Panamaskjölin – og hvað svo? Oddný G. Harðardóttir skrifar 27. júlí 2018 07:00 Orðstír Íslands beið hnekki í apríl 2016 þegar Panamaskjölin leiddu í ljós notkun fjölda Íslendinga á skattaskjólum og afhjúpuðu eignir þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra í slíkum skatta- og krónuskjólum. Sá sem nýtir sér skattaskjól gerir það í ákveðnum tilgangi. Tilgangurinn er að komast undan því að greiða skatta og komast þannig hjá því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Almenningur mótmælti spillingunni vorið 2016 og krafðist breytinga með fjölmennustu mótmælum í sögu landsins. En til hvers leiddu þessi mótmæli? Og hvar stendur úrvinnsla gagnanna?Gamalt trix Mótmælin urðu alla vega ekki til þess að fjármálaráðherrann biði alvarlegan álitshnekki því hann varð forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn og fjármálaráðherra í þeirri sem nú starfar. Ég beindi spurningum til ráðherrans um úrvinnslu Panamaskjalanna í febrúar síðastliðnum. Fimm mánuðum seinna, þegar allir frestir voru löngu liðnir og að morgni þess sama dags og athygli allra var á dagskrá umdeilds þingfundar á Þingvöllum, barst svarið frá fjármálaráðherranum. Það er gamalt trix að fela umdeild mál á bak við önnur sem taka fjölmiðla yfir en hugsanlega var svardagurinn algjör tilviljun. Þessi töf á svörunum minnir okkur þó á að þessi sami fjármálaráðherra faldi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum í skúffu í fjármálaráðuneytinu fram yfir kosningar haustið 2016. Kjósendur fengu ekki að sjá skýrsluna fyrr en fjármálaráðherrann sem nefndur var í Panamaskjölunum var orðinn forsætisráðherra. Svörin og svikin Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurnum mínum kemur m.a. fram að af þeim 585 félögum sem tengdust Íslendingum í Panamaskjölunum hefði einvörðungu um þriðjungur gert grein fyrir eignarhaldi á félögunum í skattaskýrslum sínum. Ekkert þeirra skilaði inn CFC-skýrslu til skattyfirvalda sem þó er skylda að gera samkvæmt lögum um tekjuskatt. Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn í 89 málum en nokkrir tugir afleiddra mála til viðbótar hafa verið rannsakaðir hjá embættinu. Ríkisskattstjóri fékk tæp 200 mál til rannsóknar en í október 2017 framsendi embættið til skattrannsóknarstjóra mál 187 einstaklinga sem ekki höfðu svarað fyrirspurnarbréfi ríkisskattstjóra eða svör höfðu ekki reynst fullnægjandi. Enn er því unnið að úrvinnslu Panamaskjalanna. Vegna mála sem nú þegar er lokið hafa kröfur verið gerðar um rúma 15 milljarða króna fyrir hönd ríkissjóðs. Áhrif skattsvikanna Þeir sem nýta sér skattaskjól vilja að aðrir beri kostnaðinn af rekstri samfélags okkar. Fyrir rúma 15 milljarða króna hefði mátt greiða allar almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu og nauðsynlega stoðdeildarþjónusta sem veitt er á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um allt land og kosta ríkissjóð 8,2 milljarða króna á ári, alla sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun sem kostar um 5 milljarða króna og sjúkraflutninga sem kosta ríkissjóð um 2,5 milljarða króna. Það munar um minna í rekstri velferðarþjónustunnar. Fleiri dæmi mætti taka. Fjármunina mætti líka nota til að afnema krónu á móti krónu skerðingu á lífeyri öryrkja, bæta kjör aldraðra eða hækka greiðslur til barnafjölskyldna. Forgangsmál Við verðum að ganga ákveðin til verks og koma í veg fyrir að skattsvik og notkun skattaskjóla haldi áfram að grafa undan samfélaginu, bæði fjárhagslega og siðferðilega. Upplýsingarnar sem birtust með Panamaskjölunum voru ógeðfelldar og það var sláandi að sjá að svo margir Íslendingar nýttu sér gallað regluverk og veikt eftirlit til að velta byrðum yfir á aðra og fela peningana sína fyrir skattinum. En upplýsingunum fylgdi líka gagnleg umræða um skattamál. Mikilvægi réttlátra skatta og að allir taki þátt í uppbyggingu velferðarsamfélagsins, komst á dagskrá í almennri umræðu. Þeirri umræðu þarf að fylgja betur og fastar eftir og setja í forgang réttlátt skattkerfi, styrkja varnir gegn skattsvikum og notkun skattaskjóla og auka samvinnu við aðrar þjóðir um aðgerðir sem virka.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Panama-skjölin Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Orðstír Íslands beið hnekki í apríl 2016 þegar Panamaskjölin leiddu í ljós notkun fjölda Íslendinga á skattaskjólum og afhjúpuðu eignir þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra í slíkum skatta- og krónuskjólum. Sá sem nýtir sér skattaskjól gerir það í ákveðnum tilgangi. Tilgangurinn er að komast undan því að greiða skatta og komast þannig hjá því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Almenningur mótmælti spillingunni vorið 2016 og krafðist breytinga með fjölmennustu mótmælum í sögu landsins. En til hvers leiddu þessi mótmæli? Og hvar stendur úrvinnsla gagnanna?Gamalt trix Mótmælin urðu alla vega ekki til þess að fjármálaráðherrann biði alvarlegan álitshnekki því hann varð forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn og fjármálaráðherra í þeirri sem nú starfar. Ég beindi spurningum til ráðherrans um úrvinnslu Panamaskjalanna í febrúar síðastliðnum. Fimm mánuðum seinna, þegar allir frestir voru löngu liðnir og að morgni þess sama dags og athygli allra var á dagskrá umdeilds þingfundar á Þingvöllum, barst svarið frá fjármálaráðherranum. Það er gamalt trix að fela umdeild mál á bak við önnur sem taka fjölmiðla yfir en hugsanlega var svardagurinn algjör tilviljun. Þessi töf á svörunum minnir okkur þó á að þessi sami fjármálaráðherra faldi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum í skúffu í fjármálaráðuneytinu fram yfir kosningar haustið 2016. Kjósendur fengu ekki að sjá skýrsluna fyrr en fjármálaráðherrann sem nefndur var í Panamaskjölunum var orðinn forsætisráðherra. Svörin og svikin Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurnum mínum kemur m.a. fram að af þeim 585 félögum sem tengdust Íslendingum í Panamaskjölunum hefði einvörðungu um þriðjungur gert grein fyrir eignarhaldi á félögunum í skattaskýrslum sínum. Ekkert þeirra skilaði inn CFC-skýrslu til skattyfirvalda sem þó er skylda að gera samkvæmt lögum um tekjuskatt. Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn í 89 málum en nokkrir tugir afleiddra mála til viðbótar hafa verið rannsakaðir hjá embættinu. Ríkisskattstjóri fékk tæp 200 mál til rannsóknar en í október 2017 framsendi embættið til skattrannsóknarstjóra mál 187 einstaklinga sem ekki höfðu svarað fyrirspurnarbréfi ríkisskattstjóra eða svör höfðu ekki reynst fullnægjandi. Enn er því unnið að úrvinnslu Panamaskjalanna. Vegna mála sem nú þegar er lokið hafa kröfur verið gerðar um rúma 15 milljarða króna fyrir hönd ríkissjóðs. Áhrif skattsvikanna Þeir sem nýta sér skattaskjól vilja að aðrir beri kostnaðinn af rekstri samfélags okkar. Fyrir rúma 15 milljarða króna hefði mátt greiða allar almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu og nauðsynlega stoðdeildarþjónusta sem veitt er á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um allt land og kosta ríkissjóð 8,2 milljarða króna á ári, alla sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun sem kostar um 5 milljarða króna og sjúkraflutninga sem kosta ríkissjóð um 2,5 milljarða króna. Það munar um minna í rekstri velferðarþjónustunnar. Fleiri dæmi mætti taka. Fjármunina mætti líka nota til að afnema krónu á móti krónu skerðingu á lífeyri öryrkja, bæta kjör aldraðra eða hækka greiðslur til barnafjölskyldna. Forgangsmál Við verðum að ganga ákveðin til verks og koma í veg fyrir að skattsvik og notkun skattaskjóla haldi áfram að grafa undan samfélaginu, bæði fjárhagslega og siðferðilega. Upplýsingarnar sem birtust með Panamaskjölunum voru ógeðfelldar og það var sláandi að sjá að svo margir Íslendingar nýttu sér gallað regluverk og veikt eftirlit til að velta byrðum yfir á aðra og fela peningana sína fyrir skattinum. En upplýsingunum fylgdi líka gagnleg umræða um skattamál. Mikilvægi réttlátra skatta og að allir taki þátt í uppbyggingu velferðarsamfélagsins, komst á dagskrá í almennri umræðu. Þeirri umræðu þarf að fylgja betur og fastar eftir og setja í forgang réttlátt skattkerfi, styrkja varnir gegn skattsvikum og notkun skattaskjóla og auka samvinnu við aðrar þjóðir um aðgerðir sem virka.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun