Barnablað Morgunblaðsins sakað um „letirasisma“ vegna teiknaðrar gátu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2018 21:00 Hér má sjá umrædda gátu sem birtist í Barnablaði Morgunblaðsins og vakið hefur töluverða athygli. Mynd/Samsett Teiknuð gáta sem birtist í sunnudagsútgáfu Barnablaðs Morgunblaðsins hefur verið gagnrýnd fyrir að endurspegla úreltar staðalímyndir um fólk af ýmsum kynþáttum. Blaðið segir gátuna ekki í takt við tímann og harmar birtingu hennar. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er gátan undir yfirskriftinni „Hver býr í hvaða húsi?“ og eiga krakkar að tengja viðeigandi íbúa við sitt hús. Svo virðist sem gátan eigi að sýna fólk úr mismunandi heimshornum en óhætt er að segja að um nokkuð einfaldar birtingarmyndir þess sé að ræða.Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir.Vísir/EyþórSjá einnig: Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir aðgerðasinni er á meðal þeirra sem furða sig á birtingu gátunnar. Hún deilir mynd af gátunni og segir teikningarnar „ala á úreltum staðalímyndum um fólk frá öðrum heimshlutum.“ „Ef þetta lýsir ekki fullkomlega það [sic] sem ég kýs að kalla „letirasismi“ þá veit ég ekki hvað,“ bætir Ugla við. Þá spyr Ugla hvort Morgunblaðinu þyki umrædd gáta viðeigandi til birtingar. „Er ekki kominn tími á að vakna aðeins og vera ekki algjörlega úr takt við tímann og tíðarandann?“Hefði hvorki átt að birtast í blaði fyrir börn né öðru blaði Í svari Morgunblaðsins við fyrirspurn Vísis um málið segir að gátan hafi ekki átt að rata í Barnablaðið og að vantað hafi upp á vandlega yfirferð. „Þegar verið er að nota eldra efni í bland við nýtt er alveg sérstaklega mikil þörf á að fara vandlega yfir. Í þessu tilviki vantar því miður upp á það. Þessi gáta er klárlega ekki í takt við tímann og hefði ekki átt að birtast, hvorki í blaði fyrir börn né öðru blaði,“ segir í svari blaðsins við fyrirspurn Vísis. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sprottið hefur upp umræða um „rasískar merkingar“ á Íslandi. Árið 2014 tók veitingahúsið Svarta kaffi við Laugaveg niður styttu af hörundsdökkum þjóni vegna netmótmæla. Þótti styttan sýna rasískt myndmál og ala á gömlum, úreltum staðalímyndum um svart fólk.Umrædd gáta birtist á síðu 6 í Barnablaði Morgunblaðsins, sunnudagsblaði.Skjáskot/Morgunblaðið Tengdar fréttir Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26 Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. 9. maí 2014 13:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Teiknuð gáta sem birtist í sunnudagsútgáfu Barnablaðs Morgunblaðsins hefur verið gagnrýnd fyrir að endurspegla úreltar staðalímyndir um fólk af ýmsum kynþáttum. Blaðið segir gátuna ekki í takt við tímann og harmar birtingu hennar. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er gátan undir yfirskriftinni „Hver býr í hvaða húsi?“ og eiga krakkar að tengja viðeigandi íbúa við sitt hús. Svo virðist sem gátan eigi að sýna fólk úr mismunandi heimshornum en óhætt er að segja að um nokkuð einfaldar birtingarmyndir þess sé að ræða.Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir.Vísir/EyþórSjá einnig: Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir aðgerðasinni er á meðal þeirra sem furða sig á birtingu gátunnar. Hún deilir mynd af gátunni og segir teikningarnar „ala á úreltum staðalímyndum um fólk frá öðrum heimshlutum.“ „Ef þetta lýsir ekki fullkomlega það [sic] sem ég kýs að kalla „letirasismi“ þá veit ég ekki hvað,“ bætir Ugla við. Þá spyr Ugla hvort Morgunblaðinu þyki umrædd gáta viðeigandi til birtingar. „Er ekki kominn tími á að vakna aðeins og vera ekki algjörlega úr takt við tímann og tíðarandann?“Hefði hvorki átt að birtast í blaði fyrir börn né öðru blaði Í svari Morgunblaðsins við fyrirspurn Vísis um málið segir að gátan hafi ekki átt að rata í Barnablaðið og að vantað hafi upp á vandlega yfirferð. „Þegar verið er að nota eldra efni í bland við nýtt er alveg sérstaklega mikil þörf á að fara vandlega yfir. Í þessu tilviki vantar því miður upp á það. Þessi gáta er klárlega ekki í takt við tímann og hefði ekki átt að birtast, hvorki í blaði fyrir börn né öðru blaði,“ segir í svari blaðsins við fyrirspurn Vísis. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sprottið hefur upp umræða um „rasískar merkingar“ á Íslandi. Árið 2014 tók veitingahúsið Svarta kaffi við Laugaveg niður styttu af hörundsdökkum þjóni vegna netmótmæla. Þótti styttan sýna rasískt myndmál og ala á gömlum, úreltum staðalímyndum um svart fólk.Umrædd gáta birtist á síðu 6 í Barnablaði Morgunblaðsins, sunnudagsblaði.Skjáskot/Morgunblaðið
Tengdar fréttir Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26 Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. 9. maí 2014 13:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26
Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. 9. maí 2014 13:55