Málefni heimilislausra í Reykjavík Sigurlaug Guðný Ingólfsdóttir og Garðar S. Ottesen og Júlíus Þórðarson skrifa 12. júlí 2018 07:00 Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. Síðastliðinn vetur talaði borgarstjórinn um að vandi heimilislausra væri orðinn að samfélagsvanda. Að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni og að allir þurfi að leggjast á eitt til þess að leysa þennan vanda. Umboðsmaður Alþingis er að eigin frumkvæði að athuga húsnæðisvanda utangarðsfólks og hefur sent sveitarfélögum landsins erindi og óskað svara. Hvað þýðir sú ranghugmynd að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni? Hverjir eru heimilislausir – eingöngu utangarðsfólk? Júlíus ÞórðarsonHverjir eru utangarðs? Í lögum stendur: „Húsnæðislaus er sá sem ekki hefur aðgang að hefðbundnu húsnæði, hann hefur ekki húsaskjól að staðaldri á sama stað og gistir þar sem kostur er hverja nótt, þar með talið í gistiskýli, á gistiheimili eða inni á öðru fólki. Þeir sem koma úr tímabundnu húsaskjóli, svo sem úr fangelsi eða úr vímuefnameðferð, eiga sögu um margháttaða húsnæðis- og félagslega erfiðleika og eiga ekki tryggt húsaskjól einum til tveimur mánuðum áður en þeir fara úr hinu tímabundna húsnæði, eru taldir hér með.“ Hvaða verkefni getur fólkið í landinu unnið úti í samfélaginu og hverjir eiga að vinna það verkefni? Eiga þeir sem eru ekki heimilislausir að aðstoða heimilislausa til að eignast heimili? Hvernig? Eiga heimilislausir sjálfir að útvega sér húsnæði peningalausir, utangarðs, með fíknivanda, í fangelsi, með langa áfallasögu og alls konar annan vanda? Hvernig? Til hvers er velferðarkerfið? Til hvers er félagslega kerfið? Til hvers starfa ótal einstaklingar á fullum launum og ýmsum fríðindum hjá borginni sem eiga að þjónusta heimilislausa? Á nú almenningur að starfa líka að sama málefni án launa, án tengsla við heimilislausa, án þekkingar á vanda þeirra, án fagþekkingar og meðferðarþekkingar? Af hverju beinir borgarstjórinn ekki sínum áhrifum og skyldu að þeim starfsmönnum sem ráðnir eru og sem er gert hátt undir höfði vegna þekkingar og menntunar sinnar til að aðstoða og þjónusta heimilislausa?Garðar S. Ottesen, stjórn KærleikssamtakannaAf hverju beinir Umboðsmaður Alþingis ekki áhrifum sínum og skyldu að borgarstjóranum og sveitarfélögum landsins með þeim tilmælum að taka á heimilisvanda í landinu? Af hverju er Umboðsmaður Alþingis ekki með skýra mynd á hvaða hóp einstaklinga hann á við í athugun sinni? Á hann við rónana á Austurvelli, á hann við ungt fólk sem býr heima og getur ekki stofnað eigið heimili og þá sérstaklega þá sem foreldrarnir henda út á götu, á hann við einstæða foreldra og hjón sem ná ekki endum saman og geta ekki búið börnum sínum eðlilegt heimili, á hann við þá sem lenda í slysum og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við þá sem veikjast og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við einstaklingana í Laugardalnum, á hann við einstaklingana í Víðinesi, á hann við einstaklingana sem koma á kaffistofu Samhjálpar og nýta sér víðtækari þjónustu þeirra og annara meðferðarstofnana? Hverjir eru utangarðs og hverjir eru heimilislausir? Merkilegt orðalag „freistnivandi“ hjá borgarstjóranum í viðtali sl. vetur. Eru alþingismenn ekki sífellt að freistast til að borga sér hærri laun og þar með viðhalda þeirri fátækt sem komin er á og skapa enn meiri fátækt? Ef ríkið myndi fara eftir lagagreinum þeim sem Umboðsmaður Alþingis nefnir í bréfi sínu til sveitarfélaganna um lagalega skyldu þeirra til að sjá til þess að einstaklingar og fjölskyldur lendi ekki í þeirri stöðu að verða heimilislaus – þá væru einstaklingarnir í samfélaginu ekki með þennan umrædda freistnivanda! Af hverju eru fjölskyldur einstaklinga sem lenda í kerfisvandanum örvæntingarfullar að mati borgarstjórans? Getur það verið af því að fólki í sjálfsvígshugleiðingum er vísað frá geðdeildinni? Kannski af því að of fá varanleg úrræði bíða einstaklinga sem afplána og að þeim hefur ekki verið hjálpað að takast á við upprunalegan vanda sinn? Eða kannski af því að barnavernd er eingöngu með úrræði ef skólakerfið tilkynnir foreldra en ekki öfugt? Hvort eru einstaklingar sem eru í húsnæðisvanda á verri stað eða sá sem hefur valdið til að leysa húsnæðisvanda þeirra og er lagalega skyldugur til þess? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Félagsmál Tengdar fréttir Segir almennan og viðvarandi vanda hjá Reykjavíkurborg vegna húsnæðismála utangarðsfólks Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar sem Umboðsmaður Alþingis lagði í vegna kvartana og ábendinga 11. júlí 2018 13:20 Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. Síðastliðinn vetur talaði borgarstjórinn um að vandi heimilislausra væri orðinn að samfélagsvanda. Að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni og að allir þurfi að leggjast á eitt til þess að leysa þennan vanda. Umboðsmaður Alþingis er að eigin frumkvæði að athuga húsnæðisvanda utangarðsfólks og hefur sent sveitarfélögum landsins erindi og óskað svara. Hvað þýðir sú ranghugmynd að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni? Hverjir eru heimilislausir – eingöngu utangarðsfólk? Júlíus ÞórðarsonHverjir eru utangarðs? Í lögum stendur: „Húsnæðislaus er sá sem ekki hefur aðgang að hefðbundnu húsnæði, hann hefur ekki húsaskjól að staðaldri á sama stað og gistir þar sem kostur er hverja nótt, þar með talið í gistiskýli, á gistiheimili eða inni á öðru fólki. Þeir sem koma úr tímabundnu húsaskjóli, svo sem úr fangelsi eða úr vímuefnameðferð, eiga sögu um margháttaða húsnæðis- og félagslega erfiðleika og eiga ekki tryggt húsaskjól einum til tveimur mánuðum áður en þeir fara úr hinu tímabundna húsnæði, eru taldir hér með.“ Hvaða verkefni getur fólkið í landinu unnið úti í samfélaginu og hverjir eiga að vinna það verkefni? Eiga þeir sem eru ekki heimilislausir að aðstoða heimilislausa til að eignast heimili? Hvernig? Eiga heimilislausir sjálfir að útvega sér húsnæði peningalausir, utangarðs, með fíknivanda, í fangelsi, með langa áfallasögu og alls konar annan vanda? Hvernig? Til hvers er velferðarkerfið? Til hvers er félagslega kerfið? Til hvers starfa ótal einstaklingar á fullum launum og ýmsum fríðindum hjá borginni sem eiga að þjónusta heimilislausa? Á nú almenningur að starfa líka að sama málefni án launa, án tengsla við heimilislausa, án þekkingar á vanda þeirra, án fagþekkingar og meðferðarþekkingar? Af hverju beinir borgarstjórinn ekki sínum áhrifum og skyldu að þeim starfsmönnum sem ráðnir eru og sem er gert hátt undir höfði vegna þekkingar og menntunar sinnar til að aðstoða og þjónusta heimilislausa?Garðar S. Ottesen, stjórn KærleikssamtakannaAf hverju beinir Umboðsmaður Alþingis ekki áhrifum sínum og skyldu að borgarstjóranum og sveitarfélögum landsins með þeim tilmælum að taka á heimilisvanda í landinu? Af hverju er Umboðsmaður Alþingis ekki með skýra mynd á hvaða hóp einstaklinga hann á við í athugun sinni? Á hann við rónana á Austurvelli, á hann við ungt fólk sem býr heima og getur ekki stofnað eigið heimili og þá sérstaklega þá sem foreldrarnir henda út á götu, á hann við einstæða foreldra og hjón sem ná ekki endum saman og geta ekki búið börnum sínum eðlilegt heimili, á hann við þá sem lenda í slysum og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við þá sem veikjast og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við einstaklingana í Laugardalnum, á hann við einstaklingana í Víðinesi, á hann við einstaklingana sem koma á kaffistofu Samhjálpar og nýta sér víðtækari þjónustu þeirra og annara meðferðarstofnana? Hverjir eru utangarðs og hverjir eru heimilislausir? Merkilegt orðalag „freistnivandi“ hjá borgarstjóranum í viðtali sl. vetur. Eru alþingismenn ekki sífellt að freistast til að borga sér hærri laun og þar með viðhalda þeirri fátækt sem komin er á og skapa enn meiri fátækt? Ef ríkið myndi fara eftir lagagreinum þeim sem Umboðsmaður Alþingis nefnir í bréfi sínu til sveitarfélaganna um lagalega skyldu þeirra til að sjá til þess að einstaklingar og fjölskyldur lendi ekki í þeirri stöðu að verða heimilislaus – þá væru einstaklingarnir í samfélaginu ekki með þennan umrædda freistnivanda! Af hverju eru fjölskyldur einstaklinga sem lenda í kerfisvandanum örvæntingarfullar að mati borgarstjórans? Getur það verið af því að fólki í sjálfsvígshugleiðingum er vísað frá geðdeildinni? Kannski af því að of fá varanleg úrræði bíða einstaklinga sem afplána og að þeim hefur ekki verið hjálpað að takast á við upprunalegan vanda sinn? Eða kannski af því að barnavernd er eingöngu með úrræði ef skólakerfið tilkynnir foreldra en ekki öfugt? Hvort eru einstaklingar sem eru í húsnæðisvanda á verri stað eða sá sem hefur valdið til að leysa húsnæðisvanda þeirra og er lagalega skyldugur til þess?
Segir almennan og viðvarandi vanda hjá Reykjavíkurborg vegna húsnæðismála utangarðsfólks Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar sem Umboðsmaður Alþingis lagði í vegna kvartana og ábendinga 11. júlí 2018 13:20
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun