Þvinganir gegn Tyrkjum þar til bandarískum presti verður sleppt Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2018 16:02 Presturinn Andrew Brunson hefur setið í fangelsi í Tyrklandi í eitt og hálft ár. Vísir/AP Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla að beita umfangsmiklum viðskiptaþvingunum gegn Tyrklandi. Það verður gert þar til þeir sleppa bandaríska prestinum Andrew Brunson, sem hefur verið fangelsaður í Tyrklandi fyrir njósnir og aðkomu að hryðjuverkastarfsemi. Trump sagði frá þessu á Twitter í dag og krafðist hann þess að Brunson yrði sleppt hið snarasta. Mike Pence, varaforseti Trump, hafði þá skömmu áður sagt frá hinum ætluðu þvingunum. Handtaka Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. Hann var handtekinn í október 2016 en réttarhöld gegn honum hófst fyrr á árinu. Nú nýverið var hann færður í stofufangelsi vegna heilsubrests. Hann hafði þá setið í fangelsi í eitt og hálft ár.Sjá einnig: Umdeild réttarhöld hafin í TyrklandiTil stóð að sleppa honum úr haldi í síðustu viku, samkvæmt Reuters, eftir viðræður embættismanna ríkjanna tveggja. Hins vegar varð ekkert úr því og eftir að Pence ræddi málið við Trump ákváðu þeir að beita þvingunum gegn Tyrklandi.Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Brunson var um tíma sakaður að hafa komið að valdaránstilraun í Tyrklandi sumarið 2016, sem misheppnaðist. Klerkurinn Fatah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, hefur verið sakaður um að hafa skipulagt valdaránið misheppnaða en Bandaríkin hafa neitað að framselja hann án sannanna. Því hefur verið haldið fram að Tyrkir hafi í raun tekið Brunson í gíslingu en Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur margsinnis sagt Tyrkland tilbúið til að skipta á Brunson og Gulen. To President Erdogan and the Turkish government, I have a message, on behalf of the President of the United States of America. Release Pastor Andrew Brunson NOW or be prepared to face the consequences. #IRFMinisterial— Vice President Mike Pence (@VP) July 26, 2018 The United States will impose large sanctions on Turkey for their long time detainment of Pastor Andrew Brunson, a great Christian, family man and wonderful human being. He is suffering greatly. This innocent man of faith should be released immediately!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla að beita umfangsmiklum viðskiptaþvingunum gegn Tyrklandi. Það verður gert þar til þeir sleppa bandaríska prestinum Andrew Brunson, sem hefur verið fangelsaður í Tyrklandi fyrir njósnir og aðkomu að hryðjuverkastarfsemi. Trump sagði frá þessu á Twitter í dag og krafðist hann þess að Brunson yrði sleppt hið snarasta. Mike Pence, varaforseti Trump, hafði þá skömmu áður sagt frá hinum ætluðu þvingunum. Handtaka Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. Hann var handtekinn í október 2016 en réttarhöld gegn honum hófst fyrr á árinu. Nú nýverið var hann færður í stofufangelsi vegna heilsubrests. Hann hafði þá setið í fangelsi í eitt og hálft ár.Sjá einnig: Umdeild réttarhöld hafin í TyrklandiTil stóð að sleppa honum úr haldi í síðustu viku, samkvæmt Reuters, eftir viðræður embættismanna ríkjanna tveggja. Hins vegar varð ekkert úr því og eftir að Pence ræddi málið við Trump ákváðu þeir að beita þvingunum gegn Tyrklandi.Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Brunson var um tíma sakaður að hafa komið að valdaránstilraun í Tyrklandi sumarið 2016, sem misheppnaðist. Klerkurinn Fatah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, hefur verið sakaður um að hafa skipulagt valdaránið misheppnaða en Bandaríkin hafa neitað að framselja hann án sannanna. Því hefur verið haldið fram að Tyrkir hafi í raun tekið Brunson í gíslingu en Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur margsinnis sagt Tyrkland tilbúið til að skipta á Brunson og Gulen. To President Erdogan and the Turkish government, I have a message, on behalf of the President of the United States of America. Release Pastor Andrew Brunson NOW or be prepared to face the consequences. #IRFMinisterial— Vice President Mike Pence (@VP) July 26, 2018 The United States will impose large sanctions on Turkey for their long time detainment of Pastor Andrew Brunson, a great Christian, family man and wonderful human being. He is suffering greatly. This innocent man of faith should be released immediately!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira