Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson skrifar 19. júlí 2018 18:56 Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag skrifar Pálmi Gunnarsson, stangveiðimaður, um laxeldi í sjó og þar stendur eftirfarandi: „Hér sjanghæjuðu fiskeldisfyrirtækin talsmann beint úr ylvolgum stól þingforseta, fyrrverandi þingmanninn og ráðherrann Einar K. Guðfinnsson, og eitthvað hefur Kristinn H. Gunnarsson verið að gaufa á hliðarlínunni.“ Hér er valið að gefa sterklega í skyn að þátttaka mín í opinberri umræðu um laxeldi í sjó séu til þess að þjóna hagsmunum fiskeldisfyrirtækja. Á öðrum vettvangi hefur Pálmi Gunnarsson gengið lengra spurt um greiðslur frá fiskeldisfyrirtækjum til mín. Þessu hef ég áður svarað opinberlega en Pálmi heldur áfram með dylgjurnar. Endurteknar dylgjur er varla hægt að kalla annað en rógburð. Hvort tveggja er rangt. Ég skrifa um málið algerlega út frá eigin forsendum og skoðunum. Fiskeldisfyrirtækin koma þar hvergi nærri, hafa ekki farið fram á það né hefur þeim staðið það til boða. Sem ritstjóri blaðsins Vestfirðir hef ég tekið málið til umfjöllunar og leitast við að kynna bæði sjónarmið, einkum með birtingu fjölmargar aðsendra greina. Í ritstjórnargreinum hef ég reifað viðhorf mín og tek þar einarða afstöðu með laxeldinu á Vestjörðum. Pálmi Gunnarsson og reyndar margir fleiri andstæðingar laxeldis á Vestfjörðum hafa verið ósparir á að bera sakir og dylgjur á þá sem hafa haft sig í frammi fyrir atvinnuuppbyggunni á Vestfjörðum. Það er dapurlegt hvernig umræðan hefur þróast á síðustu árum. Í hópi stangveiðimanna er greinilega ósvífinn hópur málafylgjumanna sem setur sér ekki eðlileg mörk í umræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Tengdar fréttir „Það fylgir þessu birta og gleði...“ Þessa setningu fékk Einar K. Guðfinnsson, stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva, að láni á dögunum frá fiskmatskonu á Djúpavogi. 19. júlí 2018 07:00 Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag skrifar Pálmi Gunnarsson, stangveiðimaður, um laxeldi í sjó og þar stendur eftirfarandi: „Hér sjanghæjuðu fiskeldisfyrirtækin talsmann beint úr ylvolgum stól þingforseta, fyrrverandi þingmanninn og ráðherrann Einar K. Guðfinnsson, og eitthvað hefur Kristinn H. Gunnarsson verið að gaufa á hliðarlínunni.“ Hér er valið að gefa sterklega í skyn að þátttaka mín í opinberri umræðu um laxeldi í sjó séu til þess að þjóna hagsmunum fiskeldisfyrirtækja. Á öðrum vettvangi hefur Pálmi Gunnarsson gengið lengra spurt um greiðslur frá fiskeldisfyrirtækjum til mín. Þessu hef ég áður svarað opinberlega en Pálmi heldur áfram með dylgjurnar. Endurteknar dylgjur er varla hægt að kalla annað en rógburð. Hvort tveggja er rangt. Ég skrifa um málið algerlega út frá eigin forsendum og skoðunum. Fiskeldisfyrirtækin koma þar hvergi nærri, hafa ekki farið fram á það né hefur þeim staðið það til boða. Sem ritstjóri blaðsins Vestfirðir hef ég tekið málið til umfjöllunar og leitast við að kynna bæði sjónarmið, einkum með birtingu fjölmargar aðsendra greina. Í ritstjórnargreinum hef ég reifað viðhorf mín og tek þar einarða afstöðu með laxeldinu á Vestjörðum. Pálmi Gunnarsson og reyndar margir fleiri andstæðingar laxeldis á Vestfjörðum hafa verið ósparir á að bera sakir og dylgjur á þá sem hafa haft sig í frammi fyrir atvinnuuppbyggunni á Vestfjörðum. Það er dapurlegt hvernig umræðan hefur þróast á síðustu árum. Í hópi stangveiðimanna er greinilega ósvífinn hópur málafylgjumanna sem setur sér ekki eðlileg mörk í umræðunni.
„Það fylgir þessu birta og gleði...“ Þessa setningu fékk Einar K. Guðfinnsson, stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva, að láni á dögunum frá fiskmatskonu á Djúpavogi. 19. júlí 2018 07:00
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar