Fjörutíu æðarfuglar fundust dauðir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2018 09:38 Fréttablaðið/Anton Brink Í síðustu viku barst Matvælastofnun tilkynning um að fjölmargar æðarkollur og nokkrir aðrir villtir fuglar hefðu fundist dauðir. Um fjörutíu æðarfugla var að ræða. Fuglakólera er sökudólgurinn. Fimmtudaginn 14. júní höfðu bændur á bænum Hrauni á Skaga samband við héraðsdýralækni Matvælastofnunar og létu vita um óvenju marga dauða fugla á svæðinu. Rúmlega fjörtíu æðarkollur höfðu fundist dauðar á hreiðrum sínum, ásamt nokkrum máfum og gæs, að því er segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Óskað var eftir rannsókn á fuglunum en fljótlega var hægt að útiloka að um fuglaflensu væri að ræða. Fuglarnir voru síðan krufðir og fleiri rannsóknir gerðar. Niðurstaða þeirra barst svo á laugardagsmorgun. Í ljós kom að um fuglakóleru var að ræða. Orsök hennar er bakterían Pasteurella multocida, sem er vel þekkt orsök dauða í villtum fuglum, að því er segir í tilkynningu Matvælastofnunnar. Einkenni geta verið skyndilegur dauði eins og í þessu tilfelli, en stundum tekur sjúkdómsferlið lengri tíma og fuglarnir veslast smám saman upp.Fólki stafar ekki hætta af fuglakóleru Bakterían finnst í miklu magni í driti sýktra fugla og hræjum af fuglum sem drepist hafa úr sýkingu af völdum hennar. Hún getur lifað af í vatni í þrjár til fjórar vikur og allt að fjóra mánuði í jarðvegi. Fólk og spendýr, önnur en nagdýr, virðast ekki vera næm fyrir þeim stofnum bakteríunnar sem sýkja fugla. „Rétt er þó að minna á að fólk ætti aldrei að snerta dauða fugla með berum höndum, því þeir geta borið ýmsa sýkla sem geta valdið sjúkdómum í fólki. Fuglakólera er allsendis óskyld kóleru í fólki, sem bakterían Vibrio cholerae veldur,“ segir í tilkynningunni. Dýr Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Í síðustu viku barst Matvælastofnun tilkynning um að fjölmargar æðarkollur og nokkrir aðrir villtir fuglar hefðu fundist dauðir. Um fjörutíu æðarfugla var að ræða. Fuglakólera er sökudólgurinn. Fimmtudaginn 14. júní höfðu bændur á bænum Hrauni á Skaga samband við héraðsdýralækni Matvælastofnunar og létu vita um óvenju marga dauða fugla á svæðinu. Rúmlega fjörtíu æðarkollur höfðu fundist dauðar á hreiðrum sínum, ásamt nokkrum máfum og gæs, að því er segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Óskað var eftir rannsókn á fuglunum en fljótlega var hægt að útiloka að um fuglaflensu væri að ræða. Fuglarnir voru síðan krufðir og fleiri rannsóknir gerðar. Niðurstaða þeirra barst svo á laugardagsmorgun. Í ljós kom að um fuglakóleru var að ræða. Orsök hennar er bakterían Pasteurella multocida, sem er vel þekkt orsök dauða í villtum fuglum, að því er segir í tilkynningu Matvælastofnunnar. Einkenni geta verið skyndilegur dauði eins og í þessu tilfelli, en stundum tekur sjúkdómsferlið lengri tíma og fuglarnir veslast smám saman upp.Fólki stafar ekki hætta af fuglakóleru Bakterían finnst í miklu magni í driti sýktra fugla og hræjum af fuglum sem drepist hafa úr sýkingu af völdum hennar. Hún getur lifað af í vatni í þrjár til fjórar vikur og allt að fjóra mánuði í jarðvegi. Fólk og spendýr, önnur en nagdýr, virðast ekki vera næm fyrir þeim stofnum bakteríunnar sem sýkja fugla. „Rétt er þó að minna á að fólk ætti aldrei að snerta dauða fugla með berum höndum, því þeir geta borið ýmsa sýkla sem geta valdið sjúkdómum í fólki. Fuglakólera er allsendis óskyld kóleru í fólki, sem bakterían Vibrio cholerae veldur,“ segir í tilkynningunni.
Dýr Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira