Sjö ára börn spila skotleikinn Fortnite Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júní 2018 19:15 Börn, jafnvel yngri en sjö ára, spila reglulega skotleikinn Fortnite sem er bannaður börnum yngri en tólf ára. Leikurinn snýst um að skjóta þá sem eru í kring í von um að standa uppi sem eini aðilinn eftirlifandi. Skólastjórnendur segja tímabært að foreldrar sameinist um að grípa inn í tölvunotkun barna enda sé um vaxandi vanda að ræða. „Í rauninni er þetta allt sett fram á mjög teiknimyndalegan máta. Þannig leikurinn er ekki eins og aðrir skotleikir að mínu mati, en jú það eru byssur í leiknum og þú þarft að skjóta aðra til að sigra,“ segir John Andri, sölumaður í Elko. Leikurinn vinsæli er bannaður innan tólf ára aldurs vegna ofbeldis. Þó er hann aðgengilegur í öllum Playstation tölvum og snjallsímum. Börn allt niður í 7 ára aldur spila leikinn reglulega, sem er áhyggjuefni að mati skólastjóra í Reykjavik. Þá segir fyrrum tölvufíkill mikilvægt að foreldrar fylgist með tölvunotkun barna sinna. Í dag vanti upp á að foreldrar standi saman í því að setja takmörk og grípa inn í. „Þetta er ofbeldisleikur þó það séu til verri leikir en Fortnite. Þá er þetta skotleikur, hann gengur út á að drepa andstæðinginn og safna byssum,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson, fyrrum tölvufíkill.Leikurinn Fortniteskjáskot úr fréttÍ gær fjallaði Vísir um vaxandi tölvufíkn en sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson hefur miklar áhyggjur af vandanum sem hann segir aukast hratt, sérstaklega meðal ungra barna. „Það er aukning, engin spurning. Eftir því sem að tækninni fleytir áfram og leikirnir verða flottari og flóknari þá fellur stærri hópur fyrir þessu. Nú sjáum við, með tilkomu Fortnite, að stelpurnar eru í auknum mæli að sækja tölvuleiki. Þær hafa verið minna áberandi þar, en nú sjáum við þær birtast í stærri hópum, segir Eyjólfur Örn Jónsson,“ sálfræðingur. John tekur undir með Eyjólfi og segir marga foreldra hafa áhyggjur af tölvuleikjanotkun barna sinna. Nýverið kynntu Apple og Google nýja útfærslu af stýrikerfi sem býður upp á tímastjórnun í símum og tölvum. „Þá getur þú sett foreldralæsingu, til að mynda fyrir tölvuleiki. Þannig er hægt að setja tímamörk, þannig að barnið sé í tölvuleiknum í ákveðið marga klukkutíma eða á ákveðnum tíma dags,“ segir John. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Í alvarlegustu tilfellum sofa börn á lyklaborðum og eiga ekki eðlileg samskipti. 23. júní 2018 19:15 Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Sjá meira
Börn, jafnvel yngri en sjö ára, spila reglulega skotleikinn Fortnite sem er bannaður börnum yngri en tólf ára. Leikurinn snýst um að skjóta þá sem eru í kring í von um að standa uppi sem eini aðilinn eftirlifandi. Skólastjórnendur segja tímabært að foreldrar sameinist um að grípa inn í tölvunotkun barna enda sé um vaxandi vanda að ræða. „Í rauninni er þetta allt sett fram á mjög teiknimyndalegan máta. Þannig leikurinn er ekki eins og aðrir skotleikir að mínu mati, en jú það eru byssur í leiknum og þú þarft að skjóta aðra til að sigra,“ segir John Andri, sölumaður í Elko. Leikurinn vinsæli er bannaður innan tólf ára aldurs vegna ofbeldis. Þó er hann aðgengilegur í öllum Playstation tölvum og snjallsímum. Börn allt niður í 7 ára aldur spila leikinn reglulega, sem er áhyggjuefni að mati skólastjóra í Reykjavik. Þá segir fyrrum tölvufíkill mikilvægt að foreldrar fylgist með tölvunotkun barna sinna. Í dag vanti upp á að foreldrar standi saman í því að setja takmörk og grípa inn í. „Þetta er ofbeldisleikur þó það séu til verri leikir en Fortnite. Þá er þetta skotleikur, hann gengur út á að drepa andstæðinginn og safna byssum,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson, fyrrum tölvufíkill.Leikurinn Fortniteskjáskot úr fréttÍ gær fjallaði Vísir um vaxandi tölvufíkn en sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson hefur miklar áhyggjur af vandanum sem hann segir aukast hratt, sérstaklega meðal ungra barna. „Það er aukning, engin spurning. Eftir því sem að tækninni fleytir áfram og leikirnir verða flottari og flóknari þá fellur stærri hópur fyrir þessu. Nú sjáum við, með tilkomu Fortnite, að stelpurnar eru í auknum mæli að sækja tölvuleiki. Þær hafa verið minna áberandi þar, en nú sjáum við þær birtast í stærri hópum, segir Eyjólfur Örn Jónsson,“ sálfræðingur. John tekur undir með Eyjólfi og segir marga foreldra hafa áhyggjur af tölvuleikjanotkun barna sinna. Nýverið kynntu Apple og Google nýja útfærslu af stýrikerfi sem býður upp á tímastjórnun í símum og tölvum. „Þá getur þú sett foreldralæsingu, til að mynda fyrir tölvuleiki. Þannig er hægt að setja tímamörk, þannig að barnið sé í tölvuleiknum í ákveðið marga klukkutíma eða á ákveðnum tíma dags,“ segir John.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Í alvarlegustu tilfellum sofa börn á lyklaborðum og eiga ekki eðlileg samskipti. 23. júní 2018 19:15 Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Sjá meira
Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Í alvarlegustu tilfellum sofa börn á lyklaborðum og eiga ekki eðlileg samskipti. 23. júní 2018 19:15
Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00