Dæmi um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður í leikskólum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júlí 2018 22:00 Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu margar stöður á eftir að manna á leikskólum Reykjavíkurborgar í haust og mun það ekki liggja fyrir fyrr en eftir miðjan ágúst samkvæmt svörum frá borginni. Samkvæmt síðustu tölum frá því í júní vantaði 175 leikskólakennara til starfa í Reykjavík. Leikskólakennara vantar einnig til starfa í öðrum sveitarfélögum en í fæstum tilfellum hafa verið teknar saman tölur yfir það hversu marga vantar til starfa. Foreldrar þurfa margir að gera aðrar ráðstafanir, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir leikskólaplássi í haust. Þeirra á meðal eru Sigrún Erla Ólafsdóttir og Albert Hauksson, foreldrar Margrétar Maríu sem er 15 mánaða, en þau eru búsett í Kópavogi. „Við vorum í þeirri stöðu að við fengum leikskólapláss fyrir hana núna í vor, sem sagt hún átti að fá inn í haust, með fyrirvara um að myndi nást að manna,“ segir Sigrún.Margrét María er 15 mánaða.Vísir/skjáskotFyrr í sumar fengu þau póst um að ekki væri búið að manna lausar stöður og þeim ráðlagt að gera aðrar ráðstafanir þar sem óljóst væri hvenær hægt yrði að hefja aðlögun. Ráðlagt væri að segja ekki upp núverandi plássi hjá dagmömmu. „Þá í rauninni varð manni aðeins um því að við vorum ekki með neitt pláss til að segja ekki upp af því við höfðum ekki fengið neitt dagmömmu pláss um vorið. Þannig það leið og beið og við ætluðum bara aðeins að sjá hvernig þetta myndi fara í sumar og krossuðum alla fingur og tær að einhver myndi sækja um,“ segir Sigrún. Í ljós kom svo að fyrir mistök hafði gleymst að framlengja umsóknarfrest um lausar stöður á leikskólanum. Sigrún og Albert leituðu á mátt samfélagsmiðla og tókst þannig að fá pláss fyrir Margréti Maríu hjá dagmömmu í fyrsta sinn. Þau telja sig þó heppin því ekki séu allir í sömu stöðu. „Við höfum skipst á að vera með stelpuna heima eða taka hana með okkur í vinnuna, bara reynt að láta þetta virka,“ segir Albert. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Sækja um pláss hjá uppbókuðum dagforeldrum daginn eftir jákvætt óléttupróf Tvö hitamál brenna á Akureyringum í aðdraganda kosninganna, dagvistunarmál og húsnæðismál. 17. maí 2018 10:00 Leggja fram tillögur til að bæta dagforeldrakerfið Starfshópur um dagforeldrakerfið í Reykjavík hefur skilað inn tillögum til skóla- og frístundaráðs borgarinnar. 28. júní 2018 13:30 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Sjá meira
Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu margar stöður á eftir að manna á leikskólum Reykjavíkurborgar í haust og mun það ekki liggja fyrir fyrr en eftir miðjan ágúst samkvæmt svörum frá borginni. Samkvæmt síðustu tölum frá því í júní vantaði 175 leikskólakennara til starfa í Reykjavík. Leikskólakennara vantar einnig til starfa í öðrum sveitarfélögum en í fæstum tilfellum hafa verið teknar saman tölur yfir það hversu marga vantar til starfa. Foreldrar þurfa margir að gera aðrar ráðstafanir, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir leikskólaplássi í haust. Þeirra á meðal eru Sigrún Erla Ólafsdóttir og Albert Hauksson, foreldrar Margrétar Maríu sem er 15 mánaða, en þau eru búsett í Kópavogi. „Við vorum í þeirri stöðu að við fengum leikskólapláss fyrir hana núna í vor, sem sagt hún átti að fá inn í haust, með fyrirvara um að myndi nást að manna,“ segir Sigrún.Margrét María er 15 mánaða.Vísir/skjáskotFyrr í sumar fengu þau póst um að ekki væri búið að manna lausar stöður og þeim ráðlagt að gera aðrar ráðstafanir þar sem óljóst væri hvenær hægt yrði að hefja aðlögun. Ráðlagt væri að segja ekki upp núverandi plássi hjá dagmömmu. „Þá í rauninni varð manni aðeins um því að við vorum ekki með neitt pláss til að segja ekki upp af því við höfðum ekki fengið neitt dagmömmu pláss um vorið. Þannig það leið og beið og við ætluðum bara aðeins að sjá hvernig þetta myndi fara í sumar og krossuðum alla fingur og tær að einhver myndi sækja um,“ segir Sigrún. Í ljós kom svo að fyrir mistök hafði gleymst að framlengja umsóknarfrest um lausar stöður á leikskólanum. Sigrún og Albert leituðu á mátt samfélagsmiðla og tókst þannig að fá pláss fyrir Margréti Maríu hjá dagmömmu í fyrsta sinn. Þau telja sig þó heppin því ekki séu allir í sömu stöðu. „Við höfum skipst á að vera með stelpuna heima eða taka hana með okkur í vinnuna, bara reynt að láta þetta virka,“ segir Albert.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Sækja um pláss hjá uppbókuðum dagforeldrum daginn eftir jákvætt óléttupróf Tvö hitamál brenna á Akureyringum í aðdraganda kosninganna, dagvistunarmál og húsnæðismál. 17. maí 2018 10:00 Leggja fram tillögur til að bæta dagforeldrakerfið Starfshópur um dagforeldrakerfið í Reykjavík hefur skilað inn tillögum til skóla- og frístundaráðs borgarinnar. 28. júní 2018 13:30 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Sjá meira
Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45
Sækja um pláss hjá uppbókuðum dagforeldrum daginn eftir jákvætt óléttupróf Tvö hitamál brenna á Akureyringum í aðdraganda kosninganna, dagvistunarmál og húsnæðismál. 17. maí 2018 10:00
Leggja fram tillögur til að bæta dagforeldrakerfið Starfshópur um dagforeldrakerfið í Reykjavík hefur skilað inn tillögum til skóla- og frístundaráðs borgarinnar. 28. júní 2018 13:30