80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. júlí 2018 07:00 Búið er að reisa svið á Þingvöllum vegna fundarins. EINAR Á.E. SÆMUNDSEN Kostnaður vegna hátíðarþingfundar á Þingvöllum gæti farið allt að 78 prósent umfram áætlun. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir kostnaðinn nú áætlaðan 70 til 80 milljónir króna. Í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar frá því í júnílok kemur fram að kostnaður í rekstraráætlun ársins vegna fundarins hafi verið um 45 milljónir. Þó væri ljóst að eftir því sem umfang viðburðarins hefði skýrst gæti kostnaður orðið eitthvað meiri. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu og segir Helgi að því fylgi töluverður kostnaður þar sem taka þurfi tillit til þess í skipulagningu. Þá hefur verið settur upp sérstakur pallur fyrir neðan Lögberg sem ætlaður er þingmönnum og boðsgestum.Helgi Bernódusson.VísirMeðal boðsgesta eru forseti Íslands og þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Forseti Alþingis mun svo bjóða þingmönnum og gestum til hátíðarkvöldverðar. Fundurinn á Þingvöllum er liður í hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þar stendur til að samþykkja þingsályktunartillögur um stofnun Barnamenningarsjóðs, byggingu nýs hafrannsóknaskips og útgáfu ritverka um Þingvelli í íslenskri myndlist og bókmenntasögu frá landnámi til 21. aldar. Á morgun verða 100 ár liðin frá undirritun samninga um sambandslögin. Lögin tóku gildi 1. desember 1918 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um haustið. „Starfsfólk þingsins er á kafi í undirbúningi. Við höfum verið í miklu samstarfi við þjóðgarðsvörðinn og hans starfslið. Einnig í miklu og góðu samstarfi við lögreglu, utanríkisráðuneytið og ekki síst Sjónvarpið,“ segir Helgi. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir undirbúning almennt hafa gengið vel. Fundurinn nú sé einfaldari í sniðum en fyrri hátíðarfundir sem hafa verið haldnir á staðnum. „Þó setur aukinn ferðamannafjöldi þetta í annað samhengi en einnig eru töluvert meiri öryggiskröfur nú en til dæmis árið 2000, þegar Alþingi kom síðast saman á Þingvöllum.“ Einar segir að fundinum fylgi einhver röskun á hefðbundnu flæði ferðaþjónustufyrirtækja. Til að mynda verður vegi inn að gestastofu á Hakinu og bílastæði þar lokað frá klukkan átta um morguninn til klukkan sex um kvöldið. Að sögn Einars hafa rúmlega fimm þúsund manns að meðaltali gengið um Almannagjá á hverjum degi það sem af er júlí. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Kostnaður vegna hátíðarþingfundar á Þingvöllum gæti farið allt að 78 prósent umfram áætlun. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir kostnaðinn nú áætlaðan 70 til 80 milljónir króna. Í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar frá því í júnílok kemur fram að kostnaður í rekstraráætlun ársins vegna fundarins hafi verið um 45 milljónir. Þó væri ljóst að eftir því sem umfang viðburðarins hefði skýrst gæti kostnaður orðið eitthvað meiri. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu og segir Helgi að því fylgi töluverður kostnaður þar sem taka þurfi tillit til þess í skipulagningu. Þá hefur verið settur upp sérstakur pallur fyrir neðan Lögberg sem ætlaður er þingmönnum og boðsgestum.Helgi Bernódusson.VísirMeðal boðsgesta eru forseti Íslands og þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Forseti Alþingis mun svo bjóða þingmönnum og gestum til hátíðarkvöldverðar. Fundurinn á Þingvöllum er liður í hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þar stendur til að samþykkja þingsályktunartillögur um stofnun Barnamenningarsjóðs, byggingu nýs hafrannsóknaskips og útgáfu ritverka um Þingvelli í íslenskri myndlist og bókmenntasögu frá landnámi til 21. aldar. Á morgun verða 100 ár liðin frá undirritun samninga um sambandslögin. Lögin tóku gildi 1. desember 1918 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um haustið. „Starfsfólk þingsins er á kafi í undirbúningi. Við höfum verið í miklu samstarfi við þjóðgarðsvörðinn og hans starfslið. Einnig í miklu og góðu samstarfi við lögreglu, utanríkisráðuneytið og ekki síst Sjónvarpið,“ segir Helgi. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir undirbúning almennt hafa gengið vel. Fundurinn nú sé einfaldari í sniðum en fyrri hátíðarfundir sem hafa verið haldnir á staðnum. „Þó setur aukinn ferðamannafjöldi þetta í annað samhengi en einnig eru töluvert meiri öryggiskröfur nú en til dæmis árið 2000, þegar Alþingi kom síðast saman á Þingvöllum.“ Einar segir að fundinum fylgi einhver röskun á hefðbundnu flæði ferðaþjónustufyrirtækja. Til að mynda verður vegi inn að gestastofu á Hakinu og bílastæði þar lokað frá klukkan átta um morguninn til klukkan sex um kvöldið. Að sögn Einars hafa rúmlega fimm þúsund manns að meðaltali gengið um Almannagjá á hverjum degi það sem af er júlí.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30
Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38