið 26 í stefnu „Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að íbúðin væri búin tækjum og tólum til ofbeldisiðkunar“. Ummæli í kröfulið 30 í stefnu „... en í fyrra tilfellinu var annarri þeirra nauðgað af bekkjarbróður hennar en seinni konunni var nauðgað af báðum mönnum í heimahúsi í Hlíðunum“. Ummæli í kröfulið 31 í stefnu „Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisiðkunar, sem lögregla gerði upptæk“. Að öðru leyti eru stefndu sýknuð af ómerkingarkröfum stefnenda. Stefnda, Nadine Guðrún Yaghi, greiði hvorum stefnanda um sig, A og B, 700.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 11. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi, Heimir Már Pétursson, greiði hvorum stefnanda um sig, 50.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 6. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, greiði hvorum stefnanda um sig, 50.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 6. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnda, Þórhildur Þorkelsdóttir, greiði stefnanda, A, 100.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnda, Þórhildur, greiði stefnanda, B, 200.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Birta skal forsendur og dómsorð dóms þessa eigi síðar en sjö dögum eftir dómsuppsögu í Fréttablaðinu og á vefsvæðinu www.visir.is og gera grein fyrir þeim í útvarpsfréttum Bylgjunnar og sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 að viðlögðum 50.000 króna dagsektum. Stefndu greiði óskipt stefnendum 900.000 krónur í málskostnað. Hlíðamálið Tengdar fréttir Fjórir fréttamenn 365 dæmdir fyrir meiðyrði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365 dauð og ómerk. 26. október 2017 13:32 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 Miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. Héraðsdómur dæmdi nokkur ummæli ómerk og blaðamennina til að greiða mönnunum miskabætur. Þeir eru Nadine Guðrún Yaghi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Þórhildur Þorkelsdóttir og Heimir Már Pétursson. Forsaga málsins er sú að Fréttablaðið greindi frá rannsókn lögreglu á nauðgun í íbúð í Hlíðunum. Vakti sérstaklega athygli íbúðin var sögð sérútbúin til nauðgana. Fréttirnar vöktu mikla reiði og leiddu meðal annars til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Öllum kærum á hendur mönnunum tveimur var vísað frá og töldu þeir sig hafa orðið fyrir töluverðum miska vegna umfjöllunar um málið. Þeir kröfðust þess að fréttamönnunum yrði gert að greiða, hvorum um sig, tólf og hálfa milljón í miskabætur. Dómurinn féllst ekki á svo háa upphæð en úrskurðaði að Nadine skyldi greiða þeim samtals 1400 þúsund, Þórhildur greiði öðrum þeirra 100 þúsund en hinum 200 þúsund og Heimir Már og Stefán Rafn greiði mönnunum samtals hundrað þúsund krónur hvor. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn sem fyrr segir.Dóminn má lesa hér í heild sinni á vef Hæstaréttar.Uppfært 6. júlí 2018. Hér fyrir neðan má lesa dómsorð (mál nr. 729/2017): Eftirfarandi ummæli skulu vera dauð og ómerk: Ummæli í kröfuliðum 3 og 19 í stefnu „Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana“. Ummæli í kröfuliðum 5, 9, 14 og 20 í stefnu „Samkvæmt heimildum [Frétta]blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisverka“. Ummæli í kröfuliðum 8, 13, 18 og 25 í stefnu „Þá voru hankar í loftinu sem grunur leikur á að mennirnir hafi notað til að hengja upp aðra konuna á meðan ráðist var á hana“. Ummæli í kröfulið 26 í stefnu „Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að íbúðin væri búin tækjum og tólum til ofbeldisiðkunar“. Ummæli í kröfulið 30 í stefnu „... en í fyrra tilfellinu var annarri þeirra nauðgað af bekkjarbróður hennar en seinni konunni var nauðgað af báðum mönnum í heimahúsi í Hlíðunum“. Ummæli í kröfulið 31 í stefnu „Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisiðkunar, sem lögregla gerði upptæk“. Að öðru leyti eru stefndu sýknuð af ómerkingarkröfum stefnenda. Stefnda, Nadine Guðrún Yaghi, greiði hvorum stefnanda um sig, A og B, 700.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 11. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi, Heimir Már Pétursson, greiði hvorum stefnanda um sig, 50.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 6. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, greiði hvorum stefnanda um sig, 50.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 6. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnda, Þórhildur Þorkelsdóttir, greiði stefnanda, A, 100.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnda, Þórhildur, greiði stefnanda, B, 200.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Birta skal forsendur og dómsorð dóms þessa eigi síðar en sjö dögum eftir dómsuppsögu í Fréttablaðinu og á vefsvæðinu www.visir.is og gera grein fyrir þeim í útvarpsfréttum Bylgjunnar og sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 að viðlögðum 50.000 króna dagsektum. Stefndu greiði óskipt stefnendum 900.000 krónur í málskostnað.
Hlíðamálið Tengdar fréttir Fjórir fréttamenn 365 dæmdir fyrir meiðyrði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365 dauð og ómerk. 26. október 2017 13:32 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Fjórir fréttamenn 365 dæmdir fyrir meiðyrði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365 dauð og ómerk. 26. október 2017 13:32