Amaq Agency, fréttaveita ISIS, segir Hussain hafa verið „hermann ISIS“ og hann hafi framkvæmt árásina vegna kalls hryðjuverkasamtakanna eftir árásum í Vesturlöndum.
Lögreglan segir ástæðu árásarinnar ekki liggja fyrir og að Hussein hafi ekki skilið neinar vísbendingar eftir sig á samfélagsmiðlum eða annars staðar. Þá segir móðir hans hann hafa átt við geðræn vandamál að stríða, bæði geðrof og þunglyndi. Hussein fæddist í Kanada en foreldrar hans eru frá Pakistan.
Nágrannar Hussein, sem AP ræddi við, sögðu hann hafa verið sífellt brosandi, þrátt fyrir ýmis áföll sem fjölskyldan gekk í gegnum, eins og dauðsfall systur hans sem lést í bílslysi. Þó velta margir nágrannar hans vöngum yfir því hvernig hann eignaðist skammbyssu.
Lögreglan hefur gefið út nöfn þeirra sem dóu í árásinni. Þær hétu Julianna Kozis, tíu ára, og Reese Fallon, 18 ára.
#CANADA#IslamicState Claims Responsibility For #Shooting In #Toronto. #TerrorMonitor pic.twitter.com/f9bp1ans3Q
— Terrormonitor.org (@Terror_Monitor) July 25, 2018