Tækifæri sem ég varð að stökkva á Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. júlí 2018 10:30 Dagur Kár lék með Grindavík undanfarin tvö tímabil. vísir/Ernir Dagur Kár Jónsson samdi í gær við við austurríska félagið Raiffeisen Flyers um að leika með liðinu næsta vetur. Mun hann því ekki leika með uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, í Domino’s-deild karla í körfubolta á komandi keppnistímabili eins og til stóð. Dagur Kár, sem gekk til liðs við Stjörnuna frá Grindavík fyrr í sumar, var búinn að leika síðustu tvö tímabil með Grindavík. Hann segir að viðræðurnar hafi tekið stuttan tíma. „Þetta kom fyrst upp fyrir tveimur vikum og það er fínt að vera búinn að ganga frá þessu. Ég gerði ráð fyrir að vera hjá Stjörnunni í vetur en þetta kom óvænt upp á borðið og við ákváðum að stökkva á tækifærið. Þetta er eitthvað sem maður hefur stefnt að lengi og þetta býðst ekki á hverjum degi,“ sagði Dagur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Aðstæðurnar eru flottar og þjálfararnir virkuðu flottir, þeir lofuðu mér stóru hlutverki þannig að ég er afar spenntur. Ég er ekki alveg viss um styrkleika deildarinnar en umboðsmaðurinn minn talaði um að þetta væri aðeins betri deild en skandinavísku deildirnar og aðsóknin góð.“ Hann hrósaði uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, fyrir stuðninginn þegar hann greindi félaginu frá ákvörðun sinni. „Ég var með ákvæði um að geta skoðað möguleika á atvinnumennsku í samningnum. Ég er virkilega þakklátur fyrir viðbrögð Stjörnumanna. Þeir samglöddust strax og voru ekki með neitt vesen,“ sagði Dagur og bætti við: „Ég er búinn að þekkja flesta þarna lengi og þeir eru held ég bara ánægðir að það sé uppalinn Stjörnumaður kominn í atvinnumennsku.“ Dagur tók þetta skref meðal annars með það að sjónarmiði að gera atlögu að landsliðssæti. „Ég hugsaði mikið út í það, hvað ég gæti gert til að komast í þetta landslið og ég get vonandi sýnt hvað í mér býr þarna úti.“ Sífellt fleiri ungir leikmenn eru að komast út í atvinnumennsku en Dagur sló á þráðinn til Martins Hermannssonar í aðdraganda félagaskiptanna. „Ég heyrði aðeins í Martin, hann hjálpaði mér mikið í þessu ferli og veitti mér góð ráð. Hann veit alveg hvað hann hefur verið að gera í þessu.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Dagur Kár Jónsson samdi í gær við við austurríska félagið Raiffeisen Flyers um að leika með liðinu næsta vetur. Mun hann því ekki leika með uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, í Domino’s-deild karla í körfubolta á komandi keppnistímabili eins og til stóð. Dagur Kár, sem gekk til liðs við Stjörnuna frá Grindavík fyrr í sumar, var búinn að leika síðustu tvö tímabil með Grindavík. Hann segir að viðræðurnar hafi tekið stuttan tíma. „Þetta kom fyrst upp fyrir tveimur vikum og það er fínt að vera búinn að ganga frá þessu. Ég gerði ráð fyrir að vera hjá Stjörnunni í vetur en þetta kom óvænt upp á borðið og við ákváðum að stökkva á tækifærið. Þetta er eitthvað sem maður hefur stefnt að lengi og þetta býðst ekki á hverjum degi,“ sagði Dagur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Aðstæðurnar eru flottar og þjálfararnir virkuðu flottir, þeir lofuðu mér stóru hlutverki þannig að ég er afar spenntur. Ég er ekki alveg viss um styrkleika deildarinnar en umboðsmaðurinn minn talaði um að þetta væri aðeins betri deild en skandinavísku deildirnar og aðsóknin góð.“ Hann hrósaði uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, fyrir stuðninginn þegar hann greindi félaginu frá ákvörðun sinni. „Ég var með ákvæði um að geta skoðað möguleika á atvinnumennsku í samningnum. Ég er virkilega þakklátur fyrir viðbrögð Stjörnumanna. Þeir samglöddust strax og voru ekki með neitt vesen,“ sagði Dagur og bætti við: „Ég er búinn að þekkja flesta þarna lengi og þeir eru held ég bara ánægðir að það sé uppalinn Stjörnumaður kominn í atvinnumennsku.“ Dagur tók þetta skref meðal annars með það að sjónarmiði að gera atlögu að landsliðssæti. „Ég hugsaði mikið út í það, hvað ég gæti gert til að komast í þetta landslið og ég get vonandi sýnt hvað í mér býr þarna úti.“ Sífellt fleiri ungir leikmenn eru að komast út í atvinnumennsku en Dagur sló á þráðinn til Martins Hermannssonar í aðdraganda félagaskiptanna. „Ég heyrði aðeins í Martin, hann hjálpaði mér mikið í þessu ferli og veitti mér góð ráð. Hann veit alveg hvað hann hefur verið að gera í þessu.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira