Kveikur í sæðingum vegna mikilla vinsælda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júlí 2018 20:15 Kveikur hefur meira en nóg að gera á Króki í Ásahreppi þar sem sæðið er tekið úr honum af dýralækni og í framhaldinu er merar sæddar sem eiga pantað undir hann. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Vegna mikillar eftirspurnar að eignast folald undan stóðhestinum Kveik frá Stangarlæk hefur verið ákveðið að hafa hann í sæðingum í sumar í stað þess að leyfa honum að vera hjá merum út í haga. Folatollurinn kostar tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur. Stóðhesturinn Kveikur frá Stangarleik í Grímsnesi var að mörgum talin stjarna landsmóts hestamanna sem fór nýlega fram í Víðidal í Reykjavík. Knapi var Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir. Kveikur sló eigið heimsmet og fór í 8.88 fyrir hæfileika sem klárhestur, þar af fékk hann tvær tíur, aðra fyrir tölt og hina fyrir vilja. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ segir Aðalheiður Anna.Kveikur var tvímælalaust stjarna landsmóts hestamanna í Víðidalnum á dögunum þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi hann.Mynd/Jens EinarssonKveikur verður í sæðingum í sumar á bænum Króki í Ásahreppi en þá kemur dýralæknir á morgnanna og tekur sæði úr hestinum. Hver skammtur getur dugað í nokkrar merar. En hvað kom til að Kveikur var settur í sæðingar ? „Við töldum að það væri öruggara að þessar sæðingar færu fram undir eftirliti dýralæknis frekar en að sleppa honum í hólf þar sem slysin geta gerst,“ segir Birgir Leó Ólafsson eigandi Kveiks og bætir því að það sé fyrst og fremst verið að hugsa um velferð hestsins. „Já, það er velferð hestsins og sannarlega gefur þetta fleirum kost á að komast með merar undir hestinn því það er mikil eftirspurn eftir því,“ bætir Ragna Björnsdóttir eigandi Kveiks og eiginkona Birgis við. Sæðið úr Kveiki verður notað á um 100 merar í sumar og nú þegar hefur verið pantað undir annan eins fjölda af merum næsta sumar. Folatollurinn í sumar er seldur á 250.000 krónur. Dýr Hestar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Vegna mikillar eftirspurnar að eignast folald undan stóðhestinum Kveik frá Stangarlæk hefur verið ákveðið að hafa hann í sæðingum í sumar í stað þess að leyfa honum að vera hjá merum út í haga. Folatollurinn kostar tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur. Stóðhesturinn Kveikur frá Stangarleik í Grímsnesi var að mörgum talin stjarna landsmóts hestamanna sem fór nýlega fram í Víðidal í Reykjavík. Knapi var Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir. Kveikur sló eigið heimsmet og fór í 8.88 fyrir hæfileika sem klárhestur, þar af fékk hann tvær tíur, aðra fyrir tölt og hina fyrir vilja. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ segir Aðalheiður Anna.Kveikur var tvímælalaust stjarna landsmóts hestamanna í Víðidalnum á dögunum þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi hann.Mynd/Jens EinarssonKveikur verður í sæðingum í sumar á bænum Króki í Ásahreppi en þá kemur dýralæknir á morgnanna og tekur sæði úr hestinum. Hver skammtur getur dugað í nokkrar merar. En hvað kom til að Kveikur var settur í sæðingar ? „Við töldum að það væri öruggara að þessar sæðingar færu fram undir eftirliti dýralæknis frekar en að sleppa honum í hólf þar sem slysin geta gerst,“ segir Birgir Leó Ólafsson eigandi Kveiks og bætir því að það sé fyrst og fremst verið að hugsa um velferð hestsins. „Já, það er velferð hestsins og sannarlega gefur þetta fleirum kost á að komast með merar undir hestinn því það er mikil eftirspurn eftir því,“ bætir Ragna Björnsdóttir eigandi Kveiks og eiginkona Birgis við. Sæðið úr Kveiki verður notað á um 100 merar í sumar og nú þegar hefur verið pantað undir annan eins fjölda af merum næsta sumar. Folatollurinn í sumar er seldur á 250.000 krónur.
Dýr Hestar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira