Bandaríkin andsnúin brjóstagjöf Andri Eysteinsson skrifar 8. júlí 2018 17:59 Fundurinn fer fram í svissnesku borginni Genf. Vísir/EPA Fulltrúar Bandaríkjanna á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf lögðust gegn samþykkt þar sem hvatt var til brjóstagjafar. Í samþykktinni, sem var unnin eftir niðurstöðum rannsókna sem hafa farið fram í mörg ár, segir að móðurmjólk sé hollasti valmöguleikinn fyrir ungabörn og að þjóðir skyldu vinna að því koma í veg fyrir villandi herferðir þurrmjólkurframleiðanda. Búist var við því að tillagan yrði samþykkt vandkvæðalaust en fulltrúar Ekvador hugðust leggja hana fram.New York Times greinir frá atburðum dagsins.Hótuðu hörðum tollum á Ekvador Fulltrúar Bandaríkjanna voru ekki á sama máli og vildu að tillögunni yrði vísað frá og virtust taka afstöðuna vegna hagsmuna framleiðanda þurrmjólkur. Þegar tillögunni var ekki vísað frá skiptu Bandaríkin um gír og hótuðu að leggja harða tolla á Ekvadora og að draga til baka hernaðaraðstoð sína í landinu.Ekvadorar drógu til baka tillöguna af ótta við aðgerðir Bandaríkjanna og við tók leit að nýju ríki til að bera tillöguna fram. Að sögn fulltrúa á fundinum var leitað til 12 ríkja, flest afrísk eða frá rómönsku ameríku en hótanir Bandaríkjanna komu í veg fyrir að þau tækju hlutverkið að sér. Patti Rundall, hjá bresku samtökunum Baby Milk Action sagði afstöðu Bandaríkjanna jafngilda kúgunum, Bandaríkin væru að reyna að halda allri heimsbyggðinni í gíslingu. Að lokum fór áætlun Bandaríkjanna út um þúfur þegar Rússland gekk í stað Ekvador og stóð því fyrir tillögunni. Fulltrúar Bandaríkjanna hugnaðist ekki slagur við Rússland og létu undan baráttunni.Stórveldi ættu ekki að geta ráðskast með smærri þjóðir.Ilona Kickbush hjá Alþjóðaheilbrigðissviði IHEID háskólans í Genf sagðist óttast að ríkistjórn Donald Trump gæti haft eyðileggjandi áhrif á störf WHO til dæmis við að berjast gegn Ebólusmitum og lífstílssjúkdómumum víða veröld. Rússneskur nefndarmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið sagði við New York Times að Rússar væru ekki að reyna að vera hetjan í þessu máli. Rússum finnist það þó óeðlilegt að stórveldi á alþjóðasviði geti ráðskast með minni ríki, sérstaklega í málefnum sem skipta heimsbyggðina alla máli. Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sagði samþykktina setja óþarfa hindranir í veg þeirra mæðra sem ekki geta gefið börnum sínum brjóstamjólk og þurfa að leita annarra leiða. Stofnunin þvertók fyrir það að hún hafi verið viðriðin hótanir gagnvart Ekvadorum. Donald Trump Erlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Fulltrúar Bandaríkjanna á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf lögðust gegn samþykkt þar sem hvatt var til brjóstagjafar. Í samþykktinni, sem var unnin eftir niðurstöðum rannsókna sem hafa farið fram í mörg ár, segir að móðurmjólk sé hollasti valmöguleikinn fyrir ungabörn og að þjóðir skyldu vinna að því koma í veg fyrir villandi herferðir þurrmjólkurframleiðanda. Búist var við því að tillagan yrði samþykkt vandkvæðalaust en fulltrúar Ekvador hugðust leggja hana fram.New York Times greinir frá atburðum dagsins.Hótuðu hörðum tollum á Ekvador Fulltrúar Bandaríkjanna voru ekki á sama máli og vildu að tillögunni yrði vísað frá og virtust taka afstöðuna vegna hagsmuna framleiðanda þurrmjólkur. Þegar tillögunni var ekki vísað frá skiptu Bandaríkin um gír og hótuðu að leggja harða tolla á Ekvadora og að draga til baka hernaðaraðstoð sína í landinu.Ekvadorar drógu til baka tillöguna af ótta við aðgerðir Bandaríkjanna og við tók leit að nýju ríki til að bera tillöguna fram. Að sögn fulltrúa á fundinum var leitað til 12 ríkja, flest afrísk eða frá rómönsku ameríku en hótanir Bandaríkjanna komu í veg fyrir að þau tækju hlutverkið að sér. Patti Rundall, hjá bresku samtökunum Baby Milk Action sagði afstöðu Bandaríkjanna jafngilda kúgunum, Bandaríkin væru að reyna að halda allri heimsbyggðinni í gíslingu. Að lokum fór áætlun Bandaríkjanna út um þúfur þegar Rússland gekk í stað Ekvador og stóð því fyrir tillögunni. Fulltrúar Bandaríkjanna hugnaðist ekki slagur við Rússland og létu undan baráttunni.Stórveldi ættu ekki að geta ráðskast með smærri þjóðir.Ilona Kickbush hjá Alþjóðaheilbrigðissviði IHEID háskólans í Genf sagðist óttast að ríkistjórn Donald Trump gæti haft eyðileggjandi áhrif á störf WHO til dæmis við að berjast gegn Ebólusmitum og lífstílssjúkdómumum víða veröld. Rússneskur nefndarmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið sagði við New York Times að Rússar væru ekki að reyna að vera hetjan í þessu máli. Rússum finnist það þó óeðlilegt að stórveldi á alþjóðasviði geti ráðskast með minni ríki, sérstaklega í málefnum sem skipta heimsbyggðina alla máli. Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sagði samþykktina setja óþarfa hindranir í veg þeirra mæðra sem ekki geta gefið börnum sínum brjóstamjólk og þurfa að leita annarra leiða. Stofnunin þvertók fyrir það að hún hafi verið viðriðin hótanir gagnvart Ekvadorum.
Donald Trump Erlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira