Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2018 06:44 Donald Trump með þjóðaröryggisráðgjafa sínum John Bolton sem hefur meðal annars talað fyrir stríði við Íran. Vísir/afp Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. Í ræðu sinni gagnrýndi Rouhani Bandaríkin og varaði stjórnvöld í Washington við því að grafa enn frekar undan sambandi ríkjanna. Fari svo að til átaka komi milli Írans og Bandaríkjanna verði það „stríð allra stríða,“ fordæmalausar blóðsúthellingar. Ræðan fór ekki framhjá Donald Trump sem skrifaði beint til Íransforseta á Twitter-síðu sinni í nótt. Tíst forsetans var allt í hástöfum og ljóst að Trump var mikið niðri fyrir. Í tístinu segir Trump meðal annars að Íran skuli ekki dirfast að hóta Bandaríkjunum aftur, annars muni ríkið þurfa að upplifa afleiðingar sem eigi sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni. Bandaríkin eru ekki ríki sem muni sitja undir slíkum hótunum þegjandi og hljóðalaust. „Farið varlega!“ skrifar Bandaríkjaforseti.To Iranian President Rouhani: NEVER, EVER THREATEN THE UNITED STATES AGAIN OR YOU WILL SUFFER CONSEQUENCES THE LIKES OF WHICH FEW THROUGHOUT HISTORY HAVE EVER SUFFERED BEFORE. WE ARE NO LONGER A COUNTRY THAT WILL STAND FOR YOUR DEMENTED WORDS OF VIOLENCE & DEATH. BE CAUTIOUS!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 23, 2018 Samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað hratt á síðustu mánuðum eða allt frá því að Trump dró stjórnvöld sín út úr kjarnorkusamningnum við Íran. Samningurinn, sem gerður var í stjórnartíð Obama með aðkomu annarra stórvelda og Evrópusambandsins, var talinn mikið afrek á sínum tíma og varð til þess að viðskiptaþvingunum var aflétt af Írönum sem á móti drógu úr kjarnorkuframleiðslu sinni. Það hefur þó ekki verið mikill sáttatónn í yfirlýsingum bandarískra embættismanna að undanförnu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði á dögunum að írönsk stjórnvöld væru mafía sem hefðu rakað að sé auðæfum á meðan þjóðin ætti varla til hnífs og skeiðar. Þar að auki væru trúarlegir leiðtogar Írans „heilagir hræsnarar.“ John Bolton, einn helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í utanríkismálum, er einnig opinber talsmaður þess að Bandríkjaher geri innrás í Íran og velti núverandi stjórnvöldum úr sessi. Í ræðu sinni í nótt ávarpaði Íransforseti Trump og sagði að sá bandaríski ætti ekki að leika sér að „hala ljónsins,“ það muni aðeins leiða til eftirsjár. „Bandaríkin ættu að átta sig á að friður við Íran er friður allra friða, og stríð við Íran yrði stríð allra stríða,“ bætti Rouhani við. Hinar nýju viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin hafa lagt á Íran munu taka gildi 4. ágúst næstkomandi. Fréttaskýrendur óttast að ef þvinganirnar muni hafa lamandi áhrif á íranskan efnahag kunni það að ýta undir herskáar yfirlýsingar frá stjórnvöldum í Teheran. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Úranauðgun, kjarnorkugarðyrkja og óttinn við íranskt sveppaský Kjarnorkuáætlun Írans er aftur í fréttum en hver er saga kjarnorkuvopna og hver eru tengsl Írana við þá sögu? Það var jú upphaflega hugmynd Eisenhower Bandaríkjaforseta að kjarnorkuvæða Íran. 6. júní 2018 10:00 Íranir ætla að auka getuna til að auðga úran Líði kjarnorkusamningur heimsveldanna við Íran undir lok ætla stjórnvöld í Teheran að auka getuna til að auðga úran. 5. júní 2018 07:45 Pompeo boðar aðgerðir gegn Íran Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði í ræðu sinni aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn Íran. 21. maí 2018 14:30 „Við myndum ekki líða það ef Ísland gerði það sem Íran er að gera“ Mike Pompeo, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna notaði Ísland sem dæmi til þess að verja hertar aðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump gegn Írönum á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í gær. 23. maí 2018 22:46 Æðsti leiðtogi Írans hótar að endurvekja kjarnorkuáætlun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hefur lagt fram skilyrði fyrir því að viðhalda samningi um kjarnorkuáætlun landsins. 24. maí 2018 09:44 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. Í ræðu sinni gagnrýndi Rouhani Bandaríkin og varaði stjórnvöld í Washington við því að grafa enn frekar undan sambandi ríkjanna. Fari svo að til átaka komi milli Írans og Bandaríkjanna verði það „stríð allra stríða,“ fordæmalausar blóðsúthellingar. Ræðan fór ekki framhjá Donald Trump sem skrifaði beint til Íransforseta á Twitter-síðu sinni í nótt. Tíst forsetans var allt í hástöfum og ljóst að Trump var mikið niðri fyrir. Í tístinu segir Trump meðal annars að Íran skuli ekki dirfast að hóta Bandaríkjunum aftur, annars muni ríkið þurfa að upplifa afleiðingar sem eigi sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni. Bandaríkin eru ekki ríki sem muni sitja undir slíkum hótunum þegjandi og hljóðalaust. „Farið varlega!“ skrifar Bandaríkjaforseti.To Iranian President Rouhani: NEVER, EVER THREATEN THE UNITED STATES AGAIN OR YOU WILL SUFFER CONSEQUENCES THE LIKES OF WHICH FEW THROUGHOUT HISTORY HAVE EVER SUFFERED BEFORE. WE ARE NO LONGER A COUNTRY THAT WILL STAND FOR YOUR DEMENTED WORDS OF VIOLENCE & DEATH. BE CAUTIOUS!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 23, 2018 Samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað hratt á síðustu mánuðum eða allt frá því að Trump dró stjórnvöld sín út úr kjarnorkusamningnum við Íran. Samningurinn, sem gerður var í stjórnartíð Obama með aðkomu annarra stórvelda og Evrópusambandsins, var talinn mikið afrek á sínum tíma og varð til þess að viðskiptaþvingunum var aflétt af Írönum sem á móti drógu úr kjarnorkuframleiðslu sinni. Það hefur þó ekki verið mikill sáttatónn í yfirlýsingum bandarískra embættismanna að undanförnu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði á dögunum að írönsk stjórnvöld væru mafía sem hefðu rakað að sé auðæfum á meðan þjóðin ætti varla til hnífs og skeiðar. Þar að auki væru trúarlegir leiðtogar Írans „heilagir hræsnarar.“ John Bolton, einn helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í utanríkismálum, er einnig opinber talsmaður þess að Bandríkjaher geri innrás í Íran og velti núverandi stjórnvöldum úr sessi. Í ræðu sinni í nótt ávarpaði Íransforseti Trump og sagði að sá bandaríski ætti ekki að leika sér að „hala ljónsins,“ það muni aðeins leiða til eftirsjár. „Bandaríkin ættu að átta sig á að friður við Íran er friður allra friða, og stríð við Íran yrði stríð allra stríða,“ bætti Rouhani við. Hinar nýju viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin hafa lagt á Íran munu taka gildi 4. ágúst næstkomandi. Fréttaskýrendur óttast að ef þvinganirnar muni hafa lamandi áhrif á íranskan efnahag kunni það að ýta undir herskáar yfirlýsingar frá stjórnvöldum í Teheran.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Úranauðgun, kjarnorkugarðyrkja og óttinn við íranskt sveppaský Kjarnorkuáætlun Írans er aftur í fréttum en hver er saga kjarnorkuvopna og hver eru tengsl Írana við þá sögu? Það var jú upphaflega hugmynd Eisenhower Bandaríkjaforseta að kjarnorkuvæða Íran. 6. júní 2018 10:00 Íranir ætla að auka getuna til að auðga úran Líði kjarnorkusamningur heimsveldanna við Íran undir lok ætla stjórnvöld í Teheran að auka getuna til að auðga úran. 5. júní 2018 07:45 Pompeo boðar aðgerðir gegn Íran Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði í ræðu sinni aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn Íran. 21. maí 2018 14:30 „Við myndum ekki líða það ef Ísland gerði það sem Íran er að gera“ Mike Pompeo, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna notaði Ísland sem dæmi til þess að verja hertar aðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump gegn Írönum á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í gær. 23. maí 2018 22:46 Æðsti leiðtogi Írans hótar að endurvekja kjarnorkuáætlun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hefur lagt fram skilyrði fyrir því að viðhalda samningi um kjarnorkuáætlun landsins. 24. maí 2018 09:44 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Úranauðgun, kjarnorkugarðyrkja og óttinn við íranskt sveppaský Kjarnorkuáætlun Írans er aftur í fréttum en hver er saga kjarnorkuvopna og hver eru tengsl Írana við þá sögu? Það var jú upphaflega hugmynd Eisenhower Bandaríkjaforseta að kjarnorkuvæða Íran. 6. júní 2018 10:00
Íranir ætla að auka getuna til að auðga úran Líði kjarnorkusamningur heimsveldanna við Íran undir lok ætla stjórnvöld í Teheran að auka getuna til að auðga úran. 5. júní 2018 07:45
Pompeo boðar aðgerðir gegn Íran Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði í ræðu sinni aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn Íran. 21. maí 2018 14:30
„Við myndum ekki líða það ef Ísland gerði það sem Íran er að gera“ Mike Pompeo, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna notaði Ísland sem dæmi til þess að verja hertar aðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump gegn Írönum á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í gær. 23. maí 2018 22:46
Æðsti leiðtogi Írans hótar að endurvekja kjarnorkuáætlun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hefur lagt fram skilyrði fyrir því að viðhalda samningi um kjarnorkuáætlun landsins. 24. maí 2018 09:44