Rétthugsun, þöggun og píslarvottar Þórlindur Kjartansson skrifar 27. júlí 2018 07:00 Það er vesen að reyna að hugsa sjálfstætt. Bæði getur það tekið tíma og verið erfitt. Sum málefni eru svo flókin viðureignar að fólk helgar alla starfsævina leit að skilningi; jafnvel án árangurs. Önnur málefni eru svo óskýr að það er sama hversu lengi fólk veltir sér upp úr þeim, engin ein lausn finnst þannig að jafnvel mestu sérfræðingar geta verið heiftarlega ósammála. Og sum málefni eru erfið vegna þess að þau eru viðkvæm. Þó er sjálfstæð hugsun það dýrmætasta í veröldinni. Án hennar væru allar framfarir ómögulegar. Þetta gildir á öllum sviðum mannlegrar hugsunar. Það eru hinir sjálfstæðu og óhræddu hugsuðir sem fleyta þekkingunni áfram, stundum gegn háværum mótmælum eða jafnvel ógnunum. Öll helstu trúarbrögð mannsins grundvallast á kenningum róttækra hugsuða sem buðu ríkjandi samfélagsskipulagi byrginn. Allar framfarir í vísindum byggjast á því að efast um viðtekin sannindi og leita nýrra, og brautryðjendur listasögunnar létu sér heldur ekki nægja að starfa innan þess ramma sem hefðir og venjur höfðu markað þeim. Marteinn Lúther, Galíleó og Frída Kahló voru sannarlega ekki að bíða eftir leyfi til þess að feta sínar slóðir.Erfitt að hugsa En vegna þess hversu erfitt það er að móta raunverulega sjálfstæðar skoðanir á hlutum þá styttum við okkur öll alls konar leiðir. Við veljum að trúa alls konar hlutum í stað þess að vita þá. Fæstir þeirra sem hafa miklar áhyggjur af hnattrænni hlýnun hafa til að mynda raunverulega komist að sjálfstæðri og upplýstri niðurstöðu um málið heldur trúa þeir betur þeim mikla meirihluta vísindamanna sem varar við hlýnuninni heldur en minnihlutanum sem efast. Þetta er vitaskuld algjörlega nauðsynlegt, því enginn maður hefur tíma eða getu til þess að móta sér fullkomna skoðun eða komast að hinum endanlega sannleika í öllum mögulegum málum. Við veljum því að trúa alls konar hlutum sem okkur þykir sennilegt að séu sannir, án þess að hafa tækifæri til þess að sannreyna þá fyrir víst. Það sem hins vegar er áhugavert er að fólki hættir til þess að verða miklu ákafara og heitara í að verja skoðanir sem það trúir á heldur en hluti sem það veit fyrir víst að eru sannir. Af því leiðir að mörg af flóknustu viðfangsefnum samtímans snúast alls ekki um neins konar þekkingarleit eða sannleiksást—heldur einfaldlega um það að vera í réttu liði og umfram allt að þeir sem eru ósammála séu í vitlausu (og heimsku) liði. Trúarheift Trúarheiftin sem heltekur ýmiss konar málefni er örugg leið til þess að eyðileggja alla framþróun og uppbyggileg skoðanaskipti. Og þar sem hópar sem trúa gagnstæðum hlutum eru ófáanlegir til þess að hlusta á hinn þá leiðir það sjálfkrafa af ástandinu að langþægilegast er að fara einfaldlega fram á að þaggað sé niður í þeim sem eru ósammála. Slíkir þöggunartilburðir geta haft í för með sér tímabundna sælu heittrúarfólks þegar andstæðingnum er einfaldlega sópað burt af sviðinu; en það er hætt við að sú sæla verði skammvinn. Þannig er það til dæmis með þá sem halda uppi óvinsælum (og oft heimskulegum og særandi) skoðunum að andstæðingar þeirra vilja hreinlega banna málflutninginn. Þá er sagt að orðin sjálf séu svo særandi að það megi jafna þeim við líkamlegt ofbeldi, eða eitthvað álíka. Gallinn við þessa aðferð er vitaskuld sú að alls konar hálfvitar sem búið er að þagga niður í ganga um með þær ranghugmyndir í kollinum að þeir séu réttmætir arftakar Sókratesar, Galíleós og Frídu Kahló—jafnvel sjálfs Krists eða Búddha (síður Múhameðs spámanns)—og að „pólitíski rétttrúnaðurinn“ sem þaggar niður í þeim sé einhvers konar sönnun þess að þeir séu ekki talsmenn fávisku og fordóma; heldur boðberar forboðins sannleika. Best líður þeim auðvitað þegar þeir eru gerðir að einhvers konar píslarvottum. Vatnsglasstormur Skoðana- og tjáningarfrelsi er nefnilega algjör undirstaða fyrir það samfélag mannréttinda og framfara sem fært hefur okkur þau ótrúlegu lífsgæði sem við búum við. Og það er mikilvægt að skilningur á þessu sé ekki mengaður af þvælu—bæði hægri og vinstri—um annars vegar að sumar skoðanir beri að banna, eða að í tjáningarfrelsinu felist ótakmarkað leyfi til þess að tjá sig um hvað sem er og á hvaða vettvangi sem er. Vatnsglasstormur vikunnar, um formann samtaka framhaldsskólanema, undirstrikaði hvort tveggja ágætlega. Annars vegar sýna heiftarleg viðbrögð við skoðunum hans á kynjafræðikennslu að málefnið á meira skylt við trú en vísindi—og hins vegar sýnir grátkórinn yfir skerðingu á tjáningarfrelsi formannsins fram á takmarkaðan skilning á hugtakinu. Auðvitað hefur einstaklingurinn sem gegndi embættinu allan rétt til þess að segja skoðun sína (og ég hallast að því að hann hafi mikið til síns máls), en hins vegar er augljóst að með því að tala gegn samþykktum félagsskaparins, en þó í nafni þeirra, var hann að fara út fyrir það umboð sem hann hafði. Og á endanum fengu allir nákvæmlega það sem þeir héldu að þeir vildu. Hávaðasami trúarhópurinn þaggaði niður í gagnrýnanda sínum, og þeir sem vildu ögra andstæðingi sínum fengu sinn píslarvott. Og umfram allt—enginn þarf að hugsa málið og enginn þarf að skipta um skoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er vesen að reyna að hugsa sjálfstætt. Bæði getur það tekið tíma og verið erfitt. Sum málefni eru svo flókin viðureignar að fólk helgar alla starfsævina leit að skilningi; jafnvel án árangurs. Önnur málefni eru svo óskýr að það er sama hversu lengi fólk veltir sér upp úr þeim, engin ein lausn finnst þannig að jafnvel mestu sérfræðingar geta verið heiftarlega ósammála. Og sum málefni eru erfið vegna þess að þau eru viðkvæm. Þó er sjálfstæð hugsun það dýrmætasta í veröldinni. Án hennar væru allar framfarir ómögulegar. Þetta gildir á öllum sviðum mannlegrar hugsunar. Það eru hinir sjálfstæðu og óhræddu hugsuðir sem fleyta þekkingunni áfram, stundum gegn háværum mótmælum eða jafnvel ógnunum. Öll helstu trúarbrögð mannsins grundvallast á kenningum róttækra hugsuða sem buðu ríkjandi samfélagsskipulagi byrginn. Allar framfarir í vísindum byggjast á því að efast um viðtekin sannindi og leita nýrra, og brautryðjendur listasögunnar létu sér heldur ekki nægja að starfa innan þess ramma sem hefðir og venjur höfðu markað þeim. Marteinn Lúther, Galíleó og Frída Kahló voru sannarlega ekki að bíða eftir leyfi til þess að feta sínar slóðir.Erfitt að hugsa En vegna þess hversu erfitt það er að móta raunverulega sjálfstæðar skoðanir á hlutum þá styttum við okkur öll alls konar leiðir. Við veljum að trúa alls konar hlutum í stað þess að vita þá. Fæstir þeirra sem hafa miklar áhyggjur af hnattrænni hlýnun hafa til að mynda raunverulega komist að sjálfstæðri og upplýstri niðurstöðu um málið heldur trúa þeir betur þeim mikla meirihluta vísindamanna sem varar við hlýnuninni heldur en minnihlutanum sem efast. Þetta er vitaskuld algjörlega nauðsynlegt, því enginn maður hefur tíma eða getu til þess að móta sér fullkomna skoðun eða komast að hinum endanlega sannleika í öllum mögulegum málum. Við veljum því að trúa alls konar hlutum sem okkur þykir sennilegt að séu sannir, án þess að hafa tækifæri til þess að sannreyna þá fyrir víst. Það sem hins vegar er áhugavert er að fólki hættir til þess að verða miklu ákafara og heitara í að verja skoðanir sem það trúir á heldur en hluti sem það veit fyrir víst að eru sannir. Af því leiðir að mörg af flóknustu viðfangsefnum samtímans snúast alls ekki um neins konar þekkingarleit eða sannleiksást—heldur einfaldlega um það að vera í réttu liði og umfram allt að þeir sem eru ósammála séu í vitlausu (og heimsku) liði. Trúarheift Trúarheiftin sem heltekur ýmiss konar málefni er örugg leið til þess að eyðileggja alla framþróun og uppbyggileg skoðanaskipti. Og þar sem hópar sem trúa gagnstæðum hlutum eru ófáanlegir til þess að hlusta á hinn þá leiðir það sjálfkrafa af ástandinu að langþægilegast er að fara einfaldlega fram á að þaggað sé niður í þeim sem eru ósammála. Slíkir þöggunartilburðir geta haft í för með sér tímabundna sælu heittrúarfólks þegar andstæðingnum er einfaldlega sópað burt af sviðinu; en það er hætt við að sú sæla verði skammvinn. Þannig er það til dæmis með þá sem halda uppi óvinsælum (og oft heimskulegum og særandi) skoðunum að andstæðingar þeirra vilja hreinlega banna málflutninginn. Þá er sagt að orðin sjálf séu svo særandi að það megi jafna þeim við líkamlegt ofbeldi, eða eitthvað álíka. Gallinn við þessa aðferð er vitaskuld sú að alls konar hálfvitar sem búið er að þagga niður í ganga um með þær ranghugmyndir í kollinum að þeir séu réttmætir arftakar Sókratesar, Galíleós og Frídu Kahló—jafnvel sjálfs Krists eða Búddha (síður Múhameðs spámanns)—og að „pólitíski rétttrúnaðurinn“ sem þaggar niður í þeim sé einhvers konar sönnun þess að þeir séu ekki talsmenn fávisku og fordóma; heldur boðberar forboðins sannleika. Best líður þeim auðvitað þegar þeir eru gerðir að einhvers konar píslarvottum. Vatnsglasstormur Skoðana- og tjáningarfrelsi er nefnilega algjör undirstaða fyrir það samfélag mannréttinda og framfara sem fært hefur okkur þau ótrúlegu lífsgæði sem við búum við. Og það er mikilvægt að skilningur á þessu sé ekki mengaður af þvælu—bæði hægri og vinstri—um annars vegar að sumar skoðanir beri að banna, eða að í tjáningarfrelsinu felist ótakmarkað leyfi til þess að tjá sig um hvað sem er og á hvaða vettvangi sem er. Vatnsglasstormur vikunnar, um formann samtaka framhaldsskólanema, undirstrikaði hvort tveggja ágætlega. Annars vegar sýna heiftarleg viðbrögð við skoðunum hans á kynjafræðikennslu að málefnið á meira skylt við trú en vísindi—og hins vegar sýnir grátkórinn yfir skerðingu á tjáningarfrelsi formannsins fram á takmarkaðan skilning á hugtakinu. Auðvitað hefur einstaklingurinn sem gegndi embættinu allan rétt til þess að segja skoðun sína (og ég hallast að því að hann hafi mikið til síns máls), en hins vegar er augljóst að með því að tala gegn samþykktum félagsskaparins, en þó í nafni þeirra, var hann að fara út fyrir það umboð sem hann hafði. Og á endanum fengu allir nákvæmlega það sem þeir héldu að þeir vildu. Hávaðasami trúarhópurinn þaggaði niður í gagnrýnanda sínum, og þeir sem vildu ögra andstæðingi sínum fengu sinn píslarvott. Og umfram allt—enginn þarf að hugsa málið og enginn þarf að skipta um skoðun.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun