Óvænt kveðja Jón Steinar Gunnlaugsson. skrifar 22. júlí 2018 21:37 Ég fékk skrítna og frekar óvænta kveðju á Vísi í síðustu viku. Þar veitist Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, að mér persónulega og kallar mig meðal annars hirðfífl. Felst erindi hans í því að telja mig vanbúinn til að annast varnir sem skipaður verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar í endurupptökumálinu sem nú er rekið fyrir Hæstarétti og verður flutt þar í september. Virðist þetta eiga að vera vegna afstöðu minnar fyrr á árum til málefna sem tengjast dómsmeðferð á Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Grein piltsins er frekar ruglingsleg og á ég erfitt með að skilja efni hennar gjörla. Verður ekki betur séð en höfundur telji mig hafa tekið þátt í aðför að sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á sínum tíma, sem síðan hafi orðið til þess að þeir voru sakfelldir fyrir tvö manndráp. Þetta er furðuleg samsuða. Í tilefni hennar vil ég fara nokkrum orðum um afstöðu mína til þessa máls gegnum árin og óska eftir að Vísir birti þau.Sjá einnig: Innmúrað hirðfífl – því miðurÉg hef alla tíð talið að ekki hafi verið neinar forsendur til að sakfella ákærðu í þessum málum. Þessa afstöðu tjáði ég hverjum sem heyra vildi eftir að Hæstiréttur hafði kveðið upp áfellisdóm sinn í febrúar 1980. Sævar Ciesielski, faðir greinarhöfundar, krafðist endurupptöku málsins á árinu 1997. Hæstiréttur synjaði erindinu með ákvörðun 15. júlí 1997. Byggðist synjun réttarins á því að ekki hefðu verið lögð fram ný gögn í málinu til þess að leyfa mætti endurupptöku þess. Samkvæmt lögum væri tilkoma nýrra gagna skilyrði fyrir endurupptöku. Bæði fyrir og eftir synjun Hæstaréttar lét ég opinberlega í ljósi þá skoðun að verða ætti við erindi Sævars. Kom þetta meðal annars fram í viðtali við mig sem birtist í „Vikublaðinu“ 2. júní 1997. Eftir að úrskurður Hæstaréttar lá fyrir skrifaði ég grein í Morgunblaðið 8. ágúst 1997, þar sem ég taldi að breyta yrði lögum til að unnt yrði að verða við þessari kröfu um endurupptöku þessa máls. Rakti ég þar mörg atriði sem bentu til þess að dómurinn stæðist ekki. Víkka yrði út heimildir þannig að unnt yrði að leyfa endurupptöku þó að engin ný gögn kæmu fram ef ætla mætti að sakborningar hefðu ranglega verið sakfelldir. Sú væri raunin í þessu máli. Með lagabreytingu á árinu 1999 var bætt við lögin um meðferð sakamála heimild til að endurupptaka mál, þó að ekki hefðu komið fram ný gögn „ef verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Ekki get ég fullyrt að þessi lagabreyting hafi eingöngu átt rót að rekja til umfjöllunar minnar um þetta efni, en svo mikið er víst að hún fól í sér hvatningu til hennar. Þetta lagaákvæði varð svo til þess að síðar var fallist á endurupptöku málsins og mun málflutningur fara fram í september n.k. Ekki er nokkur vafi á að þetta svonefnda Guðmundar- og Geirfinnsmál og óforsvaranlegir dómar í þeim olli sakfelldu og ástvinum þeirra miklum hörmun. Það er sorglegt að Sævari Marinó Ciesielski skuli ekki hafa enst aldur til að verða vitni að endurupptöku málsins. Á sama hátt er skiljanlegt að ástvinir hans hafi sterkar tilfinningar til málsins, svo sem ljóst er af sérkennilegum skrifum sonar hans, þegar hann veitist að mér með persónulegum ásökunum og uppnefnum. Málstaður hans er hins vegar með öllu óskiljanlegur þar sem ég hef alltaf haldið því fram að dóminn ætti að endurupptaka og leiðrétta þau hörmulegu rangindi sem í honum fólust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fékk skrítna og frekar óvænta kveðju á Vísi í síðustu viku. Þar veitist Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, að mér persónulega og kallar mig meðal annars hirðfífl. Felst erindi hans í því að telja mig vanbúinn til að annast varnir sem skipaður verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar í endurupptökumálinu sem nú er rekið fyrir Hæstarétti og verður flutt þar í september. Virðist þetta eiga að vera vegna afstöðu minnar fyrr á árum til málefna sem tengjast dómsmeðferð á Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Grein piltsins er frekar ruglingsleg og á ég erfitt með að skilja efni hennar gjörla. Verður ekki betur séð en höfundur telji mig hafa tekið þátt í aðför að sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á sínum tíma, sem síðan hafi orðið til þess að þeir voru sakfelldir fyrir tvö manndráp. Þetta er furðuleg samsuða. Í tilefni hennar vil ég fara nokkrum orðum um afstöðu mína til þessa máls gegnum árin og óska eftir að Vísir birti þau.Sjá einnig: Innmúrað hirðfífl – því miðurÉg hef alla tíð talið að ekki hafi verið neinar forsendur til að sakfella ákærðu í þessum málum. Þessa afstöðu tjáði ég hverjum sem heyra vildi eftir að Hæstiréttur hafði kveðið upp áfellisdóm sinn í febrúar 1980. Sævar Ciesielski, faðir greinarhöfundar, krafðist endurupptöku málsins á árinu 1997. Hæstiréttur synjaði erindinu með ákvörðun 15. júlí 1997. Byggðist synjun réttarins á því að ekki hefðu verið lögð fram ný gögn í málinu til þess að leyfa mætti endurupptöku þess. Samkvæmt lögum væri tilkoma nýrra gagna skilyrði fyrir endurupptöku. Bæði fyrir og eftir synjun Hæstaréttar lét ég opinberlega í ljósi þá skoðun að verða ætti við erindi Sævars. Kom þetta meðal annars fram í viðtali við mig sem birtist í „Vikublaðinu“ 2. júní 1997. Eftir að úrskurður Hæstaréttar lá fyrir skrifaði ég grein í Morgunblaðið 8. ágúst 1997, þar sem ég taldi að breyta yrði lögum til að unnt yrði að verða við þessari kröfu um endurupptöku þessa máls. Rakti ég þar mörg atriði sem bentu til þess að dómurinn stæðist ekki. Víkka yrði út heimildir þannig að unnt yrði að leyfa endurupptöku þó að engin ný gögn kæmu fram ef ætla mætti að sakborningar hefðu ranglega verið sakfelldir. Sú væri raunin í þessu máli. Með lagabreytingu á árinu 1999 var bætt við lögin um meðferð sakamála heimild til að endurupptaka mál, þó að ekki hefðu komið fram ný gögn „ef verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Ekki get ég fullyrt að þessi lagabreyting hafi eingöngu átt rót að rekja til umfjöllunar minnar um þetta efni, en svo mikið er víst að hún fól í sér hvatningu til hennar. Þetta lagaákvæði varð svo til þess að síðar var fallist á endurupptöku málsins og mun málflutningur fara fram í september n.k. Ekki er nokkur vafi á að þetta svonefnda Guðmundar- og Geirfinnsmál og óforsvaranlegir dómar í þeim olli sakfelldu og ástvinum þeirra miklum hörmun. Það er sorglegt að Sævari Marinó Ciesielski skuli ekki hafa enst aldur til að verða vitni að endurupptöku málsins. Á sama hátt er skiljanlegt að ástvinir hans hafi sterkar tilfinningar til málsins, svo sem ljóst er af sérkennilegum skrifum sonar hans, þegar hann veitist að mér með persónulegum ásökunum og uppnefnum. Málstaður hans er hins vegar með öllu óskiljanlegur þar sem ég hef alltaf haldið því fram að dóminn ætti að endurupptaka og leiðrétta þau hörmulegu rangindi sem í honum fólust.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun